Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“

Heim­ilda­mynd er í vænd­um um Unu Guð­munds­dótt­ur. Mynd­inni er leik­stýrt af Guð­mundi Magnús­syni sem von­ast til að hægt verði að gefa verk­ið út eft­ir ár ef til tekst að safna nægi­legu fjár­magni.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“
Una Guðmundsdóttir Unnið er að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur en leikstjóri hennar segir erfitt að stoppa því sögurnar séu svo margar. Mynd: Aðsend

Guðmundur Magnússon hefur unnið að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur, miðil og áðurnefnda völvu Suðurnesja, síðan árið 2009. Vinnuheiti myndarinnar er Góða nótt, Völva Suðurnesja. 

Una í Sjólyst eða Garði, eins og hún var gjarnan kölluð, fæddist árið 1894 og var þekkt fyrir náðargáfu sína er kom að andlegum málefnum og líkamlegum kvillum. Una lést árið 1978. 

„Síðan árið 2009 er ég búinn að vera að safna heimildum um þessa konu og finna ljósmyndir og kvikmyndir. Það er enn þá að koma fólk til mín hvaðanæva að af landinu sem hefur mjög merkilegar sögur að segja þannig að Una verður alltaf merkilegri og merkilegri,“ segir leikstjórinn.

Áhuginn

Guðmundur segist mikill áhugamaður um sagnfræði og ólst sjálfur upp í Garði. Um Unu segir hann: „Hún er bara svo stór partur af sögunni að það er ekki hægt að fara fram hjá því. Hún var svo merkileg og allir sem að hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni.“ 

„Hún var svo merkileg og allir sem hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni“
Guðmundur Magnússon

Árið 1969 var bókin Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss gefin út um Unu. „Mér skilst að eftir að bókin kom út að þá hafi hún ekki fengið frið fyrir fólki. Það var biðröð fyrir utan hjá Unu af fólki sem vantaði hjálp þannig að hún þurfti að fara út á land.“ 

Þó er mörgu hægt að bæta við söguna að mati Guðmundar: „Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug.“ Fyrir þremur árum var húsi Unu breytt í minjahús þar sem gestir geta kynnst sögu hennar og var Guðmundur einn þeirra sem stóð að því verkefni. 

Guðmundur MagnússonÍ Unuhúsi.

Það er ekki einungis saga og störf Unu sem heilla leikstjórann heldur er það einnig ævi Stefaníu Guðríðar Kristvinsdóttur, stúlku sem Una tók að sér og ól upp. Báðar tvær voru áberandi í félagsstarfi en Stefanía lést um aldur fram, aðeins 27 ára, og eru þær Una jarðaðar undir sama legsteini. 

Það getur reynst krefjandi að finna fjármagn fyrir verkefni eins og Góða nótt, Völva Suðurnesja en Guðmundur segir það einnig strembið að stoppa heimildavinnuna. „Þetta er búið að vera lengi í smíðum en það er aðallega vegna þess að það er erfitt að fá fjármagn og það er erfitt að hætta vegna þess að það er alltaf meira og meira að koma í ljós.“ 

Guðmundur vonast til þess að myndin, framleidd af Steinboga kvikmyndagerð, geti komið út á næsta ári. Inni á vefsíðu Karolina Fund er að nálgast nánari upplýsingar um efni myndarinnar og einnig hægt að styrkja gerð hennar með fjárframlögum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár