Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur var gestur í Vikulokunum á RÚV í morgun, þar sem hann útskýrði hættuna á sprengigosi úti fyrir Reykjanesskaga. Hann benti á að skjálftarnir hefðu fært sig að sjónum. „Ef þetta er kvikugangur sem hefur farið alla leið, eins og skjálftarnir sýna, þá er hann kominn út í sjó, undir grunnsvæðið. Ef kvikan fer þar upp og það verður gos, þá fáum við öskugos,“ sagði hann. „Við köllum það sprengigos, en þetta verður aldrei neitt svakalega öflugt sprengigos. Við erum ekki að tala um gos eins og í Heklu eða Öræfajökli, eða þess háttar. Aflið í gosinu myndi verða svipað því sem við myndum fá ef gosið væri upp á landi.“
Hætta á gusthlaupi
Munurinn er hins vegar sá að utankomandi vatn hraðkælir kvikuna. „Þá sundrast hún meira og myndar meira af ösku. Þá er allt sem kemur upp miklu fínna í korninu. …
Athugasemdir