Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Einstaklega hættulegt skrímsli

Að fjalla um myglu­svepp á þenn­an hátt í barna­bók er frá­bær hug­mynd og vel út­færð.

Einstaklega hættulegt skrímsli
Höfundar Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Bók

Skrímslavina­fé­lag­ið

Höfundur Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Forlagið
132 blaðsíður
Niðurstaða:

Skemmtileg, ærslafull og hressileg saga um eitt helsta skrímsli samtímans.

Gefðu umsögn

Skrímsli eru börnum hugleikin á ákveðnum aldri og skólasystkinin og vinirnir Stefanía og Pétur, aðalsöguhetjurnar í bókinni, eru þar engin undantekning. Þau fara á skrímslaveiðar í skítalæknum á skólalóðinni þar sem þau finna nokkra varasama vatnabobba (sem eru sniglategund ef einhver skyldi velkjast í vafa) og hættuleg hornsíli með horn. Í framhaldinu stofna þau Skrímslavinafélag og við það fer af stað fjörug atburðarás sem minnir stundum á sambland af Ólátagarði Astridar Lindgren og ævintýri vinanna Randalínar og Munda.

Vitundarmiðja sögunnar er hjá Pétri sem er sá varkárari og kvíðnari þeirra vinanna og meiri grúskari og það er hann sem finnur raunverulega skrímslið, skrímsli sem er ósýnilegt en bæði raunverulega hættulegt og getur tekið stjórnina á lífi skólabarna árum saman: hinn ógurlegi myglusveppur! Inn í söguna fléttast svo sígild minni eins og óvinur sem verður vinur eftir hvörf í sögunni, og minna sígild minni eins og norn sem er líka uppfinningakona og á tvö baðkör af því hún vill helst ekki þurfa að fara í bað með hundinum sínum. 

Að fjalla um myglusvepp á þennan hátt í barnabók er frábær hugmynd og vel útfærð. Myglusveppir þyrla upp lífi barna um allt land, skólum er lokað og kennslu þarf að færa annað sem riðlar bæði félagslífi barna og öryggistilfinningu fyrir nú utan hættuna sem heilsu þeirra getur stafað af slíkum skaðvaldi. Það er því við hæfi að myglusveppurinn sé hættulegasta skrímslið og þótt krakkarnir í sögunni séu vinir flestra skrímsla þá eru þau ekki vinir hans. Bókin er fyndin og skemmtileg og auðveld aflestrar fyrir lesendur sem eru að feta sín fyrstu skref,  með stóru línubili og þægilegu letri, myndirnar eru litríkar og líflegar og flæða með textanum sem gera hann enn læsilegri. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár