Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum

Fram­færsla, lífs­kjör og rétt­indi fatl­aðra barna eru helstu bar­áttu­mál nýs for­manns Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands. „Ég veit hvernig það er að mæta hindr­un­um og for­dóm­um í kerf­inu.“

Þekkir það að mæta hindrunum og fordómum
Nýr formaður Alma Ýr Ingólfsdóttir ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi.“ Mynd: Silja Rut Thorlacius

„Þeir hafa verið ótrúlega skemmtilegir, krefjandi og langir. Ég er spennt fyrir því sem mín bíður,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um fyrstu dagana á stóli formanns.

Alma Ýr var kjörin formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi réttindasamtakanna í byrjun mánaðarins. Hún hefur starfað á skrifstofu ÖBÍ í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks og fannst formennskan rökrétt næsta skref. „Við erum að berjast með aðildarfélögunum okkar og svo erum við að veita ráðgjöf og þá fékk maður þetta beint í æð hvað það er sem er raunverulega að gerast. Það endurspeglast af götunni inn á borð til okkar. Það er það sem fékk mig til að hugsa að kannski maður ætti að láta reyna á þetta, vitandi og hafandi og búandi að þessari reynslu og þekkingu.“

Alma Ýr var 17 ára gömul þegar hún fékk blóðsýkingu í kjölfar heilahimnubólgu sem olli því að hún missti báða fótleggi og framan af fingrum. Tólf árum eftir veikindin fékk hún hlaupafætur frá Össuri sem breyttu lífi hennar. Hún segir reynsluna skipta máli í starfi hennar sem formaður ÖBÍ. „Ég hef ákveðna sýn inn í þennan raunveruleika. Ég veit hvernig það er að mæta hindrunum og fordómum og kerfinu, þó svo að ég geti talað um mig sem algjöra forréttindakonu í þeim efnum, þá veit ég alveg hvað felst í þessu. Þú gætir aldrei verið í þessu ef þú ættir ekki þá reynslu að baki.“

Formannskjörið var æsispennandi, Alma Ýr hlaut 57 atkvæði en Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði og stjórnarkona í stjórn Blindrafélagsins, 56. Það kom Ölmu Ýri ekki á óvart hversu jöfn baráttan var. „Það er pínu lúxusvandamál hjá ÖBÍ að hafa tvo frambærilega frambjóðendur sem gerði þetta enn þá meira spennandi og gaf meiri vigt inn í aðildarfélögin og baráttuna að þetta sé staða sem fólk sækist eftir. Maður fer ekkert í svona nema að hafa brennandi áhuga og gera þetta af hugsjón og virðingu við málaflokkinn. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir ótrúlega fjölbreyttum og stórum hópi sem í raun telur 15 prósent af þjóðinni.“  

„Það er engin hallarbylting í gangi“

Alma Ýr ætlar að halda áfram á þeirri vegferð sem ÖBÍ var undir stjórn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. „Það er engin hallarbylting í gangi. Þetta eru alltaf ákveðnar stoðir sem þarf að fylgja fast áfram. Stærsta stoðin er alltaf framfærsla og lífskjör, almannatryggingakerfið. Það er ákveðin vinna í gangi og við munum halda áfram í henni og gefa ekkert eftir í þeim efnum.“

Eitt af helstu baráttumálum Ölmu Ýrar í kosningabaráttunni voru málefni barna en hún hefur miklar áhyggjur af fötluðum börnum. „Gífurlegar áhyggjur. Og það endurspeglast kannski mest í því að það er ekki fyrir hendi viðeigandi stuðningur og þjónusta sem þyrfti að vera. Hvernig stendur á því að það eru svona margir biðlistar og það eru svona mörg börn á biðlistum? Hvað veldur þessum biðlistum? Hvað þýðir það að vera á biðlista? Þetta er ótrúleg flækja sem þarf að greiða úr. Ég trúi því ekki að þetta þurfi að vera svona.“ Alma Ýr segir farsældarlöggjöfina ekki ná að greiða úr þessari flækju. „Þetta er kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur og ég vil ekki sjá þetta svona. Ég mun beita mér mjög mikið fyrir þessu.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár