Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fertugur faðir með bumbu“ og diplómu í dansi er landsliðið í karókí

Karókí­s­öngv­ari þarf að hafa góða stjórn á rödd­inni. Það veit Hann­es Þórð­ur Haf­stein Þor­valds­son sem var upp­götv­að­ur af um­boðs­manni Norð­ur­land­anna í karókí á norsk­um bar í vor. Hann­es fékk boð sem hann gat ekki hafn­að: Að taka þátt í heims­meist­ara­keppn­inni í karókí, fyrst­ur Ís­lend­inga.

Á stóra sviðinu Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson söng lagið Bella Maria de mi alma,sem Antonio Banderas söng eftirminnilega í kvikmyndinni Mambo Kings árið 1992, í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í karaoke sem fer fram í Panama um helgina. Úrslitin ráðast á morgun.

Alla virka daga mætir Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson lyfjafræðingur í vinnuna hjá Matvælastofnun þar sem hann starfar sem fagsviðsstjóri. Í frítíma sínum syngur Hannes í kór, eins og svo margir Íslendingar, en söngáhugi hans nær lengra. Hannes er mikill áhugamaður um karókí og áhuginn hefur nú leitt hann í mikla ævintýraför, alla leið til Panama þar sem heimsmeistarakeppnin í karókí nær hápunkti um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda í heimsmeistarakeppnina í karókí, Karaoke World Championships, og má það þakka umboðsmanni Norðurlandanna í karókí sem uppgötvaði Hannes á karókí-bar í Noregi í vor.  

„Ég var nú bara í sakleysi mínu að eyða dauðum tíma í vinnuferð í Osló og dunda mér við að syngja. Umboðsmaðurinn fyrir Norðurlöndin var þar og nálgaðist mig þegar ég var búinn að syngja tvö, þrjú lög. Hann var bara svona hrifinn greinilega og þekkti hæfileikana um leið,“ segir Hannes. Umboðsmaðurinn …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár