Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjár tilkynningar um vinnumansal til lögreglu - „Sofið með stól fyrir dyrunum“

Vinnu­staða­eft­ir­lit ASÍ sendi þrjár til­kynn­ing­ar til lög­reglu í fyrra þar sem rök­studd­ur grun­ur var um að að­stæð­ur starfs­fólks væru svo slæm­ar að það gæti tal­ist til man­sals. Mál­in þrjú vörð­uðu fyr­ir­tæki í veit­inga- og hót­el­rekstri og starfs­fólk­ið frá Evr­ópu og Asíu­ríkj­um. Dæmi eru um al­var­lega misneyt­ingu fólks frá ríkj­um ut­an EES þar sem at­vinnu­rek­andi hef­ur beitt hót­un­um um brott­vís­un gagn­vart þo­lend­um.

Þrjár tilkynningar um vinnumansal til lögreglu - „Sofið með stól fyrir dyrunum“

Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sendi þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglu á síðasta ári, en um var að ræða mál þar sem rökstuddur grunur var um að aðstæður starfsfólks væru svo slæmar að það gæti talist til mansals. Málin þrjú vörðuðu fyrirtæki í veitinga- og hótelrekstri og starfsfólkið frá Evrópu og Asíuríkjum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn þar sem sérstök áhersla er lögð á erlent launafólk og vinnumarkaðsbrot sem það verður fyrir af hálfu atvinnurekenda hér á landi. 

Þar segir að reynslan sýni að það sé gjarnan í vinnustaðaeftirliti sem upp kemst um alvarlegustu brotin gegn launafólki, enda eru eftirlitsfulltrúar í lykilstöðu til að koma auga á vísbendingar um misneytingu og mansal á vinnustöðum, þar sem slíkt fyrirfinnst. Þar sé lykilatriði að eftirlitið fer fram í nærumhverfi þolandans, enda þekkt að þolendur ofbeldis leita sér ekki alltaf aðstoðar að fyrra bragði og því þarf að bjóða aðstoðina sérstaklega fram.

Ungt fólk verður frekar fyrir brotum

Í skýrslunni er að finna ítarlega greiningu á íslenskum vinnumarkaði, samsetningu hans og þróun. Sérstök áhersla er lögð á innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði og stöðu þeirra. Þá er byggt á gögnum frá aðildarfélögum Alþýðusambandsins auk sérgreiningar Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.

Skýrslan sýnir að árið 2022 var rúmlega helmingur launakrafna gerður fyrir félagsfólk af erlendum uppruna. Á sama tíma var erlent verkafólk um fimmtungur þess fjölda sem var á vinnumarkaði. Í greiningu Vörðu kveðast 56% innflytjenda hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu 12 mánuðum. Ungt fólk er mun líklegra en hinir eldri að verða fyrir brotum á vinnumarkaði.

Alvarleg misneyting

Eftirlitsfulltrúar ASÍ og stéttarfélaganna fóru í 692 heimsóknir á síðasta ári og ræddu við 2.541 einstaklinga í þeim heimsóknum. Algengustu ágallar sem fram komu í vinnustaðaeftirliti vörðuðu laun og önnur kjör og voru að jafnaði leyst hjá stéttarfélögunum, með samþykki og umboði þess sem óskaði aðstoðar. Þótt tölur skorti um algengi slíkra ágalla fyrir landið allt segir í skýrslunni að óhætt sé að fullyrða, af reynslu vinnustaðaeftirlitsins og stéttarfélaganna, að ágallar á borð við rangt greidda yfirvinnu, rangt vaktaálag eða skort á skriflegum ráðningarsamningi eru algengir.

Í skýrslunni segir að vísbendingar úr vinnustaðaeftirliti á árinu 2022 gefa tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu fólks frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem starfar gjarnan hér á landi á tímabundnum atvinnuleyfum. Alvarlegustu misneytingarmálin sem komu inn á borð vinnustaðaeftirlits ASÍ frá stéttarfélögunum sneru oftar en ekki að einstaklingum með slík leyfi.

Reynsla vinnustaðaeftirlitsins sýnir að einstaklingar sem eiga á hættu að missa atvinnuleyfi sitt og þar með dvalarleyfi ef þeir missa vinnuna eru líklegri til að sætta sig við slæmar aðstæður í vinnu.

Hótunum beitt til að kúga

Fjölmörg atvinnuleyfi eru bundin við sérstaka atvinnurekendur, en ekki til dæmis starfsvið. Eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir þann sem hér starfar á slíku atvinnuleyfi að missa ekki starf sitt - allt lífsviðurværi getur verið undir. Þetta á sérstaklega við um fólk frá ríkjum þar sem efnahagsaðstæður eru slæmar. Þá eru dæmi þess að fólk hafi skuldsett sig í heimalandinu til að komast hingað í vinnu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Í þeim málum er vörðuðu alvarlega misneytingu fólks frá ríkjum utan EES á árinu hafði atvinnurekandi nánast undantekningarlaust beitt hótunum um brottvísun gagnvart þolendunum. Hótunum var beitt til þess að kúga og tryggja vald yfir einstaklingunum. Þolendur bjuggu því við þann ótta að leituðu þeir réttar síns myndu þeir missa atvinnu- og þar með dvalarleyfi sitt.

Ef horft er til alvarlegra misneytingarmála sem komu upp í vinnustaðaeftirliti, eða í kjölfar þess, á síðasta ári, eiga þau það langflest sameiginlegt að starfsfólk bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Viðvarandi húsnæðisskortur hefur leitt til þess að atvinnurekendur fara í auknum mæli með hlutverk leigusala gagnvart starfsfólki sínu, segir í skýrslunni.

Skipt um lás þegar fólk skrapp frá

Reynsla stéttarfélaganna er sú að staða fólks sem riftir eða segir upp ráðningarsambandi eða er sagt upp getur hratt orðið mjög slæm ef það býr í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að bola fólki úr húsnæði sem það á þó rétt á að dvelja í. Má meðal annars nefna raunveruleg dæmi sem hafa ratað inn á borð ASÍ og stéttarfélaganna þar sem líkamlegum og sálrænum hótunum hefur verið beitt til að tryggja að fólk fari þá þegar úr húsnæði, án lögbundins uppsagnarfrests. 

Í skýrslunni segir að dæmin séu því miður fleiri en ætla mætti „og má þar nefna starfsfólk sem hefur verið borið út úr húsnæði meðan það skrapp frá um stund, kom að eigum sínum fyrir utan húsnæðið og búið að skipta um lás, starfsfólk sem var skipað að fara úr húsnæðinu meðan staðið var yfir því sökum þess að það leitaði til stéttarfélags síns svo og starfsfólk sem hefur beinlínis haft áhyggjur af öryggi sínu og sofið með stól fyrir dyrunum.“

Þá gangi atvinnurekendur langt til þess að ganga á öll almenn réttindi starfsfólks síns sem leigjendur. „Í einu tilviki leigði hóteleigandi starfsfólki sínu hótelherbergi eina nótt í senn til lengri tíma. Enginn leigusamningur var til staðar og atvinnurekandinn ætlaði sér með þessu fyrirkomulagi að komast hjá því að fylgja öllum skyldubundnum lágmarksreglum húsaleigulaga,“ segir í skýrslu ASÍ sem má nálgast hér.

 





Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár