Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vitnisburður um ást og innrás

Þor­steini Jóns­syni tekst í verki sínu Vor­dag­ar í Prag af­ar vel að miðla þeim bráðnauð­syn­lega vitn­is­burði sem feng­ið hef­ur að gerj­ast og malla í höfði hans í rúm­lega hálfa öld.

Vitnisburður um ást og innrás
Þorsteinn Jónsson Það er nokkuð augljóst að höfundur Vordaga í Prag er kvikmyndagerðarmaður, enda birtist frásögnin lesandanum á ákaflega myndrænan hátt. Mynd: Benedikt bókaútgáfa
Bók

Vor­dag­ar í Prag

Höfundur Þorsteinn Jónsson
Benedikt bókaútgáfa
185 blaðsíður
Gefðu umsögn

Það þótti sæta furðu að Þorsteinn Jónsson vildi elta draum sinn um kvikmyndanám í Prag 1968 þegar allir vissu að Rússar sætu með 200 þúsund manna herlið við landamærin, albúnir til árásar. Og hann ákvað að vera áfram í Prag eftir innrásina, þótt Vorið í Prag væri á enda og margir stúdentanna hefðu flúið aftur til heimkynna sinna. 

„Vitnisburðurinn“ er minni sem er vel þekkt, til dæmis úr frásögnum af helförinni. Þau sem lifa atburðina finna tilgang – jafnvel á meðan þau eru stödd í skelfilegustu raunum – í því að ákveða að bera söguna áfram til þess hún falli ekki í dá gleymskunnar. Margir lýsa því að hún hafi jafnvel hjálpað þeim að halda lífi, knýjandi þörfin fyrir að bera vitni um atburðina. 

Þorsteinn er í sögunni beinlínis beðinn um að segja frá atburðunum í Prag. Hann ræðir við Frú Scromovu í Skólaráðuneytinu þegar innrásin er nýhafin, aðrir stúdentar frá Vestur-Evrópu eru á leið burt úr landinu og þrýst er á hann að gera slíkt hið sama. Scromova segir berum orðum: „Þú ert okkar vitni“ (bls. 42) og segir honum frá því að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem erlendur her hafi ruðst inn í Prag. Aðeins tuttugu og fimm árum fyrr hafi nasistar drýgt þar viðbjóðslega glæpi. „Vertu hér áfram og taktu eftir. Svo ferðu heim og segir frá. Það verður hlustað á þig.“ (bls. 42)  Þorsteinn tekur stöðu vitnisins alvarlega, bæði með því að senda efni heim til Íslands, sem lesið er upp í fréttatíma Sjónvarpsins – og svo núna, meira en hálfri öld síðar.

Minnispælingar eru áberandi í Vordögum í Prag, eins og oft vill verða í sjálfsævisögulegum verkum. Sumt segist höfundur ekki muna, en hafi þá heimildir (til dæmis bréf sín til foreldra) sér til aðstoðar. Hann man til dæmis einungis eftir einni stúlku í salnum þegar stúdentar horfðu á sjónvarpsútsendingu frá umsátrinu við útvarpshúsið, en í bréfi til foreldranna hefur hann skrifað að salurinn hafi verið fullur af stúdentum og starfsfólki.

„Tíminn hefur þurrkað út allt nema þessa einu stúlku, og myndin í huga mér af þessum fyrsta fundi okkar er klippt sena, sviðsetning og heimild í senn.“ (bls. 12)

Þessi stúlka er Vera, sem sögumaður verður ástfanginn af, og gerir vitnisburðinn frá Prag öðrum þræði að ástarsögu. Vera er bæði dularfull og heillandi og fegurð hennar nánast ekki hægt að lýsa með orðum. Saga þeirra fléttast saman við söguna af innrásinni og ást og róttækni svífa yfir vötnum. 

„Það er nokkuð augljóst að höfundur Vordaga í Prag er kvikmyndagerðarmaður, enda birtist frásögnin lesandanum á ákaflega myndrænan hátt, oft líkt og æsilegt atriði í bíómynd“

Vera rammar inn frásögnina og höfundur ber í sífellu saman ástina og innrásina, enda hefur hvort tveggja haft mikil áhrif á hann:

„Þetta var ástin, stjórnlaus og sjálfsögð, þótt úti væri verið að skjóta á saklaust fólk“ (bls. 32) ... „Ég einbeitti mér að því að lifa Veru af, alveg eins og hvarf Vorsins“ (bls. 88–89) og „Hafði farið fyrir ást okkar Veru eins og Vorinu?“ (bls. 95)

Sögumaður verður ástfanginn af táknmyndinni Veru, ekki síður en henni sjálfri og hún fylgir honum út lífið, skýtur stundum upp kollinum víða um heim, löngu eftir að atburðirnir í Tékkó eru orðnir minning.

Margt hefur spaugilegan undirtón í Vordögum í Prag og sumt er beinlínis sprenghlægilegt, eins og sagan af Júlíusi, frænda höfundar, sem kom frá Íslandi til þess að læra klippingu hjá tékkneska sjónvarpinu. Hann vildi ekki láta fara mikið fyrir sér, en fylgdist með og þótti fyrir vikið afar grunsamlegur og reyndist gott fóður í ofsóknarbrjálæði eftirlitssamfélagsins. Þorsteinn nær vel að miðla fáránleika aðstæðnanna, á tímum þegar menn gátu lent í því að hitta ókunnugt fólk sem sagði: „Ég starfa við að lesa bréfin þín“ eins og hendir Martinu, eiginkonu læknisins Oskars, en þau hjónin hýstu Júlíus frænda og lentu fyrir röð fáránlegra tilviljana í smækkaðri mynd Réttarhaldanna eftir Kafka. „Þú ert fastur í óskiljanlegri atburðarás sem þú hefur enga stjórn á og botnar ekkert í.“ (bls. 127) Þótt allur sá málatilbúnaður sé að sönnu grátbroslegur, er lesanda ljóst að eins og hendi sé veifað getur hann breyst í hrylling, á tímum þegar fólk var fangelsað og jafnvel myrt fyrir upplognar sakir.

Það er nokkuð augljóst að höfundur Vordaga í Prag er kvikmyndagerðarmaður, enda birtist frásögnin lesandanum á ákaflega myndrænan hátt, oft líkt og æsilegt atriði í bíómynd. Þorsteini Jónssyni tekst í verki sínu afar vel að miðla þeim bráðnauðsynlega vitnisburði sem fengið hefur að gerjast og malla í höfði hans í rúmlega hálfa öld.  

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár