Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefur „gríðarlegar áhyggjur“ af 300 þúsund íbúum Gazaborgar

Ísra­els­her hef­ur í kvöld ráð­ist af miklu afli inn í Gaza með loft­árás­um og land­hern­aði. Síma- og net­sam­band á svæð­inu hef­ur leg­ið niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir. Fram­kvæmda­stjóri palestínska Rauða hálf­mán­ans seg­ist hafa gríð­ar­leg­ar áhyggj­ur af þeim 300 þús­und íbú­um Gaza­borg­ar sem séu fast­ir í borg­inni. Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar sam­þykktu álykt­un um vopna­hlé fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs í kvöld. Ís­land og öll hin Norð­ur­lönd­in, ut­an Nor­eg sátu hjá í at­kvæða­greiðsl­unni.

Hefur „gríðarlegar áhyggjur“ af 300 þúsund íbúum Gazaborgar

Loftárásir Ísraelshers á Gaza hófust eftir að myrkur skall á í kvöld. Ekkert hefur heyrst frá íbúum Gaza frá því að árásirnar hófust því að síma- og netsamband liggur niðri. Framkvæmdastjóri palestínska Rauða hálfmánans segir að ástæða sé til að hafa gríðarlegar áhyggjur af íbúum Gazaborgar í kvöld. Þar séu nú um 300 þúsund manns enn innlyksa og komist hvergi í skjól. Um 2,3 milljónir búa á Gazaströndinni.   

Síma- og netsamband liggur niðri. Fólkið á Gaza er algjörlega einangrað frá heiminum,“ sagði fréttamaður Al Jazeera í kvöld og bætti við að íbúarnir væru skelfingu lostnir.

Ekkert skjól á Gaza

Talsmaður ísraelska hersins hafði sagt að loftárásir á Gazaborg í kvöld yrðu efldar verulega frá því sem verið hefur síðustu daga, sömu sögu væri að segja um landhernað. Hann sagði að íbúar Gazaborgar ættu að koma sér til suðurhluta Gaza áður en árásirnar hæfust.

Framkvæmdastjóri palestínska Rauða …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Ekki beint skynsamlegasta leiðin til að taka á hryðjuverkamönnum með hryðjuverkum á almennum borgurum og fá alla heimsbyggðina upp á móti sér
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár