Arkitektastofa í eigu eiginkonu Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur um langt árabil unnið verkefni fyrir íslenska ríkið sem voru upp á tugi milljóna króna á hverju ári þegar mest hefur látið. Fyrirtækið heitir Yrki arkitektar. Það hefur meðal annars unnið að endurbótum á húsnæði mennta- og barnamálaráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og á Keflavíkurflugvelli á vegum ríkisfyrirtækisins Kadeco, sem tók við eignum sem áður tilheyrðu bandaríska varnarliðinu. Eiginkona Guðmundar heitir Sólveig Berg Emilsdóttir og hefur hún átt og rekið Yrki arkitekta frá árinu 1997.
Guðmundur er ekki þjóðþekktur maður þó svo að hann gegni valdamiklu ábyrgðarstarfi í því ráðuneyti sem almennt séð er talið vera mikilvægast innan stjórnarráðsins þar sem það sér um umsýslu með peninga ríkisins og eignir þess. Hann er með meira en 20 ára reynslu sem ráðuneytisstjóri en áður var hann í menntamálaráðuneytinu. Fréttir hafa verið sagðar af því að …
Eftir stendur þá spurningin afhverju og hver eru þá heilindi blaðamanns og ritstjórnar, ef ekki leit af sannleikanum?
https://transparency.is/hvad-er-spilling/skilgreiningbirtingamynd/