Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið

Ástand­ið í heims­mál­um kall­ar á um­fangs­meiri um­ræðu um frið, að mati Piu Hans­son, for­stöðu­manns Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands. „Það er meiri þörf á því en nokkru sinni.“

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið
Friður Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að það hafi verið svolítið erfitt að hefja ráðstefnu um frið á sama tíma og hræðilegar fréttir um átök dynja á heimsbyggðinni. Mynd: Róbert Reynisson

„Það er svolítið skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þessa dagana þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum,“ segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs fór fram í síðustu viku og er þetta í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þörfin hefur líklega aldrei verið meiri en nú að sögn Piu. „Eins og einhver sagði á ráðstefnunni, þá er þetta náttúrlega tíminn sem við eigum að vera að tala um frið.“

Pia viðurkennir að það hafi óneitanlega verið þungt yfir þegar ráðstefnan hófst á þriðjudag. „Það var svolítið erfitt að byrja ráðstefnuna, ef ég á að segja alveg eins og er, með svona hræðilegar fréttir dynjandi á okkur af ástandinu úti um allan heim og síður en svo minnkandi átök.“  

„Það er skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum“

Átök milli Ísraels og Palestínu stigmögnuðust 7. október þegar Hamas-samtökin í Palestínu gerðu eldflaugaárás á Ísrael sem er sú mannskæðasta í áratugi. „Maður fann fyrir alvarleikanum og hvað við þurfum að reyna að standa saman. Ekki bara fólk sem er í pólitík og ákvarðanatöku, heldur þurfum við sem sinnum rannsóknarvinnu og fræðimennsku að hjálpa til við að finna lausnir og greina ástandið og hversu mikilvægt það er,“ segir Pia. 

Átökin bætast í hóp annarra yfirstandandi stríða og átaka, svo sem stríðsins í Úkraínu, átaka í Súdan, baráttunni um sjálfstætt Nagorno-Karabakh hérað, mótmæli í Íran og stríðið í Jemen. Og svo mætti lengi telja. Pia segir aukna skautun koma til með að hafa áhrif á umræðuna um ástandið í heiminum. „Sá grunntónn og rauði þráðurinn í þessari umræðu er að fólk geri sér grein fyrir því að við erum á þeim tímum núna og stefnum inn í, ábyggilega til nánustu framtíðar, mjög erfiða tíma með aukinni skautun og kannski mun minna umburðarlyndi fyrir mismunandi afstöðu fólks. Þetta allt saman hefur svo mikil áhrif.“  

Aðalræðumaðurinn á friðarráðstefnunni í ár var Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem fram kom í hennar máli er að vantrú á stofnanir og lítil þátttaka í kosningum muni ýta undir óstöðugleika í heiminum. 

Vantrú á stofnanir líkt og Sameinuðu þjóðirnar mun ýta undir óstöðugleika í heiminum að mati Aminu J. Mohammed, varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem var aðalræðumaður á friðarráðstefnunni í ár.

„Hún er að benda á að við verðum að komast til baka í þau gildi sem við vildum standa vörð um með því að stofna Sameinuðu þjóðirnar til að byrja með, sem eru auðvitað stofnaðar í kjölfar stríðs til að reyna að hindra að það komi til stríða aftur. Það hefur, eins og við vitum, ekki tekist þó að það hafi ekki orðið stríð á sama skala og heimsstyrjöldin. En það verður samt einhvern veginn að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Pia. 

Friðarráðstefnan í ár var haldin í samstarfi við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman öflugan hóp skapandi hugsuða til að taka þátt í samtali milli kynslóða um hvernig efla megi norrænt samstarf í þágu friðar.

 „Við erum að stofna til frekara samstarfs við norrænar friðarrannsóknastofnanir og erum að vona að í framhaldinu verði til góður samstarfshópur. Mér finnst við hafa fullorðnast svolítið með þessari ráðstefnu, við erum komin með sterkara bakland og þetta samstarf er eitthvað sem við teljum að muni vaxa og dafna. Það er þörf á þessu,“ segir Pia.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár