„Ég er ekki búinn að fara í bað í marga mánuði. Þegar maður býr í gistiskýlinu er maður oft svo búinn á því. Ég meika ekki einu sinni að éta,“ segir Njáll Skarphéðinsson sem er heimilislaus. Hann er staddur á Austurvelli sem oftar, og bendir á styttuna af Jóni Sigurðssyni með orðunum: „Hann sagði: „Hér stend ég og get ekki annað.“ En ég stend hér og get annað,“ segir Njáll.
Honum er mikið niðri fyrir. Heldur á bjór og sígarettu. Kappið hefur þó borið hann ofurliði þennan dag því það var alls ekki Jón Sigurðsson, baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslendinga hvers fæðingardagur var síðar gerður að þjóðhátíðardegi, sem sagði þetta heldur Marteinn Lúther, sá er lúterska kirkjan er kennd við. Það var árið 1521 sem þýski munkurinn Marteinn Lúther kom fyrir þingið í Worms, mælti fyrir siðbót sinni og sagði: „Hér stend ég og get ekki annað, svo hjálpi mér guð, …
Athugasemdir