Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjár tilkynningar um vinnumansal til lögreglu - „Sofið með stól fyrir dyrunum“

Vinnu­staða­eft­ir­lit ASÍ sendi þrjár til­kynn­ing­ar til lög­reglu í fyrra þar sem rök­studd­ur grun­ur var um að að­stæð­ur starfs­fólks væru svo slæm­ar að það gæti tal­ist til man­sals. Mál­in þrjú vörð­uðu fyr­ir­tæki í veit­inga- og hót­el­rekstri og starfs­fólk­ið frá Evr­ópu og Asíu­ríkj­um. Dæmi eru um al­var­lega misneyt­ingu fólks frá ríkj­um ut­an EES þar sem at­vinnu­rek­andi hef­ur beitt hót­un­um um brott­vís­un gagn­vart þo­lend­um.

Þrjár tilkynningar um vinnumansal til lögreglu - „Sofið með stól fyrir dyrunum“

Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sendi þrjár tilkynningar til mansalsteymis lögreglu á síðasta ári, en um var að ræða mál þar sem rökstuddur grunur var um að aðstæður starfsfólks væru svo slæmar að það gæti talist til mansals. Málin þrjú vörðuðu fyrirtæki í veitinga- og hótelrekstri og starfsfólkið frá Evrópu og Asíuríkjum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn þar sem sérstök áhersla er lögð á erlent launafólk og vinnumarkaðsbrot sem það verður fyrir af hálfu atvinnurekenda hér á landi. 

Þar segir að reynslan sýni að það sé gjarnan í vinnustaðaeftirliti sem upp kemst um alvarlegustu brotin gegn launafólki, enda eru eftirlitsfulltrúar í lykilstöðu til að koma auga á vísbendingar um misneytingu og mansal á vinnustöðum, þar sem slíkt fyrirfinnst. Þar sé lykilatriði að eftirlitið fer fram í nærumhverfi þolandans, enda þekkt að þolendur ofbeldis leita sér ekki alltaf aðstoðar að fyrra bragði og því þarf að bjóða aðstoðina sérstaklega fram.

Ungt fólk verður frekar fyrir brotum

Í skýrslunni er að finna ítarlega greiningu á íslenskum vinnumarkaði, samsetningu hans og þróun. Sérstök áhersla er lögð á innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði og stöðu þeirra. Þá er byggt á gögnum frá aðildarfélögum Alþýðusambandsins auk sérgreiningar Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.

Skýrslan sýnir að árið 2022 var rúmlega helmingur launakrafna gerður fyrir félagsfólk af erlendum uppruna. Á sama tíma var erlent verkafólk um fimmtungur þess fjölda sem var á vinnumarkaði. Í greiningu Vörðu kveðast 56% innflytjenda hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu 12 mánuðum. Ungt fólk er mun líklegra en hinir eldri að verða fyrir brotum á vinnumarkaði.

Alvarleg misneyting

Eftirlitsfulltrúar ASÍ og stéttarfélaganna fóru í 692 heimsóknir á síðasta ári og ræddu við 2.541 einstaklinga í þeim heimsóknum. Algengustu ágallar sem fram komu í vinnustaðaeftirliti vörðuðu laun og önnur kjör og voru að jafnaði leyst hjá stéttarfélögunum, með samþykki og umboði þess sem óskaði aðstoðar. Þótt tölur skorti um algengi slíkra ágalla fyrir landið allt segir í skýrslunni að óhætt sé að fullyrða, af reynslu vinnustaðaeftirlitsins og stéttarfélaganna, að ágallar á borð við rangt greidda yfirvinnu, rangt vaktaálag eða skort á skriflegum ráðningarsamningi eru algengir.

Í skýrslunni segir að vísbendingar úr vinnustaðaeftirliti á árinu 2022 gefa tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu fólks frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem starfar gjarnan hér á landi á tímabundnum atvinnuleyfum. Alvarlegustu misneytingarmálin sem komu inn á borð vinnustaðaeftirlits ASÍ frá stéttarfélögunum sneru oftar en ekki að einstaklingum með slík leyfi.

Reynsla vinnustaðaeftirlitsins sýnir að einstaklingar sem eiga á hættu að missa atvinnuleyfi sitt og þar með dvalarleyfi ef þeir missa vinnuna eru líklegri til að sætta sig við slæmar aðstæður í vinnu.

Hótunum beitt til að kúga

Fjölmörg atvinnuleyfi eru bundin við sérstaka atvinnurekendur, en ekki til dæmis starfsvið. Eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir þann sem hér starfar á slíku atvinnuleyfi að missa ekki starf sitt - allt lífsviðurværi getur verið undir. Þetta á sérstaklega við um fólk frá ríkjum þar sem efnahagsaðstæður eru slæmar. Þá eru dæmi þess að fólk hafi skuldsett sig í heimalandinu til að komast hingað í vinnu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Í þeim málum er vörðuðu alvarlega misneytingu fólks frá ríkjum utan EES á árinu hafði atvinnurekandi nánast undantekningarlaust beitt hótunum um brottvísun gagnvart þolendunum. Hótunum var beitt til þess að kúga og tryggja vald yfir einstaklingunum. Þolendur bjuggu því við þann ótta að leituðu þeir réttar síns myndu þeir missa atvinnu- og þar með dvalarleyfi sitt.

Ef horft er til alvarlegra misneytingarmála sem komu upp í vinnustaðaeftirliti, eða í kjölfar þess, á síðasta ári, eiga þau það langflest sameiginlegt að starfsfólk bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Viðvarandi húsnæðisskortur hefur leitt til þess að atvinnurekendur fara í auknum mæli með hlutverk leigusala gagnvart starfsfólki sínu, segir í skýrslunni.

Skipt um lás þegar fólk skrapp frá

Reynsla stéttarfélaganna er sú að staða fólks sem riftir eða segir upp ráðningarsambandi eða er sagt upp getur hratt orðið mjög slæm ef það býr í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að bola fólki úr húsnæði sem það á þó rétt á að dvelja í. Má meðal annars nefna raunveruleg dæmi sem hafa ratað inn á borð ASÍ og stéttarfélaganna þar sem líkamlegum og sálrænum hótunum hefur verið beitt til að tryggja að fólk fari þá þegar úr húsnæði, án lögbundins uppsagnarfrests. 

Í skýrslunni segir að dæmin séu því miður fleiri en ætla mætti „og má þar nefna starfsfólk sem hefur verið borið út úr húsnæði meðan það skrapp frá um stund, kom að eigum sínum fyrir utan húsnæðið og búið að skipta um lás, starfsfólk sem var skipað að fara úr húsnæðinu meðan staðið var yfir því sökum þess að það leitaði til stéttarfélags síns svo og starfsfólk sem hefur beinlínis haft áhyggjur af öryggi sínu og sofið með stól fyrir dyrunum.“

Þá gangi atvinnurekendur langt til þess að ganga á öll almenn réttindi starfsfólks síns sem leigjendur. „Í einu tilviki leigði hóteleigandi starfsfólki sínu hótelherbergi eina nótt í senn til lengri tíma. Enginn leigusamningur var til staðar og atvinnurekandinn ætlaði sér með þessu fyrirkomulagi að komast hjá því að fylgja öllum skyldubundnum lágmarksreglum húsaleigulaga,“ segir í skýrslu ASÍ sem má nálgast hér.

 





Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
7
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
8
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár