Alla virka daga mætir Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson lyfjafræðingur í vinnuna hjá Matvælastofnun þar sem hann starfar sem fagsviðsstjóri. Í frítíma sínum syngur Hannes í kór, eins og svo margir Íslendingar, en söngáhugi hans nær lengra. Hannes er mikill áhugamaður um karókí og áhuginn hefur nú leitt hann í mikla ævintýraför, alla leið til Panama þar sem heimsmeistarakeppnin í karókí nær hápunkti um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda í heimsmeistarakeppnina í karókí, Karaoke World Championships, og má það þakka umboðsmanni Norðurlandanna í karókí sem uppgötvaði Hannes á karókí-bar í Noregi í vor.
„Ég var nú bara í sakleysi mínu að eyða dauðum tíma í vinnuferð í Osló og dunda mér við að syngja. Umboðsmaðurinn fyrir Norðurlöndin var þar og nálgaðist mig þegar ég var búinn að syngja tvö, þrjú lög. Hann var bara svona hrifinn greinilega og þekkti hæfileikana um leið,“ segir Hannes. Umboðsmaðurinn …
Athugasemdir