Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð

Tíu þing­menn þeirra á með­al Jó­dís Skúla­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir frá Vinstri græn­um segja að rík­is­stjórn Ís­lands hafi lát­ið hjá líða að for­dæma árás­ir Ísra­els­hers á Gaza. Þau vilja að ut­an­rík­is­ráð­herra geri það og kalli einnig eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi. Mann­rétt­inda­sér­fræð­ing­ar segja þjóð­armorð yf­ir­vof­andi á Gaza. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir ríkj­um heims skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð.

Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð
Talið að um 1000 börn séu grafin undir húsarústum á Gaza Rústir Al Bureij flóttamannabúðanna í Gazaborg fimmtudaginn 2. nóvember. Mynd: Ashraf Amra/AFP

Ríkisstjórnin hefur nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sem hafa farið fram úr öllu hófi og brjóta bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins þann 26. október síðastliðinn.“

Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tíu þingmenn eru skrifaðir fyrir tillögunni sem þingflokkur Pírata ætlar að leggja fram. Þar segir meðal annars: „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, til þess að koma megi …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
    Greinilegt er, að margir íslenskir þingmenn þekkja enn ekki skilgreininguna á þjóðarmorði. Má ég vinsamlegast leggja til að menn afli sér nægilegrar menntunar til að setjast á þjóðþing landsins. Hamas, hryðjuverkasamtök, sem margir Íslendingar styðja, hafa hvatt til þjóðarmorða á Ísraelsmönnum og gyðingum almennt; Of margir Íslendingar vilja helst leika sér við slíkt lið.
    -4
    • Ingólfur Gíslason skrifaði
      Þjóðarmorð: vísvitandi aðgerðir til að útrýma tiltekinni þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trúarhópi að hluta eða í heild. Klárlega það sem Ísrael er að gera núna gagnvart Palestínumönnum og hefur verið að gera síðan að minnsta kosti 1948. Ég man til dæmis þegar ég kom til Ísrael 1995, að Ísraelsbúarnir vildu aldrei tala um Palestínumenn, héldu því fram að þeir væru „bara arabar“ og ættu helst að hypja sig yfir til Jórdaníu til hinna arabanna. Þjóðarmorð felst nefnilega ekki eingöngu í bókstaflegum drápum á fólki (þó það fylgi oft, eins og við horfum upp á núna). Það felst líka í því að reyna að eyða sjálfsmynd fólks, minningum, örnefnum, öllu sem gerir hópinn að „þjóð“.
      6
    • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
      Nei Ingólfur, þjóð, sem hefur farið í gegnum þjóðarmorð (Gyðingar/Ísraelsmenn), sem fær að vita að nágrannar henni hafi í hyggju að útrýma henni, opnar ekki spítala sína fyrir þjóð sem ætlar sér að útrýma henni. Þú hefur ekki lesið alla greinargerð SÞ, eða kannski þarftu ný gleraugu. Nú þegar vígamenn (Hamas fara um og myrða fólk eru við hins vegar komin yfir í skilgreininguna "útrýming þjóðar að hluta til". Svo stendur eftir að Palestína hefur aldrei verið til sem þjóðríki og þeir sem kalla sig Palestínumenn eru mjög sundurleitur hópur, sumir hafa búið lengi, aðrir skemur við botn Miðjarðarhafs. Sumir þeirra eru reyndar komnir af gyðingum sem neyddir voru undir Íslam, t.d. á Gaza, það var líka þjóðarmorð, en framið fyrir tíma þar sem slíkur ósómi á ekki að eiga sér stað. Margir Íslendingar styðja samtök sem hafa útrýmingu Ísraelsríkis og morð á öllum gyðingum í stefnuskrá sinni. Margir Íslendingar eru því meðsekir í tilraunum til þjóðarmorðs á gyðingum. En vitaskuld geta menn haft aðrar skoðanir, sér í lagi ef þeir hata gyðinga nægilega mikið. Margir slíkir einstaklingar búa á Íslandi. Þeim er einnig hægt að stefna fyrir hvatningar til Þjóðarmorða á gyðingum, t.d. þeim sem styðja Hamas.
      -2
    • Þórhildur Ævarsdóttir skrifaði
      Sæll Vilhjálmur Örn. Ég hef sannarlega aflað mér menntunar á sviði þjóðarréttar og sérhæfði mig raunar í alþjóðlegum refsirétti, mannúðarrétti öðru nafni og er með meistaragráðu í þeim fræðum. Mér er þar af leiðandi mjög kunnugt um skilgreininguna á þjóðarmorði. Vill þrátt fyrir það benda þér á að engrar menntunar er krafist til þess að setjast á þjóðþing landsins enda á Alþingi með réttu að innihalda þversnið þjóðarinnar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu