Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum

Ver­ið er að kanna það að ráð­ast í um­fangs­mikla verð­mæta­björg­un í Grinda­vík. Þar búa 3.720 manns á yf­ir þús­und heim­il­um. Um gríð­ar­lega mannafls­freka að­gerð er því um að ræða. Stór flutn­ings­fyr­ir­tæki hafa boð­ið fram að­stoð.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum
Bið Löng bílaröð myndaðist í gær þegar ákveðið var að hleypa litlum hluta íbúa í Grindavík inn í bæinn til að sækja nauðsynjar og bjarga verðmætum. Mynd: Golli

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Almannavarnir eru að meta möguleika á almennri verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi kom fram að verkefnið væri gríðarstórt. Á því svæði innan bæjarmarka Grindavíkur sem skilgreint hefur verið með mestri áhættu, eru afar stór hluti íbúðarhúsa bæjarbúa.

Mat og undirbúningur viðbragðsaðila snúist því fyrst og síðast um hvernig slík aðgerð færi fram, að leggja mat á þann tímaramma sem slíkt verkefni hefði, og hvaða tíma það tæki. „Gert er ráð fyrir að hvert heimili þurfi um 10 manns til að tæma heimilið á 8 klukkustundum.

Einnig er verið að meta þann kost að bjarga eingöngu lausamunum, ekki húsgögnum eða stærri heimilistækjum.“

Yfir eitt þúsund heimili

Í Grindavík bjuggu 3.720 manns í lok september og í sveitarfélaginu eru yfir eitt þúsund heimili. Alls eru 770 erlendir ríkisborgarar skráðir í búsetu í Grindavík, eða um 20 prósent íbúa. Gera má ráð fyrir því að hluti erlendra íbúa hið minnsta sé ekki með jafn breitt bakland og innfæddir til að aðstoða við verðmætabjörgun.

Í tilkynningunni frá lögreglu og Almannavörnum kom fram að framkvæmd áætlunar sem þeirrar sem verið er að undirbúa krefjist mikils mannafla og að það sé mikill ábyrgðarhluti að senda svo stóran hóp fólks sem þarf til, inn á hættusvæðið. „Öryggi fólks er alltaf í fyrsta sæti. Í augnablikinu er staðan þannig að ekki er hægt að útiloka að gos hefjist fyrirvara lítið eða fyrirvara laust í þeim hluta bæjarins sem er metinn á mesta hættusvæðinu. Ákvörðun um hvort, og þá hvenær farið verði í slíka aðgerð, byggist á mati vísindamanna á yfirvofandi hættu, og hvort sá tímagluggi sem þarf í verkefnið, sé til staðar.“

 Fyrir liggi að stór flutningafyrirtæki hafa boðið fram aðstoð sína og aðkoma þeirra yrði hluti af slíkri aðgerð. „En það er rétt að ítreka að öryggi fólks er alltaf í fyrirrúmi og það verður ekki sent inn á svæðið í þeim fjölda sem þarf til, nema öryggi þess sé eins tryggt og kostur er. Ef og þegar eldgos hefst og það kemur upp utan byggðarinnar verður staðan metin á ný, hvort hægt verði að framkvæma slíka verðmætabjörgun.“

Frá því að Grindavík var rýmd á föstudag með afar skömmum fyrirvara hefur meginþorra íbúa verið meinað að fara heim til sín til að sækja nauðsynjar eða bjarga verðmætum af öryggisástæðum. Fyrir liggur að margir yfirgáfu heimili sín með lítinn farangur og því er fólki farið að vanta ýmislegt. Reynt hefur verið að mæta þeim þörfum með frjálsum framlögum, meðal annars í gegnum Rauða krossinn eða á Facebook-síðunni „Aðstoð við Grindvíkinga“. 

Fyrirtæki vilja líka fá að fara inn

Einu íbúarnir sem hafa fengið að fara heim til sín í nokkrar mínútur eru þeir sem búa í Þorkötlustaðarhverfi, en það er lítið brot af íbúum bæjarins enda hverfið í útjaðri byggðarinnar. 

Stór fyrirtæki á svæðinu hafa líka verið að kanna hvort þau geti bjargað ýmsum verðmætum, en Grindavík er einn stærsti útgerðarstaður landsins. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að útgerðin Þorbjörn hafi til að mynda leitast eftir því að fá að sækja afurðir sem eru í kæligeymslum og eigi að fara í sölu á erlendum mörkuðum. Stærsta útgerðin á svæðinu er svo Vísir, sem Síldarvinnslan keypti í fyrra fyrir á fjórða tug milljarða króna. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár