Það er merkilega algengt að sömu handritshugmyndir sveimi um Hollywood þannig að skyndilega koma tvær stórmyndir samtímis um nokkurn veginn sama efni, sama sumarið, en það er öllu sjaldgæfara í íslenska jólabókaflóðinu, þótt vissulega komi fyrir að sömu hugmyndir svífi niður Laugaveginn, eins og Andri Snær orðaði það í Draumalandinu forðum. En þetta jólabókaflóð ganga persónur og leikendur úr Kambsráninu, nærri 200 ára glæpamáli, aftur í tveimur mismunandi sögulegum skáldsögum.
„Margir hafa sagt þessa sögu en hver með sínu nefi,“ stendur snemma í bók Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, og seinna kemur fram að „Um tíma var sagt að annar hver maður í Tangavík gengi með skáldsögu í maganum um þessa atburði“.
Ég veit ekki hvort hann sá Ófeig Sigurðsson fyrir sér þegar hann skrifaði þessar setningar, en hann er að skrifa um sömu atburði í Far heimur, far sæll. Hver veit, kannski hittust þeir reglulega á sömu …
Athugasemdir (1)