Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Móri og Skotta í bíó

Í Smáralind­ar Móra slæst Bryn­hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir í fríð­an flokk höf­unda á borð við Æv­ar Þór Bene­dikts­son og Hildi Knúts­dótt­ur og vef­ur sam­an þjóð­sagna­arf­inn og nú­tím­ann í óhugn­an­legri en jafn­framt skemmti­legri drauga­sögu sem hverf­ist um Smáralind­ina.

Móri og Skotta í bíó
Höfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir
Bók

Smáralind­ar Móri

Höfundur Brynhildur Þórarinsdóttir
Forlagið
104 blaðsíður
Niðurstaða:

Vel skrifuð nútímadraugasaga um afturgöngur þjóðsagnanna og hlutverk þeirra í nútímanum.

Gefðu umsögn

Draugar, nornir, skrímsli og annar hryllilegur efniviður hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá börnum og unglingum. Ástæðurnar eru ýmsar að mati sérfræðinga:  fólk á öllum aldri nýtur þess að virkja efnafræði óttans í líkamanum án þess að þurfa að taka raunverulega áhættu, hvort sem það er í rússíbana eða við áhorf á hræðilegri bíómynd. Rökhugsunin og forvitnin stælast við að hugsa sig út að jaðri raunveruleikans og velta fyrir sér viðbrögðum við því sem þar kynni að leynast.

Við það að lifa sig inn í hrollvekjur gefst börnum kostur á að æfa sig að vera hrædd, ná tökum á óttanum í vernduðu umhverfi og verða jafnvel í framhaldinu hugrökk, í stuttu máli sagt: nýta sér ímyndaðar aðstæður til að kljást við mjög svo raunverulegar tilfinningar á öruggan hátt. 

Undanfarin ár hefur komið út hérlendis hver hressilega hrollvekjan af annarri fyrir börn sem virðast þó aldrei fá nóg af vampýrum, varúlfum og sombíum svo nokkur skrímsli séu nefnd. Í Smáralindar Móra slæst Brynhildur Þórarinsdóttir í fríðan flokk höfunda á borð við Ævar Þór Benediktsson og Hildi Knútsdóttur og vefur saman þjóðsagnaarfinn og nútímann í óhugnanlegri en jafnframt skemmtilegri draugasögu sem hverfist um Smáralindina.

Brynhildur er mörgum kynslóðum barnabókalesenda að afar góðu kunn en hún hefur skrifað fyrir börn síðan árið 1997. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Leyndardóm ljónsins sem kom út árið 2004 og Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum en meðal þeirra má nefna Njálu, Eglu og Laxdælu. Hún er einnig í forsvari fyrir Barnabókasetur, sem er rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri.

„Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga.“

 

Sagan hefst 10. október árið 2000, árið áður en Smáralindin var opnuð. Í fyrsta kafla fara tveir vinir í  háskalega heimsókn á harðlokað byggingarsvæðið sem hefur alvarlegar afleiðingar. Næsti kafli gerist akkúrat ári síðar þegar við fylgjum nokkrum vinkonum sem skemmta sér vel á opnunarhátíð verslunarmiðstöðvarinnar þar til ein þeirra hverfur skyndilega. Allir kaflar bókarinnar gerast svo 10.10. mismunandi ár þar sem afmælisdagar Smáralindar eru raktir hver af öðrum fram til 10. október 2022, óhugnaðurinn ágerist og atburðarásin skýrist smám saman á meðan draugarnir verða æ hressari. 

Þessi frásagnarháttur virkar mjög vel. Við sjáum sumar persónur þroskast og vaxa úr grasi, aðrar ekki, og óhugnaðinum er haldið við með því að gefa stundum innsýn í hugarheim drauganna sem eru byggðir á þekktum minnum úr þjóðsögunum, mórum og skottum. Mórar voru unglingsdrengir sem voru vaktir upp frá dauðum og voru yfirleitt í mórauðum stökkum eða peysum. Skotturnar voru unglingsstúlkur sem voru vaktar upp á sama hátt, með hefðbundin höfuðföt kvenna á 18. öld en báru þau yfirleitt öfugt á höfðinu og svo sugu þær á sér puttana. Skottur og mórar voru yfirleitt ættarfylgjur en fylgdu líka húsum.

Allt þetta leikur höfundur sér með og færir í nútímabúning, til dæmis hvernig óskunda draugarnir geta látið sér detta í hug með heila Smáralind að veði. Hér má til dæmis nefna ærsladraugagang í bíó þar sem poppi er beitt til hrellingar. Annað sem er vel gert í þessari bók er að hryllingnum er eiginlega aldrei lýst beint og  fátt sagt berum orðum heldur gefið í skyn að eitthvað hafi gerst, hvort sem er draugagangurinn eða atburðir og örlög sögupersónanna. Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga. 

Innra eintal drauganna er vel útfært og það hvernig þau eru ekki meðvituð um ástand sitt á meðan þau missa samt smám saman tengslin við raunveruleikann. Minnir um margt á hugarástand drauganna í glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig frá 2010, og sýnir hvernig venjulegir krakkar geta orðið að köldum og sinnulitlum draugum þegar tenging við lifandi fólk og raunheima trosnar. 

Tímaferðalagið er líka hin besta skemmtun en Brynhildur hefur áður sýnt hæfileika í tíðarandatúrisma í bókinni Ungfrú fótbolti sem kom út árið 2019 en gerðist 1980. Saga Smáralindar er sögð gegnum afmælisdagana og meðfram því er þróun og tíðarandi í afmælishaldi verslunarmiðstöðvar sýnd, frá því að ókeypis klippingum, bolum og derhúfum var nánast troðið upp á viðskiptavini í tilefni opnunardagsins og fram til dagsins í dag þegar sykurský, frostpinnar og blöðrudýr eru á boðstólum. Um leið er tæpt á sögu þjóðarinnar undanfarin 22 ár, í uppgangi, í hruni, í farsótt og á árunum á milli. 

Myndlýsingar Elíasar Rúna auka á vídd sögunnar og óhugnað og brjóta textann upp á hátt sem gerir bókina þægilegri aflestrar fyrir lesendur sem eru að byrja að lesa þyngri bækur með alvarlegri texta. 

Smáralindar Móri er lipurlega skrifuð og vel útfærð nútímaútgáfa af draugasögunum sem kynslóðum saman fengu forforeldra okkar, börn og fullorðna til að skjálfa á beinunum þegar hausta tók og rökkrið læddist að. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár