Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“

Bjarni Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra Ís­lands, seg­ir það sem gerð­ist í Jabalia-flótta­manna­búð­un­um á Gaza „skelfi­legt“ en að það hafi ekki ver­ið árás held­ur hafi Ísra­el­ar ver­ið að verja sig gegn hryðju­verka­mönn­um. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna tel­ur loft­árás Ísra­ela á búð­irn­ar, þar sem um 200 manns féllu, geta ver­ið stríðs­glæp.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“
Orðaskak Bjarni Benediktsson vill ekki nota orðið árás um árás Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra,“ svaraði fréttamaður NRK. Mynd: Skjáskot

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Það heyrðist mér.“

Þannig brást utanríkisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, við spurningu fréttamanns norska ríkisútvarpsins á blaðamannafundi utanríkisráðherra á Norðurlandaþingi í Ósló í gær. Fréttamaðurinn hafði spurt ráðherrana hvaða orð þeir myndu nota um árás Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar.

Það kom hik á fréttamanninn við svar Bjarna en svo sagði hann: „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra.“

Bjarni greip fram í og hélt áfram: „Ef þú ert að biðja mig að bregðast við árás á flóttamannabúðir, þá ertu að segja að það hafi verið árás á flóttamannabúðir.“

„Ég skil,“ sagði fréttamaðurinn, „leyfðu mér að umorða þetta: Hvaða orð myndir þú nota yfir það sem Ísraelar hafa gert í tengslum við Jabalia-flóttamannabúðirnar?“

Gegn alþjóðalögum

„Sko, það fer eftir því hvernig þú nálgast þetta,“ svaraði ráðherrann íslenski þá. „Eins og ég sé þetta er í gangi stríð gegn hryðjuverkamönnum. Allt það sem gerist, eins og við höfum séð í fjölmiðlum í flóttamannabúðum, er algjörlega skelfilegt. Eitthvað sem ætti alltaf að forðast. Er gegn alþjóðalögum. En þú getur ekki slitið þetta úr samhengi. Það eru hryðjuverkamenn núna að berjast gegn Ísraelum, þeir eru enn að því. Og það er ákveðið viðbragð við því. Við höfum séð mörg dæmi þess að hryðjuverkamenn noti almenna borgara sem skildi. Og það er það sem gerir þetta gríðarlega flókið. Þannig að það sem við erum að sjá í fjölmiðlum er skelfilegt og hryggir okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við köllum eftir mannúðarvopnahléi.“

Setið hjá um mannúðarhlé

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat á föstudag hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að mannúðarvopnahléi yrði komið á tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza tvo daga í röð og er talið að um 200 manns hafi látið lífið við árásina. Ísraelsk stjórnvöld segja árásina hafa verið gerða til að fella háttsetta Hamas-liða og fullyrða að það ætlunarverk hafi náðst. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ sagði nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í gær.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?"
    Fréttamaðurinn átti að kalla þetta sínu rétta nafni, slátrun.
    Netanjahu er að komast í hóp mestu íllmenna sögunnar.
    1
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Skömm er að!
    1
  • Thorey Thorkelsdottir skrifaði
    https://www.dagbladet.no/nyheter/sa-du-angrep/80443330
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hann er bara einsog alltaf i Vafningum , Falson og öðru smastussi her og þar.

    Þinn timi er löngu kominn B.B. lattu þig hverfa i þinni luxus ibuð sem þu "gleymdir"
    að telja fram og skilaðu til baka þessum milljörðum sem voru afskrifaðar a sinum tima.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skelfilegt. Á hvaða stað er þessi ráðherra?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það þarf að losna við BB. Hann er þjóðinni til skammar.
    7
  • Kári Jónsson skrifaði
    Íslensk stjórnvöld hafa tapað öllum áttum og þar með mennsku sinni í stuðningi við stríðsglæpamanninn og forsætis í Ísrael, sem gengur fram af miklu offorsi og GRIMMD á Casa þessa daganna, sem og undangengin ár og áratugi og alþjóðasamfélagið hefur horft á með blinda auganu, sannarlega er það hryðjuverk þegar Hamas ræðst á almenna borgara í Ísrael. Ísland verður að krefjast vopnahlés í öllum stríðsátökum og tala fyrir FRIÐI stanslaust og ef það hefur farið framhjá Bjarna Ben utanríkis, þá hafa íslensk stjórnvöld samþykkt sjálfstæði Palenstínu rétt einsog sjálfstæði Ísraels. það er skylda stjórnvalda að hér fari saman hljóð og mynd.
    9
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hefur maðurinn rétt til að tala svona fyrir hönd okkar Íslendinga?
    8
  • Halldóra Hafdís Arnardóttir skrifaði
    Ógeðfelldur málaflutningur hjá utanríkisráðherra 🤮
    9
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það er gott að vita að utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins er með morðum á börnum á Gasa. En ég hélt að utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn VG liða, og þá eru VG liðar meðmæltir ?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu