Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki

Á ann­að þús­und starfs­menn vinna við ræst­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­un­um Sól­ar ehf. og Dög­um hf., sem sjá um þrif hjá fjöl­mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um hins op­in­bera. Tæp­lega níu af hverj­um tíu eru kon­ur. Sól­ar ehf held­ur úti lág­marks þjón­ustu í dag og greið­ir kon­um og kvám full laun í verk­fall­inu. Dag­ar gera það ekki en bjóða laun fyr­ir þær kon­ur sem ætla á bar­áttufundi, að höfðu sam­ráði við yf­ir­menn sína.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki
Ræstar út í verkfalli Konur og kvár sem sinna ræstingum eru eins og aðra daga flestar ræstar til vinnu í dag. Að minnsta þær sem starfa hjá Dögum hf. Þær fá þó að mæta á launum á skipulagða dagskrá, í samráði við yfirmenn sína. Kvenkyns og kvár í starfsliði Sólar ehf, ræstingafyrirtækis, fá allan daginn greiddan. Mynd: Shutterstock

„Þennan dag er ljóst að Sólar mun veita lágmarksþjónustu og í ákveðnum tilvikum enga þjónustu. Við hjá Sólar óskum því eftir stuðningi ykkar í þessari baráttu og erum þakklát fyrir sýndan skilning,“ sagði í bréfi sem Einar Hannesson forstjóri ræstingafyrirtækisins Sólar ehf sendi viðskiptavinum sínum fyrir rúmri viku.

Hjá fyrirtækinu starfa í kringum 400 manns við ræstingar ýmissa fyrirtækja og stofnana. Lang stærstur hluti, eða um 85 prósent, eru konur. Fyrirtækið tilkynnti jafnframt starfsmönnum sínum að laun yrðu greidd á kvennaverkfallsdaginn. 

Í dag eru einungis 30 manns við störf hjá fyrirtækinu, flestir í störfum á heilbrigðisstofnunum, sem nauðsynlega varð að manna.

Einar sagðist í samtali við Heimildina þakka það góðu samstarfi við viðskiptavini og starfsfólk að hægt hafi verið að lágmarka viðveru í dag. Konur og kvár sem ekki mæti fái auk daginn greiddan, ekki eingöngu þann tíma sem skipulögð dagskrá er vegna verkfallsins.

Það gera ekki öll fyrirtæki, eins og fram hefur komið. Fyrirtækið Dagar hf., sem er eitt stærsta sinnar tegundar í ræstingaþjónustu og sinnir meðal annars mörgum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ætlar ekki að greiða laun sinna starfskvenna- og kvára í dag, nema þá rétt á meðan á skipulagðri dagskrá stendur á boðuðum útifundum. Þetta var tikynnt starfsmönnum en jafnframt sagt að „reynt yrði eftir fremsta megni“ að verða við því, vilji starfsfólk sækja slíka fundi. Starfsfólk er beðið að ræða útfærslu þess við næsta yfirmann sem fyrst. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár