Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og verður utanríkisráðherra

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, mun taka við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á rík­is­ráðs­fundi síð­ar í dag. Blaða­manna­fund­ur dags­ins snér­ist að miklu leyti um yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að rík­is­stjórn­in ætli sér að sitja út kjör­tíma­bil­ið, sem lýk­ur 2025.

Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og verður utanríkisráðherra
Afsögn og upprisa Bjarni Benediktsson sagði af sér ráðherraembætti á þriðjudag en situr sem slíkur fram að ríkisráðsfundi klukkan 14 í dag. Hann mun þó ekki eyða degi utan ríkisstjórnar. Síðar í dag tekur hann við embætti utanríkisráðherra. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu hafa sætaskipti innan ríkisstjórnarinnar. Bjarni, sem sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag, mun færa sig yfir í utanríkisráðuneytið og Þórdís tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem Bjarni hefur stýrt, meira og minna, síðastliðinn rúma áratug. 

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem formenn stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, héldu í Eddu, húsi íslenskunnar, klukkan 11 í dag. Þar sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að ríkisstjórnarsamstarfið stæði styrkum fótum. Hún taldi svo upp þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í og telur að séu að virka til að draga úr verðbólgu, sem mælist enn átta prósent og fer hækkandi. 

Skilaboðin sem Katrín vildi koma til skila, í stuttri ræðu sinni, var að ríkisstjórnin ætlaði sér að klára kjörtímabilið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók svo við og sagði ríkisstjórnina þegar búna með um 60 prósent af þeim verkefnum sem hún ætlaði sér að ljúka samkvæmt stjórnarsáttmála. Hans skilaboð voru í meginatriðum þau sömu og Katrínar: Ríkisstjórnin mun sitja út kjörtímabilið. Áskoranirnar sem samfélagið stæði frammi fyrir, verðbólga og efnahagsleg óvissa, þyldi það ekki að þau hættu nú. „Það væri ábyrgðarhluti að henda þessu upp í loft á þessum tíma. Við ætlum ekki að gera það.“

Bjarni sagðist hafa verið með algjörlega opin hug gagnvart sínu persónulega framhaldi þegar hann sagði af sér á þriðjudag. En eftir samtöl síðustu daga væri það niðurstaða hans að halda áfram, sem formaður Sjálfstæðisflokks, í ríkisstjórninni. Hann væri fullur eldmóðs fyrir komandi verkefnum í utanríkisráðuneytinu. 

Mikil óvissa síðustu daga

Síðustu daga hefur ríkt mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Afsögn Bjarna kom til vegna þess að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis að Bjarna hefði brostið hæfi til að taka ákvörðun um að selja hlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, í mars í fyrra. Um var að ræða enn eitt áfellið yfir lokuðu söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vorið 2022, en áður hafði Ríkisendurskoðun skilað svartri skýrslu um starfshætti Bankasýslu ríkisins og söluferlið í heild. Þá gerði Íslandsbanki sjálfur sátt við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þar sem bankinn gekkst við því að hafa framið lögbrot í hlutverki sínu sem söluráðgjafi á hlutum í sjálfum sér. Íslandsbanki greiddi 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð, sem er metsekt, vegna brota sinna og málið kostaði bæði stjórnendur og stjórnarmenn starfið. Á meðal þeirra sem þurftu að víkja var Birna Einarsdóttir bankastjóri og Finnur Árnason stjórnarformaður. 

Bjarni sagði í afsagnarræðu sinni að hann væri miður sín; að það hefði verið betra ef faðir hans hefði sleppt því að kaupa hlutinn í Íslandsbanka og að það væri „ekki alveg gott að segja á þessari stundu“ hvaða þýðingu ákvörðun hans myndi hafa á ríkisstjórnarsamstarfið.

Síðustu dagar hafa svo farið í að berja í þá bresti sem voru til staðar í samstarfinu og niðurstaðan er sú að stjórnin ætli sér að sitja út kjörtímabilið, sem klárast 2025. 

Sjö af hverjum tíu vildu Bjarna úr ríkisstjórn

Maskína kannaði hug landsmanna til þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað í vikunni með könnun sem lögð var fyrir aðspurðra á fimmtudag og föstudag. Þar var meðal annars spurt um hvað fólk teldi að Bjarni Benediktsson ætti að gera í kjölfar afsagnar sinnar. 

Niðurstaðan var afgerandi, alls sögðu 71 prósent að þeir vildu að Bjarni hætti alfarið sem ráðherra í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag. Einungis 13 prósent töldu að hann ætti að færa sig til innan stjórnarráðsins og taka við öðru ráðuneyti, líkt og nú er orðin raunin. 

Stólaskipti Bjarna njóta mest stuðnings á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 43 prósent þeirra vildu sjá hann í öðru ráðuneyti á meðan að tæpur fjórðungur, 24 prósent, töldu að hann ætti að hætta alveg í ríkisstjórninni. Einungis 12,7 prósent kjósenda flokksins sem Bjarni hefur leitt frá árinu 2009 telja að hann eigi að draga afsögn sína til baka og halda áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra. Kjósendur annarra flokka eru að miklum meirihluta á sama máli: Bjarni á að hætta sem ráðherra. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Öll bál reið núna ?
    Það sárgrætilegasta við þetta allt saman, er að þegar næsta bankaráni verður skellt á almenning, hið svokallaða „hrun“2.
    Þá fer hér allt í bál og brand (í smá tíma), stjórnarandstaðan fær lykklavöldin en munu svo ekki ráða við þann risa bálköst sem hrunverjarnir (ÞJÓFARNIR), tendruðu.
    ☻g hvað skeður þá ?
    Nú sagan endurtekur sig enn og aftur og nýju stjórninni verður kennt um (þjófnaðinn), og allar ófarirnar.
    Þá koma brennuvargarnir (þjófarnir), aftur eins og riddarar á hvítum hestum sem segjast að þeir séu þeir einu sem geti bjargað þjóðinni frá þessum rumpulýð sem fer nú með lykklavöldin.
    ☻g GARGA SKILIÐ ÞIÐ LYKKLUNUM!
    Og þjóðin kok gleypir svo við eins og hrafnsunginn. AFTUR!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *************************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
    í ríkisbanka.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.

    "Ef þetta er fjármálaráðherrann þeirra, hvernig eru þá hinir ?"

    Bjarni Ben. hagar sér eins og óuppalinn dekurkrakki í nammibúð
    *************************************************************************
    1
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Stjórnmálaferli Bjarna hefði átt að ljúka þegar Panamaskjölin birtust.
      1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Réttið upp hönd þið sem eruð hissa á þessu leikriti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár