Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin

„Hlust­ið á vís­inda­fólk,“ seg­ir sjálf­boða­liði hjá Dýrfinnu og bein­ir orð­um sín­um til yf­ir­valda. „Ef vís­inda­fólk er að láta vita að það gæti ver­ið gluggi þá þarf að nýta þann glugga til að að­stoða dýr­in. Okk­ur ber skylda til þess að hjálpa dýr­un­um.“

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin
Vel búin Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, er við einn lokunarpóstinn að Grindavík, tilbúin að fara inn í bæinn að sækja dýr sem þar urðu eftir. Mynd: Golli

„Þetta eru bara ótrúlega sorglegar aðgerðir,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi aðeins veitt íbúum eins lítils hverfis, Þórkötlustaðahverfis, sem stendur austan við Grindavík, leyfi til að fara inn á svæðið. Dýrfinna og fjöldi annarra dýraverndunarsamtaka hefur sett saman nokkur teymi fólks sem er tilbúið að fara inn í bæinn og sækja dýr sem þar urðu eftir er bærinn var rýmdur á föstudagskvöldið.

Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni um hádegi kom fram að það væri mat vísindamanna, eftir stöðufund í morgun, að svigrúm væri til tímabundinna aðgerða til að sækja nauðsynjar í Grindavík og nágrenni. Það er hins vegar ekki á valdi vísindamannanna að taka endanlega ákvörðun um hvort fólki sé hleypt inn á lokunar- og rýmingarsvæði heldur lögreglustjóra. Og hans ákvörðun liggur nú fyrir.

„Við erum ekki alveg að skilja alla þessa upplýsingaóreiðu sem er til staðar,“ segir Sandra. Tilkynning Veðurstofunnar hafi borið með sér að fólk gæti komist inn á svæðið, margir hafi lagt af stað í þeim tilgangi að sækja dýrin sín en komið að harðlæstum lokunarpóstum. Hún segir ákvörðun lögreglustjórans stangast á við mat vísindamanna og að það sé sorglegt ef hægt hefði verið að fara aðrar leiðir. „Það þyrfti í raun að hlusta á vísindafólk og hafa aðgerðir í samræmi við ábendingar þess. Ef það er gluggi þá á fólk að geta sótt dýrin sín.“

Tugir katta auk kanína, hamstra, hænsna, dúfna og fleiri dýra lokuðust inni í Grindavík í kjölfar rýminganna. Margir íbúar höfðu farið úr bænum áður en til þeirra kom, og séð til þess að dýrin hefði nóg að bíta og brenna til skamms tíma, enda ætlun allra að snúa fljótt aftur heim. Ákvörðun um rýmingu var tekin með stuttum fyrirvara og margir kettir úti og ekki náðist að finna þá í tæka tíð.

Að minnsta kosti 62 kettir

„Við vinnum að sameiginlegu markmiði, öll dýraverndunarsamtök sem er annt um dýr, að fara inn í Grindavík og sækja dýr sem eigendur geta ekki sótt sjálfir,“ sagði Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, við ljósmyndara og blaðamann Heimildarinnar, þar sem hún var stödd við einn lokunarpóstinn að Grindavík.

ForgangskortiðDýraverndarsamtök hafa útbúið forgangskort sem sýnir hvar kettir eru í bænum sem eru ýmist læstir inni, líklega úti eða að verða matar- og drykkjarlausir.

Hópar frá samtökunum voru staddir við alla lokunarpósta að bænum, í bílum fullum af búrum, fellibúrum og „alls konar tækjum og búnaði til að sækja þessi dýr“. Hún sagði fulltrúa samtakanna vera að bíða eftir „fyrsta tækifæri“ til að komast inn. Að minnsta kosti 62 kettir eru í Grindavík að sögn Hönnu. Hún telur mjög líklegt að mörg dýranna séu skelfd eftir alla jarðskjálftana og því séu teymin búin róandi spreyjum. Allir í hópunum séu með mikla og langa reynslu af því að handsama hrædd dýr.

Hanna var með þrjú búr í fanginu er blaðamaður ræddi við hana „því ég gat ekki borið fleiri“. 

Ótrúlega sárt

„Við erum búin að fá ótrúlega margar hringingar núna frá fólki sem er að reyna að komast inn á svæðið og ná í dýrin sín en fá bara neitun sem er ótrúlega sárt fyrir þau,“ segir Sandra um stöðuna sem upp er komin. „Þannig að það er ekki möguleiki núna fyrir fólk að sækja dýrin sín. Þannig að það er örvænting og óreiða í gangi.“

SjálfboðaliðiSandra Ósk Jóhannsdóttir er sjálboðaliði hjá Dýrfinnu.

Dýrfinna hafði frumkvæði að því í gær að óska eftir upplýsingum frá Grindvíkingum um dýr sem ekki tókst að taka með er bærinn var rýmdur. Gríðarlega margir höfðu samband og hafa samtökin útbúið ítarlega lista og kort yfir hvar dýr bæjarins eru. „Þau dýr sem eru í forgangi hjá okkur eru þau sem eru læst inni og þau sem eru matar- og vatnslítil,“ segir Sandra. Ef teymi samtakanna fengju að fara inn á svæðið myndu þau fyrst fara á þau heimili. Settir hafa verið á laggirnar nokkrir aðgerðarhópar sem gætu á skömmum tíma farið um ákveðin fyrir fram skilgreind svæði og safnað dýrunum. Einn hópur myndi svo sérstaklega einbeita sér að því að fanga dýr sem eru úti.

Lítið hugað að dýrum

Tæp þrjú ár eru síðan að fyrsta gosið á Reykjanesi varð frá upphafi þrettándu aldar. Ljóst var þá þegar, að mati vísindamanna, að gostímabil, með eldgosum og hléum, væri hafið. Sú hefur verið raunin og þrjú gos orðið á skömmum tíma. Þá hefur langt og mikið skjálftatímabil nú staðið yfir vikum saman og landris verið óvenju mikið við fjallið Þorbjörn. Viðbragðsáætlanir voru smíðaðar en aldrei var haft samband við Dýrfinnu, samtaka sem þekkt eru fyrir góð störf við að finna týnd dýr, vegna þeirra. „Við höfum ekki séð neitt um nein dýr í nokkrum rýmingaráætlunum,“ segir Sandra. „Þetta er mikið áhyggjuefni, sérstaklega fyrir framtíðina. Við erum núna komin á nýtt gostímabil og það þarf að gera ráð fyrir dýrunum. Það hefur greinilega ekki verið gert núna sem er mjög mikið áhyggjuefni.“ Vegna þessa sé mjög þungt hljóðið í félagsmönnum allra helstu dýraverndunarsamtaka Íslands.

Lifandi dýr mikilvægari en hlutir

Í tilkynningu frá almannavörnum eftir hádegi, þar sem ákvörðun lögreglustjórans var tíunduð, var tekið fram að íbúar Þórkötlustaðahverfis fengju að fara inn á svæðið en eingöngu til að sækja „gæludýr og ómissandi eigur“. Áður hefur oftast aðeins verið talað um að sækja nauðsynjar og verðmæti í tilkynningum og viðtölum við yfirvöld. „Það hlýtur að segja sig svolítið sjáft að lifandi dýr er mikilvægara en hlutir sem hægt er að endurnýja,“ segir Sandra með áherslu. „Það er ekki hægt að bera saman dauða hluti og lífverur.“

Skilaboð Söndru til yfirvalda eru skýr: „Hlustið á vísindafólk. Ef vísindafólk er að láta vita að það gæti verið gluggi þá þarf að nýta þá glugga til að aðstoða dýrin. Okkur ber skylda til þess að hjálpa dýrunum.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Erna Hákonar skrifaði
  Sorgleg þessi þrjóska. Hér er góðhjarta fólk að bjóðast til að fara inn til að bjarga dýrunum og þau hefðu öll getað verið komin á öruggan stað núþegar. Er engin samviska hjá löggunni? Bjargið dýrunum.
  0
 • LBE
  Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
  Sorglegt að Lögreglustjóri leyfi ekki fólki að ná í dýrin sín, er það of mikið vesen fyrir hann að standa í því. Of mikið álag? Ræður hann ekki við verkefnið??
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Mest lesið

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
1
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
4
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
6
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
7
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
8
Aðsent

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

„Þeg­ar „meng­un­ar­veik­in“ er ann­ars veg­ar er fátt um bjarg­ir“

Ragn­heið­ur Þor­gríms­dótt­ir, hross­a­rækt­andi og ábú­andi á jörð­inni Kúlu­dalsá í Hval­fjarð­ar­sveit, seg­ir að veik­indi og dauða hest­anna henn­ar megi rekja til stór­iðj­unn­ar á Grund­ar­tanga. Nú í fe­brú­ar veikt­ust tvo af hross­um henn­ar og þurfti að fella þau. Hún ræð­ir þetta mál í að­sendri grein til Heim­ild­ar­inn­ar.
Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
10
Fréttir

Ol­íu­dreif­ing keyr­ir á raf­magni – vilja draga úr út­blæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
2
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
6
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár