Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlaði að afþakka fréttastjórastarfið strax í mars en var hótað

Þeg­ar Auð­un Georg Ólafs­son ætl­aði að hætta við að þiggja starf frétta­stjóra Út­varps vor­ið 2005 þá fékk hann skila­boð sem hann túlk­aði sem hót­un. „Þannig að ég upp­lifði að öðr­um meg­in við mig voru brjál­að­ir póli­tík­us­ar en hinum meg­in brjál­að­ir frétta­menn.“

Ætlaði að afþakka fréttastjórastarfið strax í mars en var hótað
Fréttastjóri í einn dag Tilkynnt var um ráðningu Auðun Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps í mars 2005. Hann mætti til starfa 1. apríl sama ár. Sá dagur reyndist eini dagurinn sem hann starfaði hjá ríkisfjölmiðlinum. Mynd: Golli

Auðun Georg Ólafsson segir valdamikla menn hafa hótað því að það myndi hafa afleiðingar fyrir hann og hans nánustu ef hann gerði alvöru úr því að þiggja ekki starf fréttastjóra Útvarps vorið 2005. „Það er í rauninni strax eftir að ég er ráðinn sem fyrsta reiðibylgjan skall á. Þá fann ég að að það yrði alls ekki auðvelt að ganga inn í þetta umhverfi. Þótt ég vildi vel var mikil reiði og vanlíðan hjá starfsfólki sem ágerðist. Mér fannst algerlega ófært fyrir mig að stíga inn í þessar aðstæður. Ég ákvað þá að hætta við, ætlaði ekki að þiggja starfið og lét það berast. Ég fékk þá skilaboð sem ég túlkaði sem hótun.“

Þetta kom fram í í ítarlegu viðtali við Auðun Georg í síðasta tölublað Heimildarinnar, um það sem gerðist frá því að tilkynnt var um ráðningu hans sem fréttastjóra Útvarps í byrjun mars 2005 og þangað til að hann mætti í fyrsta og eina skiptið til starfa þann 1. apríl sama ár. 

Aðspurður um hver skilaboðin sem hann fékk hafi verið segir Auðun Georg að þau hafi snúist um að það væri of seint fyrir hann að bakka út. „Að það væri ekki hægt. Að þá væri þetta orðið bara gjörsamlega stjórnlaus stofnun sem starfsmenn réðu sjálfir yfir. Ég mætti ekki bakka. Ef ég gerði það hefði það mikil eftirmál. Ég myndi finna fyrir afleiðingunum út allt lífið og mínir nánustu líka. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvernig þetta var orðað en þetta var svona megininntakið.“

Hann segir að um símtöl hafi verið að ræða, en að ekkert skriflegt hefði borist honum, hvorki tölvupóstarsms-skilaboð. „En ég man að þetta var mjög trúverðugt og ég hugsaði, já, þetta var aldrei tekið fram í auglýsingunni fyrir starfið. Þetta var orðað mjög skýrt.“

Aðspurður um hvort það hafi verið stjórnmálamenn sem voru að hóta honum segir Auðun Georg að skilaboðin hafi fyrst og fremst borist úr þeirri átt. „Þannig að ég upplifði að öðrum megin við mig voru brjálaðir pólitíkusar en hinum megin brjálaðir fréttamenn.“

Ekki valdamenn í dag

Hann man ekki nákvæmlega hvernig hótanirnar voru orðaðar en að talað hafi verið um að það yrði erfitt fyrir hann að fá annað almennilegt starf. „Ferlið væri komið of langt, það mætti ekki styggja hagsmunaöfl þarna á bak við. Eins og ég segi þetta var inntakið þó ég muni ekki orðalagið nákvæmlega. Mér var sagt að það yrðu lagðir steinar í götu mína það sem ég ætti eftir ólifað og minna nánustu.“

Auðun Georg segir að orðalagið hafi verið óljóst en að hann hafi líka heyrt hótanirnar úr nokkrum öðrum áttum og að þær hafi verið trúverðugar.  Hann vill þó ekki segja frá því hverjir það voru sem hótuðu honum. „Ég stíg fram til að segja mína sögu, en vil ekki henda neinum fyrir lestina. Nefni því ekki nöfn. En þessir menn sem hótuðu mér, þeir eru ekki valdamenn í dag. Geta ekki valdið mér skaða.“

Auðun Georg segir þó að þetta hafi verið fólk sem hann treysti til þess að vera að segja satt. „Þetta var alveg úr ýmsum áttum og kom flatt upp á mig.
Ég upplifði mig mjög einan. Ég hef aldrei verið jafn einmana á ævinni.
Ég var bara algjörlega einn. Það var því ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að mæta upp í Útvarpshús og láta slag standa.“

Átti gamlan ljótan bíl

Það gerði hann 1. apríl 2005, sem varð fyrsti og eini dagur hans í starfi. „Ég mæti þarna fyrsta daginn til að hitta útvarpsstjóra og verðandi samstarfsfólk mitt. Ég ákvað að fara í flauelsjakkaföt því mér fannst þau svolítið RÚV-leg. Ég átti gamlan, ljótan bíl sem mér fannst ekki nógu flottur fyrir tilefnið og ákvað að vera svolítið grand á því og splæsa í far með leigubíl í nýju vinnuna.“

Fréttamenn útvarps höfðu, þegar þarna var komið við sögu, sagt að þeir gætu ekki unnið undir stjórn Auðuns Georgs. Hann fundaði með þeim þennan dag og þar kom sú skoðun enn frekar fram. Í kjölfarið fór Auðun Georg í viðtal við hádegisfréttir útvarpsins þar sem hann heldur að fréttamaðurinn sem tók viðtalinu hafi verið með spurningar í heyrnartólinu frá öðrum fréttamönnum. Aðrir fréttamiðlar greindu í kjölfarið frá því að Auðun Georg hefði orðið tvísaga í viðtalinu. Hann fór og bað Boga Ágústsson, yfirmann fréttasviðs RÚV, að leysa sig af eftir viðtalið og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að sér væri ekki fært að þiggja starfið. Auðun Georg segist ekkert muna eftir því hvernig hann kom sér heim þennan dag. „Ég man ekki hvernig ég komst. Örugglega pantað mér leigubíl aftur.“

„Jafnmikill leiksoppur og við hin“

Árin liðu svo og fréttastjóramálið var reglulega rifjað upp í fjölmiðlum. Auðun Georg segir að í þeim umfjöllunum hafi ítrekað verið vegið að hans persónu og heilindum. „Í þeim óteljandi upprifjunum og fréttaflutningi hefur enginn fjölmiðill haft fyrir því að óska eftir minni hlið og hvernig ég upplifði þessa daga, ekki fyrr en þið á Heimildinni höfðuð samband.“

Bogi Ágústsson segir í samtali við Heimildina að fréttastjóramálið líði honum seint úr minni enda hafi afskipti útvarpsráðs af því verið fordæmalaus. Tíu umsóknir bárust um starfið og í umsögn Boga, sem var forstöðumaður fréttasviðs RÚV, sem lögð var fyrir útvarpsráð sagði að finn umsækjendur, sem allir störfuðu á fréttastofu útvarps, kæmu helst til greina þrátt fyrir að allir tíu uppfylltu hæfniskröfur. Útvarpsráð, sem var pólitískt skipað, gerði svo tillögu um Auðun Georg. Það hafi verið í eina skiptið sem útvarpsráð hafi tekið ákvörðun þvert gegn vilja fréttastofunar og alls Ríkisútvarpsins. 

Bogi segir að þetta hafi verið alvarlegustu afskipti útvarpsráðs á fréttastofunni sem hann hafi upplifað á 20 ára ferli sem stjórnandi, fyrst sem fréttastjóri sjónvarps og svo sem forstöðumaður fréttasviðs. „Hins vegar var það svo að meðan á þessu stóð áttuðum við okkur ekki á því að Auðun Georg væri jafnmikill leiksoppur og við hin.“

Áskrifendur Heimildarinnar geta lesið viðtalið við Auðun Georg í heild sinni hér. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár