Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlaði að afþakka fréttastjórastarfið strax í mars en var hótað

Þeg­ar Auð­un Georg Ólafs­son ætl­aði að hætta við að þiggja starf frétta­stjóra Út­varps vor­ið 2005 þá fékk hann skila­boð sem hann túlk­aði sem hót­un. „Þannig að ég upp­lifði að öðr­um meg­in við mig voru brjál­að­ir póli­tík­us­ar en hinum meg­in brjál­að­ir frétta­menn.“

Ætlaði að afþakka fréttastjórastarfið strax í mars en var hótað
Fréttastjóri í einn dag Tilkynnt var um ráðningu Auðun Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps í mars 2005. Hann mætti til starfa 1. apríl sama ár. Sá dagur reyndist eini dagurinn sem hann starfaði hjá ríkisfjölmiðlinum. Mynd: Golli

Auðun Georg Ólafsson segir valdamikla menn hafa hótað því að það myndi hafa afleiðingar fyrir hann og hans nánustu ef hann gerði alvöru úr því að þiggja ekki starf fréttastjóra Útvarps vorið 2005. „Það er í rauninni strax eftir að ég er ráðinn sem fyrsta reiðibylgjan skall á. Þá fann ég að að það yrði alls ekki auðvelt að ganga inn í þetta umhverfi. Þótt ég vildi vel var mikil reiði og vanlíðan hjá starfsfólki sem ágerðist. Mér fannst algerlega ófært fyrir mig að stíga inn í þessar aðstæður. Ég ákvað þá að hætta við, ætlaði ekki að þiggja starfið og lét það berast. Ég fékk þá skilaboð sem ég túlkaði sem hótun.“

Þetta kom fram í í ítarlegu viðtali við Auðun Georg í síðasta tölublað Heimildarinnar, um það sem gerðist frá því að tilkynnt var um ráðningu hans sem fréttastjóra Útvarps í byrjun mars 2005 og þangað til að hann mætti í fyrsta og eina skiptið til starfa þann 1. apríl sama ár. 

Aðspurður um hver skilaboðin sem hann fékk hafi verið segir Auðun Georg að þau hafi snúist um að það væri of seint fyrir hann að bakka út. „Að það væri ekki hægt. Að þá væri þetta orðið bara gjörsamlega stjórnlaus stofnun sem starfsmenn réðu sjálfir yfir. Ég mætti ekki bakka. Ef ég gerði það hefði það mikil eftirmál. Ég myndi finna fyrir afleiðingunum út allt lífið og mínir nánustu líka. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvernig þetta var orðað en þetta var svona megininntakið.“

Hann segir að um símtöl hafi verið að ræða, en að ekkert skriflegt hefði borist honum, hvorki tölvupóstarsms-skilaboð. „En ég man að þetta var mjög trúverðugt og ég hugsaði, já, þetta var aldrei tekið fram í auglýsingunni fyrir starfið. Þetta var orðað mjög skýrt.“

Aðspurður um hvort það hafi verið stjórnmálamenn sem voru að hóta honum segir Auðun Georg að skilaboðin hafi fyrst og fremst borist úr þeirri átt. „Þannig að ég upplifði að öðrum megin við mig voru brjálaðir pólitíkusar en hinum megin brjálaðir fréttamenn.“

Ekki valdamenn í dag

Hann man ekki nákvæmlega hvernig hótanirnar voru orðaðar en að talað hafi verið um að það yrði erfitt fyrir hann að fá annað almennilegt starf. „Ferlið væri komið of langt, það mætti ekki styggja hagsmunaöfl þarna á bak við. Eins og ég segi þetta var inntakið þó ég muni ekki orðalagið nákvæmlega. Mér var sagt að það yrðu lagðir steinar í götu mína það sem ég ætti eftir ólifað og minna nánustu.“

Auðun Georg segir að orðalagið hafi verið óljóst en að hann hafi líka heyrt hótanirnar úr nokkrum öðrum áttum og að þær hafi verið trúverðugar.  Hann vill þó ekki segja frá því hverjir það voru sem hótuðu honum. „Ég stíg fram til að segja mína sögu, en vil ekki henda neinum fyrir lestina. Nefni því ekki nöfn. En þessir menn sem hótuðu mér, þeir eru ekki valdamenn í dag. Geta ekki valdið mér skaða.“

Auðun Georg segir þó að þetta hafi verið fólk sem hann treysti til þess að vera að segja satt. „Þetta var alveg úr ýmsum áttum og kom flatt upp á mig.
Ég upplifði mig mjög einan. Ég hef aldrei verið jafn einmana á ævinni.
Ég var bara algjörlega einn. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að mæta upp í Útvarpshús og láta slag standa.“

Átti gamlan ljótan bíl

Það gerði hann 1. apríl 2005, sem varð fyrsti og eini dagur hans í starfi. „Ég mæti þarna fyrsta daginn til að hitta útvarpsstjóra og verðandi samstarfsfólk mitt. Ég ákvað að fara í flauelsjakkaföt því mér fannst þau svolítið RÚV-leg. Ég átti gamlan, ljótan bíl sem mér fannst ekki nógu flottur fyrir tilefnið og ákvað að vera svolítið grand á því og splæsa í far með leigubíl í nýju vinnuna.“

Fréttamenn útvarps höfðu, þegar þarna var komið við sögu, sagt að þeir gætu ekki unnið undir stjórn Auðuns Georgs. Hann fundaði með þeim þennan dag og þar kom sú skoðun enn frekar fram. Í kjölfarið fór Auðun Georg í viðtal við hádegisfréttir útvarpsins þar sem hann heldur að fréttamaðurinn sem tók viðtalinu hafi verið með spurningar í heyrnartólinu frá öðrum fréttamönnum. Aðrir fréttamiðlar greindu í kjölfarið frá því að Auðun Georg hefði orðið tvísaga í viðtalinu. Hann fór og bað Boga Ágústsson, yfirmann fréttasviðs RÚV, að leysa sig af eftir viðtalið og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að sér væri ekki fært að þiggja starfið. Auðun Georg segist ekkert muna eftir því hvernig hann kom sér heim þennan dag. „Ég man ekki hvernig ég komst. Örugglega pantað mér leigubíl aftur.“

„Jafnmikill leiksoppur og við hin“

Árin liðu svo og fréttastjóramálið var reglulega rifjað upp í fjölmiðlum. Auðun Georg segir að í þeim umfjöllunum hafi ítrekað verið vegið að hans persónu og heilindum. „Í þeim óteljandi upprifjunum og fréttaflutningi hefur enginn fjölmiðill haft fyrir því að óska eftir minni hlið og hvernig ég upplifði þessa daga, ekki fyrr en þið á Heimildinni höfðuð samband.“

Bogi Ágústsson segir í samtali við Heimildina að fréttastjóramálið líði honum seint úr minni enda hafi afskipti útvarpsráðs af því verið fordæmalaus. Tíu umsóknir bárust um starfið og í umsögn Boga, sem var forstöðumaður fréttasviðs RÚV, sem lögð var fyrir útvarpsráð sagði að finn umsækjendur, sem allir störfuðu á fréttastofu útvarps, kæmu helst til greina þrátt fyrir að allir tíu uppfylltu hæfniskröfur. Útvarpsráð, sem var pólitískt skipað, gerði svo tillögu um Auðun Georg. Það hafi verið í eina skiptið sem útvarpsráð hafi tekið ákvörðun þvert gegn vilja fréttastofunar og alls Ríkisútvarpsins. 

Bogi segir að þetta hafi verið alvarlegustu afskipti útvarpsráðs á fréttastofunni sem hann hafi upplifað á 20 ára ferli sem stjórnandi, fyrst sem fréttastjóri sjónvarps og svo sem forstöðumaður fréttasviðs. „Hins vegar var það svo að meðan á þessu stóð áttuðum við okkur ekki á því að Auðun Georg væri jafnmikill leiksoppur og við hin.“

Áskrifendur Heimildarinnar geta lesið viðtalið við Auðun Georg í heild sinni hér. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár