Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Testósterón, adrenalín og viskí

Það er aug­ljóst að Skúli Sig­urðs­son, höf­und­ur Manns­ins frá Sao Pau­lo, nýt­ur þess að skrifa og það skil­ar sér til les­and­ans. Mein­ið er bara að sag­an er allt, allt of löng og spennu­stig­ið er svo lágt að það er nán­ast und­ir frost­marki.

Testósterón, adrenalín og viskí
Höfundurinn Skúli Sigurðsson Mynd: Edda Karítas Baldursdóttir
Bók

Mað­ur­inn frá São Pau­lo

Höfundur Skúli Sigurðsson
Drápa
432 blaðsíður
Niðurstaða:

Maðurinn frá Sao Paulo er ágætlega stíluð saga þar sem sögulegum staðreyndum er fimlega fléttað saman við skáldskap. Sagan er þó æði langdregin og spennustig undir frostmarki.

Gefðu umsögn

Morð er framið í Reykjavík árið 1977. Leigubílstjóri er skotinn í hnakkann og aðstæður á vettvangi eru þannig að talað er um aftöku. Lögreglumaðurinn Héðinn Vernharðsson er ungur og blautur á bakvið eyrun, en byrjar að rannsaka málið. 

Páll Ósvaldsson, hinn myrti bílstjóri, reynist hafa verið nasisti sem átti ansi myrka fortíð. Hann var útsendari Gestapo í Danmörku á stríðsárunum, njósnaði um andspyrnumenn og sveik marga í fangelsi og jafnvel útrýmingarbúðir. Þegar leigjandi Páls heitins, Þjóðverjinn Karl Günther Schmidt, er svo numinn á brott kemur fljótlega í ljós að Héðinn og félagar hans hjá rannsóknarlögreglunni eiga í höggi við harðsvíraða nasistaveiðara sem einskis svífast.

Sagan gerist að mestu í Reykjavík 1977 en nokkuð ört er svissað á milli tímaskeiða. Hún hefst í Rostov í Úkraínu 1942, þegar herdeildarlæknirinn Josef Mengele bjargar lífi tveggja manna, og berst til Suður-Ameríku eftir stríðið, þegar nefndur Mengele fer þar huldu höfði og landi hans Karl Günther Schmidt – sá sem hann bjargaði í Rostov – er þar einnig staddur áður en hann fær aðstoð Páls Ósvaldssonar til þess að komast til Íslands. 

Maðurinn frá Sao Paulo sver sig í ætt njósnarasagna af gamla skólanum. Árið 1977 er heldur ekki hlaupið með DNA-sýni inn á rannsóknarstofur í tíma og ótíma. Ónei. Sakamálarannsókn Héðins og félaga tekur stökk fram á við þegar sígarettustubbur af ákveðinni tegund (sem finnst á morðvettvangi) er borinn saman við sígarettupakka sem finnst á öðrum stað. Gömul ljósmynd sem rifin er á einu horninu og bréfmiði með heimilisfangi eru enn fremur mikilvæg sönnunargögn.

Gömlu njósnarasögurnar og amerísku reyfararnir höfðu yfirleitt sterka karlhetju í forgrunni, svala og klára Bond-týpu. Lesendur fá ekkert að vita um einkalíf Héðins Vernharðssonar. Vitneskjan er bundin við starf hans, hann er rannsóknarfulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, óöruggur með sig lengi framan af, en reynist síðan þrautgóður á raunastund, alveg ólseigur töffari sem reykir mikið og bölvar og býður öllum heiminum birginn. Það er ansi lýsandi fyrir þessa týpu að eftir mikil átök tekur hann eftir „dauni eigin svita“ og finnur þar „blöndu af testósteróni og adrenalíni og kannski viskíi“. (bls. 400). 

Maðurinn frá Sao Paulo er ekki saga sem byggir á flókinni fléttu eða mjög óvæntri lausn. Lausnin liggur nánast fyrir snemma í sögunni og eftir það kemur fátt á óvart. Það er mikið talað, mikið reykt og mikið drukkið af áfengi – eins og lög gera ráð fyrir í þessari tegund bókmennta. Þegar leikar æsast og byssubardögum, slagsmálum, pyntingum og bílaeltingaleikjum er lýst er höfundur í essinu sínu og þá kemur  kaldhamraður og skemmtilegur húmor í ljós. Líkingar eru sumar hverjar ansi hreint frumlegar: „Njáll hljómaði eins og svefndrukkin rolla sem horfir í bílljós“. (bls. 258)  „Héðinn dró ósjálfrátt andann af öllum kröftum og gaf frá sér hljóð eins og mökunarkall elgs“. (bls 334) „Kaffið þótti honum undarlegt, það var dálítið eins og að drekka blómabeð“. (bls 363) 

Það er augljóst að Skúli Sigurðsson, höfundur Mannsins frá Sao Paulo, nýtur þess að skrifa og það skilar sér til lesandans. Hann er ágætur stílisti og hefur hæfileika til þess að setja sig inn í tungutak fortíðar – og honum tekst vel að miðla atriðum sem eru sagnfræðilega rétt og flétta þau saman við skáldskap. 

Meinið er bara að sagan er allt, allt of löng og spennustigið er svo lágt að það er nánast undir frostmarki. Á löngum köflum er hreinlega erfitt að halda sig við lesturinn og kannski mætti segja að ritgleði höfundar beri söguna ofurliði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár