Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fertugur faðir með bumbu“ og diplómu í dansi er landsliðið í karókí

Karókí­s­öngv­ari þarf að hafa góða stjórn á rödd­inni. Það veit Hann­es Þórð­ur Haf­stein Þor­valds­son sem var upp­götv­að­ur af um­boðs­manni Norð­ur­land­anna í karókí á norsk­um bar í vor. Hann­es fékk boð sem hann gat ekki hafn­að: Að taka þátt í heims­meist­ara­keppn­inni í karókí, fyrst­ur Ís­lend­inga.

Á stóra sviðinu Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson söng lagið Bella Maria de mi alma,sem Antonio Banderas söng eftirminnilega í kvikmyndinni Mambo Kings árið 1992, í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í karaoke sem fer fram í Panama um helgina. Úrslitin ráðast á morgun.

Alla virka daga mætir Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson lyfjafræðingur í vinnuna hjá Matvælastofnun þar sem hann starfar sem fagsviðsstjóri. Í frítíma sínum syngur Hannes í kór, eins og svo margir Íslendingar, en söngáhugi hans nær lengra. Hannes er mikill áhugamaður um karókí og áhuginn hefur nú leitt hann í mikla ævintýraför, alla leið til Panama þar sem heimsmeistarakeppnin í karókí nær hápunkti um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda í heimsmeistarakeppnina í karókí, Karaoke World Championships, og má það þakka umboðsmanni Norðurlandanna í karókí sem uppgötvaði Hannes á karókí-bar í Noregi í vor.  

„Ég var nú bara í sakleysi mínu að eyða dauðum tíma í vinnuferð í Osló og dunda mér við að syngja. Umboðsmaðurinn fyrir Norðurlöndin var þar og nálgaðist mig þegar ég var búinn að syngja tvö, þrjú lög. Hann var bara svona hrifinn greinilega og þekkti hæfileikana um leið,“ segir Hannes. Umboðsmaðurinn …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár