Grænu landamærin / Zielona granica
Þegar mannkynssagan ratar á hvíta tjaldið, nánast í beinni, geta ótrúlegir hlutir gerst. Fráfarandi ríkisstjórn Póllands hvatti fólk til að sjá þessa mynd ekki, það er varla hægt að fá stærra hrós en það.
Við sjáum nokkrar glaðlegar fjölskyldur í flugvél. Rétt áður en þær lenda eru þeim færðar rauðar rósir: velkomin til Belarús! Þetta eru flóttamenn sem hefur verið lofað betra lífi í Evrópu – landleiðin ætti jú að vera öruggari en sjóleiðin og það er ekki svo langt að pólsku landamærunum.
En þegar þangað kemur er þeim snúið til baka, með hörku og jafnvel ofbeldi – og þau send aftur yfir landamærin. Það sama bíður þeirra hinum megin – þau eru föst í einskismannslandi og mega ekki einu sinni vera þar, landamæraverðir tveggja þjóða reka þau alltaf til baka. Og þetta er norðarlega í Evrópu að vetri til, það er kalt og þau eru matarlaus og geta litla björg sér veitt. Þau eru föst í þessum skógi, Grænu landamærunum sem titillinn vísar til.
Svart-hvít myndatakan og ægifagur en óhugnanlegur skógurinn minna um sumt á myrkustu tíma Evrópu – og það gera aðgerðirnar …
Auðvitað afskaplega átakanlegt fyrir þá einstaklinga sem hafa gleypt þessa lygi og er ekki hleypt inn til Pollands.
En svo eru það landamæriverðirnir í Belarus sem leyfa þeim heldur ekki að snúa við og fara til baka, þeir sem í fyrsta lagi hafa lokkað fólkið þangað. Það vantar væntanlega þá hlið í myndina. Mætti gjarnan fylgjast með einum slíkum, hversu harðsvíraðir þeir eru.