Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Börnin sem dóu á vöggustofunum

Níu mán­aða dreng­ur. Níu mán­aða stúlka. Hálfs árs dreng­ur. Árs gam­all dreng­ur. Ann­ar árs gam­all dreng­ur. Stúlku­barn. Sam­kvæmt rann­sókn á starf­semi vöggu­stofa Reykja­vík­ur lét­ust sex börn á með­an þau voru vist­uð þar.

Börnin sem dóu á vöggustofunum
Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins Húsnæði Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins var tekið i notkun árið 1963. Þrjú börn sem þar voru vistuð dóu næsta áratuginn. Mynd: Reykjavíkurborg

Níu mánaða drengur sem vistaður var á Vöggustofunni Hlíðarenda fannst látinn í rúmi sínu í maí árið 1950. Aðstæðum er lýst þannig í vistunarskrám vöggustofunnar að drengurinn hafi fundist látinn með sæng yfir höfði og að lífgunartilraunir hefðu verið án árangurs.

Litli drengurinn er eitt sex barna sem vöggustofunefndin, sem rannsakaði starfsemi vöggustofa Reykjavíkur og skilaði nýverið skýrslu sinni, telur hafa látist á meðan vistun á stofnununum stóð.

Vöggustofunefndin fékk aðgang að vistunarskjölum allra þeirra 1.083 barna sem dvöldu á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949-1973. Skjölin nálgaðist nefndin ýmist hjá Borgarskjalasafni eða í skjalasafni Thorvaldsensfélagsins.

Í þessum skjölum er að jafnaði að finna upplýsingar um hvenær hvert og eitt barn var vistað og hvenær það fór af vöggustofunni, heilsufar barnsins við læknisskoðanir, svo og hverjir foreldrar þess eru. Þá er þar jafnframt eftir atvikum að finna upplýsingar um ástæður vistunar á vöggustofu.

Veikindi skýra ekki takmarkanir á heimsóknum

Nefndarmenn lásu öll þessi skjöl og í skýrslu þeirra segir að í þeim komi ekkert fram sem gefi til kynna að heilsufar barna sem vistuð voru á vöggustofunum hafi verið lakara en almennt þekktist hjá börnum á þessum tíma. Enda voru vöggustofurnar ekki sjúkrahús heldur vistunarúrræði á vegum barnaverndarnefndar.

Af þessu dregur nefndin þá ályktun að eitthvað annað en veikindi barnanna hafi skýrt þær miklu takmarkanir sem voru á heimsóknum aðstandenda til barna sinna á vöggustofunum. Líkt og ítrekað hefur komið fram, m.a. í fréttum Heimildarinnar, máttu foreldrar almennt ekki snerta börn sín heldur þurftu að láta sér duga að horfa á þau í gegnum gler á skilgreindum heimsóknartímum. Dæmi eru um börn sem dvöldu á vöggustofunum í tvö ár sem foreldrarnir fengu aldrei að snerta á þeim tíma.

Fyrrverandi starfsmenn sem og fólk sem ýmist dvaldi sjálft á vöggustofunum á unga aldri eða átti börn sem þar voru vistuð, hafa einnig lýst hreinni og klárri „hreinlætisáráttu“ forstöðukvenna stofnananna. Sóttvarnir voru í hávegum hafðar, samkvæmt lýsingum þessa fólks, en minna fór fyrir örvun barnanna sem þar voru vistuð í hundraðavís á starfstíma vöggustofanna.

Sett í fóstur og á aðrar stofnanir

Samkvæmt því sem vöggustofunefndin kemst næst var 171 barni ráðstafað í fóstur eftir dvöl á vöggustofunum. Sum fóru beint inn á aðrar stofnanir sem reknar voru á þessum tíma. Hversu mörg fóru beint af vöggustofu og á aðrar stofnanir er ekki fullvíst en nefndin segir gögn gefa til kynna að 151 barn sem vistað var á vöggustofu á unga aldri hafi síðar meir verið vistað á stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem áttu að þjóna sem úrræði á sviði barnaverndar. Samkvæmt þessu voru því 13,9 prósent þeirra einstaklinga sem vistaðir voru á vöggustofum borgarinnar einnig vistaðir síðar meir á slíkum stofnunum.

Börnin sex sem létust

En sum barnanna fóru aldrei af vöggustofunum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er að finna gögn sem benda til að minnsta kosti sex börn hafi látist á meðan vistun þeirra stóð.

Þrjú börn sem vistuð voru á Hlíðarenda létust á meðan sú vöggustofa var starfrækt eftir því sem vöggustofunefndin kemst næst.

Í maí 1950 lést níu mánaða drengur og er aðstæðum lýst þannig í gögnum að barnið hafi fundist látið með sæng yfir höfði og að lífgunartilraunir hafi verið án árangurs.
Úr skýrslu vöggustofunefndarinnar

Sá fyrsti sem þar lést var níu mánaða drengurinn sem sagt var frá hér að framan. Sjö árum seinna eða í desember árið 1957 lést níu mánaða stúlka. Í vistunargögnum kemur fram að hún hafi veikst á vöggustofunni og verið flutt á Landspítalann þar sem hún lést.

Í maí árið 1962 kemur fram í gögnunum að tæplega hálfs árs drengur hafi látist á vöggustofunni. Dánarorsök er ekki skráð en dánarstund tilgreind.

Árið 1963 tók Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins við af Hlíðarenda. Í janúar árið 1971 lést rúmlega árs gamall drengur eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Í vistunargögnum segir að dánarorsök hafi verið hjartagalli. Aðeins nokkrum dögum seinna, í febrúar þetta sama ár, lést annar árs gamall drengur á vöggustofunni. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að hann hafi fæðst með erfðasjúkdóm.

Stúlka sem lést í svefni

Upplýsingar um þriðja andlátið sem varð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á rannsóknartímabilinu og fjallað er um í skýrslu nefndarinnar er ekki að finna í skriflegum heimildum.  Auður Jónsdóttir, sem var forstöðukona vöggustofanna frá 1960 og til ársins 1967, greindi hins vegar frá því í viðtali við vöggustofunefndina að stúlkubarn hefði látist af völdum nýrnaveiki á starfstíma hennar. Nefndin segir það fara saman við frásögn annars starfsmanns.

Er þar líklega verið að vísa til frásagnar konu sem hóf störf árið 1963. Í viðtali við nefndina sagði hún að eitt dauðsfall hefði orðið á starfstíma hennar. Barnið hefði látist í svefni og Auður forstöðukona búið um það. Dauðsfallið hafi ekki verið rætt frekar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár