Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum

Fram­færsla, lífs­kjör og rétt­indi fatl­aðra barna eru helstu bar­áttu­mál nýs for­manns Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands. „Ég veit hvernig það er að mæta hindr­un­um og for­dóm­um í kerf­inu.“

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum
Nýr formaður Alma Ýr Ingólfsdóttir ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi.“ Mynd: Silja Rut Thorlacius

„Þeir hafa verið ótrúlega skemmtilegir, krefjandi og langir. Ég er spennt fyrir því sem mín bíður,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um fyrstu dagana á stóli formanns.

Alma Ýr var kjörin formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi réttindasamtakanna í byrjun mánaðarins. Hún hefur starfað á skrifstofu ÖBÍ í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks og fannst formennskan rökrétt næsta skref. „Við erum að berjast með aðildarfélögunum okkar og svo erum við að veita ráðgjöf og þá fékk maður þetta beint í æð hvað það er sem er raunverulega að gerast. Það endurspeglast af götunni inn á borð til okkar. Það er það sem fékk mig til að hugsa að kannski maður ætti að láta reyna á þetta, vitandi og hafandi og búandi að þessari reynslu og þekkingu.“

Alma Ýr var 17 ára gömul þegar hún fékk blóðsýkingu í kjölfar heilahimnubólgu sem olli því að hún missti báða fótleggi og framan af fingrum. Tólf árum eftir veikindin fékk hún hlaupafætur frá Össuri sem breyttu lífi hennar. Hún segir reynsluna skipta máli í starfi hennar sem formaður ÖBÍ. „Ég hef ákveðna sýn inn í þennan raunveruleika. Ég veit hvernig það er að mæta hindrunum og fordómum og kerfinu, þó svo að ég geti talað um mig sem algjöra forréttindakonu í þeim efnum, þá veit ég alveg hvað felst í þessu. Þú gætir aldrei verið í þessu ef þú ættir ekki þá reynslu að baki.“

Formannskjörið var æsispennandi, Alma Ýr hlaut 57 atkvæði en Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði og stjórnarkona í stjórn Blindrafélagsins, 56. Það kom Ölmu Ýri ekki á óvart hversu jöfn baráttan var. „Það er pínu lúxusvandamál hjá ÖBÍ að hafa tvo frambærilega frambjóðendur sem gerði þetta enn þá meira spennandi og gaf meiri vigt inn í aðildarfélögin og baráttuna að þetta sé staða sem fólk sækist eftir. Maður fer ekkert í svona nema að hafa brennandi áhuga og gera þetta af hugsjón og virðingu við málaflokkinn. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir ótrúlega fjölbreyttum og stórum hópi sem í raun telur 15 prósent af þjóðinni.“  

„Það er engin hallarbylting í gangi“

Alma Ýr ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi. Þetta eru alltaf ákveðnar stoðir sem þarf að fylgja fast áfram. Stærsta stoðin er alltaf framfærsla og lífskjör, almannatryggingakerfið. Það er ákveðin vinna í gangi og við munum halda áfram í henni og gefa ekkert eftir í þeim efnum.“

Eitt af helstu baráttumálum Ölmu Ýrar í kosningabaráttunni voru málefni barna en hún hefur miklar áhyggjur af fötluðum börnum. „Gífurlegar áhyggjur. Og það endurspeglast kannski mest í því að það er ekki fyrir hendi viðeigandi stuðningur og þjónusta sem þyrfti að vera. Hvernig stendur á því að það eru svona margir biðlistar og það eru svona mörg börn á biðlistum? Hvað veldur þessum biðlistum? Hvað þýðir það að vera á biðlista? Þetta er ótrúleg flækja sem þarf að greiða úr. Ég trúi því ekki að þetta þurfi að vera svona.“ Alma Ýr segir farsældarlöggjöfina ekki ná að greiða úr þessari flækju. „Þetta er kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur og ég vil ekki sjá þetta svona. Ég mun beita mér mjög mikið fyrir þessu.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár