Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið

Ástand­ið í heims­mál­um kall­ar á um­fangs­meiri um­ræðu um frið, að mati Piu Hans­son, for­stöðu­manns Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands. „Það er meiri þörf á því en nokkru sinni.“

Meiri þörf en nokkru sinni að tala um frið
Friður Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, segir að það hafi verið svolítið erfitt að hefja ráðstefnu um frið á sama tíma og hræðilegar fréttir um átök dynja á heimsbyggðinni. Mynd: Róbert Reynisson

„Það er svolítið skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þessa dagana þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum,“ segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs fór fram í síðustu viku og er þetta í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þörfin hefur líklega aldrei verið meiri en nú að sögn Piu. „Eins og einhver sagði á ráðstefnunni, þá er þetta náttúrlega tíminn sem við eigum að vera að tala um frið.“

Pia viðurkennir að það hafi óneitanlega verið þungt yfir þegar ráðstefnan hófst á þriðjudag. „Það var svolítið erfitt að byrja ráðstefnuna, ef ég á að segja alveg eins og er, með svona hræðilegar fréttir dynjandi á okkur af ástandinu úti um allan heim og síður en svo minnkandi átök.“  

„Það er skrýtið að standa fyrir friðarráðstefnu þegar það er svona ófriðsamlegt í heiminum“

Átök milli Ísraels og Palestínu stigmögnuðust 7. október þegar Hamas-samtökin í Palestínu gerðu eldflaugaárás á Ísrael sem er sú mannskæðasta í áratugi. „Maður fann fyrir alvarleikanum og hvað við þurfum að reyna að standa saman. Ekki bara fólk sem er í pólitík og ákvarðanatöku, heldur þurfum við sem sinnum rannsóknarvinnu og fræðimennsku að hjálpa til við að finna lausnir og greina ástandið og hversu mikilvægt það er,“ segir Pia. 

Átökin bætast í hóp annarra yfirstandandi stríða og átaka, svo sem stríðsins í Úkraínu, átaka í Súdan, baráttunni um sjálfstætt Nagorno-Karabakh hérað, mótmæli í Íran og stríðið í Jemen. Og svo mætti lengi telja. Pia segir aukna skautun koma til með að hafa áhrif á umræðuna um ástandið í heiminum. „Sá grunntónn og rauði þráðurinn í þessari umræðu er að fólk geri sér grein fyrir því að við erum á þeim tímum núna og stefnum inn í, ábyggilega til nánustu framtíðar, mjög erfiða tíma með aukinni skautun og kannski mun minna umburðarlyndi fyrir mismunandi afstöðu fólks. Þetta allt saman hefur svo mikil áhrif.“  

Aðalræðumaðurinn á friðarráðstefnunni í ár var Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem fram kom í hennar máli er að vantrú á stofnanir og lítil þátttaka í kosningum muni ýta undir óstöðugleika í heiminum. 

Vantrú á stofnanir líkt og Sameinuðu þjóðirnar mun ýta undir óstöðugleika í heiminum að mati Aminu J. Mohammed, varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem var aðalræðumaður á friðarráðstefnunni í ár.

„Hún er að benda á að við verðum að komast til baka í þau gildi sem við vildum standa vörð um með því að stofna Sameinuðu þjóðirnar til að byrja með, sem eru auðvitað stofnaðar í kjölfar stríðs til að reyna að hindra að það komi til stríða aftur. Það hefur, eins og við vitum, ekki tekist þó að það hafi ekki orðið stríð á sama skala og heimsstyrjöldin. En það verður samt einhvern veginn að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Pia. 

Friðarráðstefnan í ár var haldin í samstarfi við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman öflugan hóp skapandi hugsuða til að taka þátt í samtali milli kynslóða um hvernig efla megi norrænt samstarf í þágu friðar.

 „Við erum að stofna til frekara samstarfs við norrænar friðarrannsóknastofnanir og erum að vona að í framhaldinu verði til góður samstarfshópur. Mér finnst við hafa fullorðnast svolítið með þessari ráðstefnu, við erum komin með sterkara bakland og þetta samstarf er eitthvað sem við teljum að muni vaxa og dafna. Það er þörf á þessu,“ segir Pia.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár