Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin

„Hlust­ið á vís­inda­fólk,“ seg­ir sjálf­boða­liði hjá Dýrfinnu og bein­ir orð­um sín­um til yf­ir­valda. „Ef vís­inda­fólk er að láta vita að það gæti ver­ið gluggi þá þarf að nýta þann glugga til að að­stoða dýr­in. Okk­ur ber skylda til þess að hjálpa dýr­un­um.“

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin
Vel búin Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, er við einn lokunarpóstinn að Grindavík, tilbúin að fara inn í bæinn að sækja dýr sem þar urðu eftir. Mynd: Golli

„Þetta eru bara ótrúlega sorglegar aðgerðir,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi aðeins veitt íbúum eins lítils hverfis, Þórkötlustaðahverfis, sem stendur austan við Grindavík, leyfi til að fara inn á svæðið. Dýrfinna og fjöldi annarra dýraverndunarsamtaka hefur sett saman nokkur teymi fólks sem er tilbúið að fara inn í bæinn og sækja dýr sem þar urðu eftir er bærinn var rýmdur á föstudagskvöldið.

Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni um hádegi kom fram að það væri mat vísindamanna, eftir stöðufund í morgun, að svigrúm væri til tímabundinna aðgerða til að sækja nauðsynjar í Grindavík og nágrenni. Það er hins vegar ekki á valdi vísindamannanna að taka endanlega ákvörðun um hvort fólki sé hleypt inn á lokunar- og rýmingarsvæði heldur lögreglustjóra. Og hans ákvörðun liggur nú fyrir.

„Við erum ekki alveg að skilja alla þessa upplýsingaóreiðu sem er til staðar,“ segir Sandra. Tilkynning Veðurstofunnar hafi borið með sér að fólk gæti komist inn á svæðið, margir hafi lagt af stað í þeim tilgangi að sækja dýrin sín en komið að harðlæstum lokunarpóstum. Hún segir ákvörðun lögreglustjórans stangast á við mat vísindamanna og að það sé sorglegt ef hægt hefði verið að fara aðrar leiðir. „Það þyrfti í raun að hlusta á vísindafólk og hafa aðgerðir í samræmi við ábendingar þess. Ef það er gluggi þá á fólk að geta sótt dýrin sín.“

Tugir katta auk kanína, hamstra, hænsna, dúfna og fleiri dýra lokuðust inni í Grindavík í kjölfar rýminganna. Margir íbúar höfðu farið úr bænum áður en til þeirra kom, og séð til þess að dýrin hefði nóg að bíta og brenna til skamms tíma, enda ætlun allra að snúa fljótt aftur heim. Ákvörðun um rýmingu var tekin með stuttum fyrirvara og margir kettir úti og ekki náðist að finna þá í tæka tíð.

Að minnsta kosti 62 kettir

„Við vinnum að sameiginlegu markmiði, öll dýraverndunarsamtök sem er annt um dýr, að fara inn í Grindavík og sækja dýr sem eigendur geta ekki sótt sjálfir,“ sagði Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, við ljósmyndara og blaðamann Heimildarinnar, þar sem hún var stödd við einn lokunarpóstinn að Grindavík.

ForgangskortiðDýraverndarsamtök hafa útbúið forgangskort sem sýnir hvar kettir eru í bænum sem eru ýmist læstir inni, líklega úti eða að verða matar- og drykkjarlausir.

Hópar frá samtökunum voru staddir við alla lokunarpósta að bænum, í bílum fullum af búrum, fellibúrum og „alls konar tækjum og búnaði til að sækja þessi dýr“. Hún sagði fulltrúa samtakanna vera að bíða eftir „fyrsta tækifæri“ til að komast inn. Að minnsta kosti 62 kettir eru í Grindavík að sögn Hönnu. Hún telur mjög líklegt að mörg dýranna séu skelfd eftir alla jarðskjálftana og því séu teymin búin róandi spreyjum. Allir í hópunum séu með mikla og langa reynslu af því að handsama hrædd dýr.

Hanna var með þrjú búr í fanginu er blaðamaður ræddi við hana „því ég gat ekki borið fleiri“. 

Ótrúlega sárt

„Við erum búin að fá ótrúlega margar hringingar núna frá fólki sem er að reyna að komast inn á svæðið og ná í dýrin sín en fá bara neitun sem er ótrúlega sárt fyrir þau,“ segir Sandra um stöðuna sem upp er komin. „Þannig að það er ekki möguleiki núna fyrir fólk að sækja dýrin sín. Þannig að það er örvænting og óreiða í gangi.“

SjálfboðaliðiSandra Ósk Jóhannsdóttir er sjálboðaliði hjá Dýrfinnu.

Dýrfinna hafði frumkvæði að því í gær að óska eftir upplýsingum frá Grindvíkingum um dýr sem ekki tókst að taka með er bærinn var rýmdur. Gríðarlega margir höfðu samband og hafa samtökin útbúið ítarlega lista og kort yfir hvar dýr bæjarins eru. „Þau dýr sem eru í forgangi hjá okkur eru þau sem eru læst inni og þau sem eru matar- og vatnslítil,“ segir Sandra. Ef teymi samtakanna fengju að fara inn á svæðið myndu þau fyrst fara á þau heimili. Settir hafa verið á laggirnar nokkrir aðgerðarhópar sem gætu á skömmum tíma farið um ákveðin fyrir fram skilgreind svæði og safnað dýrunum. Einn hópur myndi svo sérstaklega einbeita sér að því að fanga dýr sem eru úti.

Lítið hugað að dýrum

Tæp þrjú ár eru síðan að fyrsta gosið á Reykjanesi varð frá upphafi þrettándu aldar. Ljóst var þá þegar, að mati vísindamanna, að gostímabil, með eldgosum og hléum, væri hafið. Sú hefur verið raunin og þrjú gos orðið á skömmum tíma. Þá hefur langt og mikið skjálftatímabil nú staðið yfir vikum saman og landris verið óvenju mikið við fjallið Þorbjörn. Viðbragðsáætlanir voru smíðaðar en aldrei var haft samband við Dýrfinnu, samtaka sem þekkt eru fyrir góð störf við að finna týnd dýr, vegna þeirra. „Við höfum ekki séð neitt um nein dýr í nokkrum rýmingaráætlunum,“ segir Sandra. „Þetta er mikið áhyggjuefni, sérstaklega fyrir framtíðina. Við erum núna komin á nýtt gostímabil og það þarf að gera ráð fyrir dýrunum. Það hefur greinilega ekki verið gert núna sem er mjög mikið áhyggjuefni.“ Vegna þessa sé mjög þungt hljóðið í félagsmönnum allra helstu dýraverndunarsamtaka Íslands.

Lifandi dýr mikilvægari en hlutir

Í tilkynningu frá almannavörnum eftir hádegi, þar sem ákvörðun lögreglustjórans var tíunduð, var tekið fram að íbúar Þórkötlustaðahverfis fengju að fara inn á svæðið en eingöngu til að sækja „gæludýr og ómissandi eigur“. Áður hefur oftast aðeins verið talað um að sækja nauðsynjar og verðmæti í tilkynningum og viðtölum við yfirvöld. „Það hlýtur að segja sig svolítið sjáft að lifandi dýr er mikilvægara en hlutir sem hægt er að endurnýja,“ segir Sandra með áherslu. „Það er ekki hægt að bera saman dauða hluti og lífverur.“

Skilaboð Söndru til yfirvalda eru skýr: „Hlustið á vísindafólk. Ef vísindafólk er að láta vita að það gæti verið gluggi þá þarf að nýta þá glugga til að aðstoða dýrin. Okkur ber skylda til þess að hjálpa dýrunum.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Erna Hákonar skrifaði
    Sorgleg þessi þrjóska. Hér er góðhjarta fólk að bjóðast til að fara inn til að bjarga dýrunum og þau hefðu öll getað verið komin á öruggan stað núþegar. Er engin samviska hjá löggunni? Bjargið dýrunum.
    0
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Sorglegt að Lögreglustjóri leyfi ekki fólki að ná í dýrin sín, er það of mikið vesen fyrir hann að standa í því. Of mikið álag? Ræður hann ekki við verkefnið??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár