Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Einstaklega hættulegt skrímsli

Að fjalla um myglu­svepp á þenn­an hátt í barna­bók er frá­bær hug­mynd og vel út­færð.

Einstaklega hættulegt skrímsli
Höfundar Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Bók

Skrímslavina­fé­lag­ið

Höfundur Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Forlagið
132 blaðsíður
Niðurstaða:

Skemmtileg, ærslafull og hressileg saga um eitt helsta skrímsli samtímans.

Gefðu umsögn

Skrímsli eru börnum hugleikin á ákveðnum aldri og skólasystkinin og vinirnir Stefanía og Pétur, aðalsöguhetjurnar í bókinni, eru þar engin undantekning. Þau fara á skrímslaveiðar í skítalæknum á skólalóðinni þar sem þau finna nokkra varasama vatnabobba (sem eru sniglategund ef einhver skyldi velkjast í vafa) og hættuleg hornsíli með horn. Í framhaldinu stofna þau Skrímslavinafélag og við það fer af stað fjörug atburðarás sem minnir stundum á sambland af Ólátagarði Astridar Lindgren og ævintýri vinanna Randalínar og Munda.

Vitundarmiðja sögunnar er hjá Pétri sem er sá varkárari og kvíðnari þeirra vinanna og meiri grúskari og það er hann sem finnur raunverulega skrímslið, skrímsli sem er ósýnilegt en bæði raunverulega hættulegt og getur tekið stjórnina á lífi skólabarna árum saman: hinn ógurlegi myglusveppur! Inn í söguna fléttast svo sígild minni eins og óvinur sem verður vinur eftir hvörf í sögunni, og minna sígild minni eins og norn sem er líka uppfinningakona og á tvö baðkör af því hún vill helst ekki þurfa að fara í bað með hundinum sínum. 

Að fjalla um myglusvepp á þennan hátt í barnabók er frábær hugmynd og vel útfærð. Myglusveppir þyrla upp lífi barna um allt land, skólum er lokað og kennslu þarf að færa annað sem riðlar bæði félagslífi barna og öryggistilfinningu fyrir nú utan hættuna sem heilsu þeirra getur stafað af slíkum skaðvaldi. Það er því við hæfi að myglusveppurinn sé hættulegasta skrímslið og þótt krakkarnir í sögunni séu vinir flestra skrímsla þá eru þau ekki vinir hans. Bókin er fyndin og skemmtileg og auðveld aflestrar fyrir lesendur sem eru að feta sín fyrstu skref,  með stóru línubili og þægilegu letri, myndirnar eru litríkar og líflegar og flæða með textanum sem gera hann enn læsilegri. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár