Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum

Ver­ið er að kanna það að ráð­ast í um­fangs­mikla verð­mæta­björg­un í Grinda­vík. Þar búa 3.720 manns á yf­ir þús­und heim­il­um. Um gríð­ar­lega mannafls­freka að­gerð er því um að ræða. Stór flutn­ings­fyr­ir­tæki hafa boð­ið fram að­stoð.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum
Bið Löng bílaröð myndaðist í gær þegar ákveðið var að hleypa litlum hluta íbúa í Grindavík inn í bæinn til að sækja nauðsynjar og bjarga verðmætum. Mynd: Golli

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Almannavarnir eru að meta möguleika á almennri verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi kom fram að verkefnið væri gríðarstórt. Á því svæði innan bæjarmarka Grindavíkur sem skilgreint hefur verið með mestri áhættu, eru afar stór hluti íbúðarhúsa bæjarbúa.

Mat og undirbúningur viðbragðsaðila snúist því fyrst og síðast um hvernig slík aðgerð færi fram, að leggja mat á þann tímaramma sem slíkt verkefni hefði, og hvaða tíma það tæki. „Gert er ráð fyrir að hvert heimili þurfi um 10 manns til að tæma heimilið á 8 klukkustundum.

Einnig er verið að meta þann kost að bjarga eingöngu lausamunum, ekki húsgögnum eða stærri heimilistækjum.“

Yfir eitt þúsund heimili

Í Grindavík bjuggu 3.720 manns í lok september og í sveitarfélaginu eru yfir eitt þúsund heimili. Alls eru 770 erlendir ríkisborgarar skráðir í búsetu í Grindavík, eða um 20 prósent íbúa. Gera má ráð fyrir því að hluti erlendra íbúa hið minnsta sé ekki með jafn breitt bakland og innfæddir til að aðstoða við verðmætabjörgun.

Í tilkynningunni frá lögreglu og Almannavörnum kom fram að framkvæmd áætlunar sem þeirrar sem verið er að undirbúa krefjist mikils mannafla og að það sé mikill ábyrgðarhluti að senda svo stóran hóp fólks sem þarf til, inn á hættusvæðið. „Öryggi fólks er alltaf í fyrsta sæti. Í augnablikinu er staðan þannig að ekki er hægt að útiloka að gos hefjist fyrirvara lítið eða fyrirvara laust í þeim hluta bæjarins sem er metinn á mesta hættusvæðinu. Ákvörðun um hvort, og þá hvenær farið verði í slíka aðgerð, byggist á mati vísindamanna á yfirvofandi hættu, og hvort sá tímagluggi sem þarf í verkefnið, sé til staðar.“

 Fyrir liggi að stór flutningafyrirtæki hafa boðið fram aðstoð sína og aðkoma þeirra yrði hluti af slíkri aðgerð. „En það er rétt að ítreka að öryggi fólks er alltaf í fyrirrúmi og það verður ekki sent inn á svæðið í þeim fjölda sem þarf til, nema öryggi þess sé eins tryggt og kostur er. Ef og þegar eldgos hefst og það kemur upp utan byggðarinnar verður staðan metin á ný, hvort hægt verði að framkvæma slíka verðmætabjörgun.“

Frá því að Grindavík var rýmd á föstudag með afar skömmum fyrirvara hefur meginþorra íbúa verið meinað að fara heim til sín til að sækja nauðsynjar eða bjarga verðmætum af öryggisástæðum. Fyrir liggur að margir yfirgáfu heimili sín með lítinn farangur og því er fólki farið að vanta ýmislegt. Reynt hefur verið að mæta þeim þörfum með frjálsum framlögum, meðal annars í gegnum Rauða krossinn eða á Facebook-síðunni „Aðstoð við Grindvíkinga“. 

Fyrirtæki vilja líka fá að fara inn

Einu íbúarnir sem hafa fengið að fara heim til sín í nokkrar mínútur eru þeir sem búa í Þorkötlustaðarhverfi, en það er lítið brot af íbúum bæjarins enda hverfið í útjaðri byggðarinnar. 

Stór fyrirtæki á svæðinu hafa líka verið að kanna hvort þau geti bjargað ýmsum verðmætum, en Grindavík er einn stærsti útgerðarstaður landsins. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að útgerðin Þorbjörn hafi til að mynda leitast eftir því að fá að sækja afurðir sem eru í kæligeymslum og eigi að fara í sölu á erlendum mörkuðum. Stærsta útgerðin á svæðinu er svo Vísir, sem Síldarvinnslan keypti í fyrra fyrir á fjórða tug milljarða króna. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
2
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
3
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
4
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
2
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár