Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefur okkur farið aftur frá árinu 1975?

Sú mynd er dreg­in upp af kon­um að þær þurfi á börn­um og móð­ur­hlut­verk­inu að halda til að rata rétta leið til and­legs þroska í líf­inu.

Hefur okkur farið aftur frá árinu 1975?
Uppeldi Þar þykir vissulega sjálfsagt að mæður vinni utan heimilis en lítið er fjallað um hvernig gengur að sameina vinnu og/eða nám og móðurhlutverkið. Mynd: Unsplash

Okkur er tamt að hugsa um jafnrétti sem línulega þróun. Að með tímans rás munum við óhjákvæmilega stefna í rétta átt. Með smá þolinmæði muni þetta allt saman koma. Ég þarf varla að telja upp allt það sem hefur áunnist frá 1975 þegar konur fóru síðast í heils dags kvennafrí/verkfall. Það er nú talið sjálfsagt að konur, og mæður, mennti sig og vinni utan heimilis. Við höfum gott aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrofi. Við tölum um ofbeldi (með misgóðum árangri reyndar) en þegjum það ekki í hel. Fatlaðar konur eiga möguleika á persónulegri notendastýrðri aðstoð og opinberlega eru fleiri en ein eða tvær hinsegin konur á landinu. Það þarf varla að telja upp það sem vantar upp á heldur. Við þurfum launajafnrétti, einkum hvað varðar ólíkt virði „kvenna- og karlastarfa“. Við þurfum full mannréttindi fyrir fatlaðar konur og við þurfum þess sárlega að ríkið hætti að beita konur á flótta kerfisbundnu ofbeldi. Við þurfum öryggi fyrir trans konur og trans stelpur þessa lands.

En jafnrétti er ekki alltaf línuleg þróun. Stundum fer okkur aftur, eða framþróunin er í það minnsta ekki alltaf alveg augljós. Síðastliðið ár höfum við Annadís Greta Rúdólfsdóttir, samstarfskona mín, legið yfir viðtölum við mæður sem birtust í fjölmiðlum annars vegar á tímum hins fyrsta kvennaverkfalls árið 1975 og svo hins vegar í nútímanum. Margt forvitnilegt hefur þar komið í ljós. Fyrir fimmtíu árum börðust konur fyrir því að geta verið mæður en einnig einstaklingar sem eiga sér vonir og drauma handan móðurhlutverksins. Í fjölmiðlaviðtölunum mótmæltu þær því leynt og ljóst að vera bundnar innan heimilisins án möguleika á því að þroskast sem manneskjur í námi og starfi. Þær ræddu því móðurhlutverkið sem eitthvað sem gæti hindrað þær í að lifa sínu besta lífi. Þannig segir ein móðir frá því að áður en hún fór að vinna utan heimilisins hafi henni leiðst heima hjá sér og bara beðið eftir að börnin kæmu úr skólanum og eiginmaðurinn úr vinnunni til að heyra allt um þeirra dag. Hún átti sér ekki sjálfstætt líf heldur gleypti húsmóðurhlutverkið hana. Í viðtölunum sem birtust á 8. áratugnum má einnig sjá að mæðurnar vilja vera góðar jafnréttisfyrirmyndir fyrir börnin sín. Þær ala börnin upp með jafnréttishugsjón, drengjum er til að mynda kennt að sinna heimilisstörfum. Mæðrunum finnst jákvætt að barnið þurfi að læra að hugsa um sínar eigin þarfir ef þær eru ekki heima um miðjan dag þegar þau koma heim úr skólanum. Það efli sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Hluti mæðranna sem var til viðtals í íslenskum fjölmiðlum á árunum 1970–1979, ræðir um hugmyndir samfélagsins um hlutverk kvenna eins og þær séu hámenntaðar í félagsfræði eða kynjafræði, sem þær þó eru ekki.

„Erum við kannski ekki komnar jafnlangt og við viljum vera láta hvað varðar það að teljast fullgildar manneskjur á okkar eigin forsendum?“

Í viðtölum við mæður í nútímanum kveður við allt annan tón. Þar þykir vissulega sjálfsagt að mæður vinni utan heimilis en lítið er fjallað um hvernig gengur að sameina vinnu og/eða nám og móðurhlutverkið. Raunar er öll umræða um kerfislægar hindranir eða stöðu kvenna og mæðra í þjóðfélaginu víðs fjarri. Ekkert er rætt um hvaða sýn samfélagið hefur á hlutverk mæðra og hvernig sú sýn getur verið hindrun í átt að fullu jafnrétti kynjanna. Ekkert er heldur rætt um kerfislægar hindranir sem voru konum á 8. áratugnum svo huglægar. Einstaklingshyggjan hefur gegnsýrt okkur svo að við eigum ekki lengur tæki og tól til að ræða um samfélagsleg öfl og hver samfélagslegur skilningur á hlutverki kvenna er. Í það minnsta gerum við það ekki í opinberum viðtölum. Konur á 8. áratugnum höfðu þó það, þó margt hefðu þær ekki. Í dag sjáum við ekki samfélagið heldur bara einstaklinga sem lifa hver í sínu horni sem ættu allir að keppast við fullkomnun og andlegan þroska með einstaklingsbundinni íhugun. Þessi einstaklingshyggja hefur gríðarleg áhrif á það hvernig við skiljum uppeldishlutverk okkar og hvernig við skiljum hlutverk kvenna og mæðra.

Móðurhlutverkið er kynnt sem einstaklingsbundið val – en þó val sem er svo upphafið og dásamað að hver sú kona sem ekki velur það fer á mis við persónulegan þroska. Undirliggjandi skilaboðin eru þau að barnlaus kona geti aldrei orðið besta útgáfan af sjálfri sér. Sú mynd er dregin upp af konum að þær þurfi á börnum og móðurhlutverkinu að halda til að rata rétta leið til andlegs þroska í lífinu. Erum við kannski ekki komnar jafnlangt og við viljum vera láta hvað varðar það að teljast fullgildar manneskjur á okkar eigin forsendum?

Einstaklingshyggjan ýtir undir samkeppni í stað samvinnu og samkeppni ýtir undir að við keppumst við að ná fullkomnun. Þetta á meðal annars við um uppeldishlutverkið. Börnin sem koma til tals í fjölmiðlaviðtölum í dag eru upphafin, lýsingar á þeim eru langar og stóryrtar. Þeim er lýst sem litlum gúrúum, snillingum, og heimilið kynnt sem staður þar sem markviss vitsmunaleg örvun fer fram þeim til heilla sem einstaklingum. Móðurhlutverkið er þannig ekki lengur persónulegt samband sem byggir á ást og virðingu heldur verkefni sem mæður þurfa að vinna á fullkomlega réttan hátt til að fá fullkomlega réttu útkomuna hjá litlu snillingunum. Það er ekki að undra að í fjölmiðlaviðtölum nútímans sé tilvist barnanna upphafin – því við lítum á börnin sem verkefni, sem viðurkenningarskjal fyrir þrotlausa vinnu fórnfúsra mæðra. Þessa dýnamík var ekki að finna í fjölmiðlaviðtölunum á tímum Rauðsokkanna. Jafnréttis- og sjálfstæðisuppeldi 8. áratugarins er nú víðs fjarri og samkeppni einstaklinganna um fullkomið uppeldi hefur tekið yfir.

Ein afleiðing af því að við ræðum ekki lengur um kerfislægar hindranir kvenna að fullgildri þátttöku í samfélaginu er sú að nú heyrast þau sjónarmið að líklega sé best að skera niður leikskólavist barna. Að við höfum gengið of langt, leikskólar séu beinlínis hættulegir. Engar rannsóknir styðja þetta. Líklega er það alveg rétt að leikskólar eru vanfjármagnaðir og margt mætti gera til að bæta aðstöðu barna og starfsfólks. En að við sem samfélag álítum það ásættanlega lausn á þessum vanda að skerða aðgengi fjölskyldna að leikskóla er mikil afturför. Að við skulum ekki þess í stað bæta aðbúnaðinn og hanna hér hágæða velferðar- og menntakerfi fyrir yngstu börnin er ekkert annað en reiðarslag fyrir stöðu jafnréttis og stöðu barna á Íslandi. Staða jafnréttis er óhjákvæmilega nátengd stöðu barna, ekki er hægt með neinum vitrænum hætti að gæta að hagsmunum barna en kasta jafnrétti fyrir róða. Börnin munu jú vaxa úr grasi og lifa og starfa í þjóðfélaginu sem við sköpum. Börnin lifa inni á heimilum og í nánum samskiptum við mæður sínar sem þurfa að geta lifað, lifað af, notið góðrar geðheilsu, þroskað sig utan heimilis og notið menntunar til jafns á við feður þeirra. Hamingjan og tengslin innan fjölskyldunnar velta á því – og þar með veltur hamingja og framtíð barnanna einnig á stöðu mæðranna. Hagsmunir barna eru órjúfanlega samofnir hagsmunum kvenna.

Jafnrétti er ekki línuleg þróun sem þokast fram á við á meðan við horfum á klukkuna. Jafnrétti kostar þrotlausa baráttu en til þess að geta tekið þátt í henni þurfum við að búa yfir samfélagslega greinandi hugarfari. Við þurfum að tala um stöðu kvenna, mæðra og barna í þjóðfélaginu, oftar, meira og á gagnrýnni hátt. Við þurfum að berjast fyrir mannhelgi jaðarsettra kvenna og síðast en ekki síst muna að það er lygi að hver sé sinnar gæfu smiður. Annars fer okkur aftur.


Nánar má lesa um samanburð á fjölmiðlaumfjöllun um mæður og börn þá og nú í greinunum First an obstacle, then every woman‘s dream eftir Auði Magndísi Auðardóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur sem birtist í NORA - Nordic Journal of Feminist and Gender Research og greininni From progressiveness to perfection eftir Auði Magndísi Auðardóttur sem birtist í European Journal of Cultural Studies.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu