Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið

Ástand­ið í heims­mál­um kall­ar á um­fangs­meiri um­ræðu um frið, að mati Piu Hans­son, for­stöðu­manns Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands. „Það er meiri þörf á því en nokkru sinni.“

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið
Friður Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að það hafi verið svolítið erfitt að hefja ráðstefnu um frið á sama tíma og hræðilegar fréttir um átök dynja á heimsbyggðinni. Mynd: Róbert Reynisson

„Það er svolítið skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þessa dagana þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum,“ segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs fór fram í síðustu viku og er þetta í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þörfin hefur líklega aldrei verið meiri en nú að sögn Piu. „Eins og einhver sagði á ráðstefnunni, þá er þetta náttúrlega tíminn sem við eigum að vera að tala um frið.“

Pia viðurkennir að það hafi óneitanlega verið þungt yfir þegar ráðstefnan hófst á þriðjudag. „Það var svolítið erfitt að byrja ráðstefnuna, ef ég á að segja alveg eins og er, með svona hræðilegar fréttir dynjandi á okkur af ástandinu úti um allan heim og síður en svo minnkandi átök.“  

„Það er skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum“

Átök milli Ísraels og Palestínu stigmögnuðust 7. október þegar Hamas-samtökin í Palestínu gerðu eldflaugaárás á Ísrael sem er sú mannskæðasta í áratugi. „Maður fann fyrir alvarleikanum og hvað við þurfum að reyna að standa saman. Ekki bara fólk sem er í pólitík og ákvarðanatöku, heldur þurfum við sem sinnum rannsóknarvinnu og fræðimennsku að hjálpa til við að finna lausnir og greina ástandið og hversu mikilvægt það er,“ segir Pia. 

Átökin bætast í hóp annarra yfirstandandi stríða og átaka, svo sem stríðsins í Úkraínu, átaka í Súdan, baráttunni um sjálfstætt Nagorno-Karabakh hérað, mótmæli í Íran og stríðið í Jemen. Og svo mætti lengi telja. Pia segir aukna skautun koma til með að hafa áhrif á umræðuna um ástandið í heiminum. „Sá grunntónn og rauði þráðurinn í þessari umræðu er að fólk geri sér grein fyrir því að við erum á þeim tímum núna og stefnum inn í, ábyggilega til nánustu framtíðar, mjög erfiða tíma með aukinni skautun og kannski mun minna umburðarlyndi fyrir mismunandi afstöðu fólks. Þetta allt saman hefur svo mikil áhrif.“  

Aðalræðumaðurinn á friðarráðstefnunni í ár var Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem fram kom í hennar máli er að vantrú á stofnanir og lítil þátttaka í kosningum muni ýta undir óstöðugleika í heiminum. 

Vantrú á stofnanir líkt og Sameinuðu þjóðirnar mun ýta undir óstöðugleika í heiminum að mati Aminu J. Mohammed, varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem var aðalræðumaður á friðarráðstefnunni í ár.

„Hún er að benda á að við verðum að komast til baka í þau gildi sem við vildum standa vörð um með því að stofna Sameinuðu þjóðirnar til að byrja með, sem eru auðvitað stofnaðar í kjölfar stríðs til að reyna að hindra að það komi til stríða aftur. Það hefur, eins og við vitum, ekki tekist þó að það hafi ekki orðið stríð á sama skala og heimsstyrjöldin. En það verður samt einhvern veginn að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Pia. 

Friðarráðstefnan í ár var haldin í samstarfi við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman öflugan hóp skapandi hugsuða til að taka þátt í samtali milli kynslóða um hvernig efla megi norrænt samstarf í þágu friðar.

 „Við erum að stofna til frekara samstarfs við norrænar friðarrannsóknastofnanir og erum að vona að í framhaldinu verði til góður samstarfshópur. Mér finnst við hafa fullorðnast svolítið með þessari ráðstefnu, við erum komin með sterkara bakland og þetta samstarf er eitthvað sem við teljum að muni vaxa og dafna. Það er þörf á þessu,“ segir Pia.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár