Hæstiréttur Svíþjóðar mun ekki taka fyrir mál Paulo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins, sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í sumar fyrir að hafa grætt plastbarka í fólk fyrir rúmum áratug síðan. Macchiarini sótti um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar eftir að dómurinn á millidómsstigi féll. Hæstiréttur Svíþjóðar sendi frá sér fréttatilkynningu með þessari niðurstöðu í morgun.
Í fréttatilkynningunni segir að hæstiréttur hafi farið í gegnum gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að taka það ekki fyrir. Þar segir að einungis í undantekningartilfellum veiti rétturinn áfrýjunarleyfi í slíkum málum. „Hæstiréttur hefur farið í gegnum gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að það séu ekki forsendur til að veita áfrýjunarleyfi. Niðurstaða réttarins felur það í sér að málið verður ekki tekið upp aftur. Niðurstaðan frá millidómstiginu stendur því.“
Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál sem komið hefur upp í læknisfræði á …
Sjá: https://www.visir.is/g/20222225448d/tjaningarfrelsid-okkar-allra
(sjá alla hlekkina og einnig athugasemdir undir).
Birgir kom hins vegar að eigin sögn á þann hátt að endirráðningarspendurráðningatapurningunni að hann kom í veg fyrir endurráðningu Macchiarini á Karolinska spítalann.
Macchiarini hélt þá áfram á Karolinska Institut (háskólahluta Karolinska) en gerði ekki fleiri aðgerðir á Kasolinska spítalanum. Hann hafði eitthvað verið byrjaður að gera aðgerðir á rússneskum spítala (Krasnordar) og færði klínísku rannsóknirnar þangað, með samþykki Karolinska Institut.
Starfslok Macchiarini á Karolinska spítalanum hafa einhverra hluta vegna fengið meiri athygli á Íslandi en upphaf starfs hans þar. Þó man ég skýrt að ég benti blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni á þetta með upphafið strax árið 2016.