Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá ákæru héraðssaksóknara á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Þetta er í annað sinn sem ákæru vegna málsins er vísað frá héraðsdómi. Ákæruvaldið hefur nú þrjá sólarhringa til að ákveða hvort þeir kæra þennan úrskurð til Landsréttar. 

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að miðað við forsöguna þá gefi hann sér að það verði niðurstaðan. „Því miður. Langbest væri auðvitað að héraðssaksóknari myndi ákveða að láta þetta gott heita,“ segir hann. Vissulega sé sérstök staða komin upp. „Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi,“ segir Sveinn Andri.

Nýr veruleiki blasti við Íslendingum þegar lögreglan hélt blaðamannafund þann 22. september í fyrra og greindi frá því að tveir menn hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Aldrei áður hafði neinn verið í varðhaldi hér á landi grunaður um að undirbúa hryðjuverk og sagði BBC til að mynda frá þessum tíðindum í sjónvarpsfréttum.

„Helvítis“ blaðamannafundurinn

Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt þennan blaðamannafund og gerir það aftur nú. „Ef menn hefðu ekki verið að  halda þennan helvítis blaðamannafund í september í fyrra og verið með þessar stóryrtu yfirlýsingar þá væru menn í allt annarri stöðu. Þar var því haldið fram að íslenskri þjóð hefði verið bjargað frá voðaverki og öll rannsóknin sem kom í kjölfarið miðaði að því að styðja við þessar stóryrtu kenningar,“ segir hann. 

Bæði héraðsdómur og Landsréttur vísuðu frá upphaflegri ákæru á þeim forsendum að slíkir ágallar væru á henni að torvelt væri að halda uppi vörnum í málinu. Héraðssaksóknari gaf síðar út nýja ákæru sem var töluvert ítarlegri en henni hefur nú einnig verið vísað frá. 

Sú niðurstaða að vísa ákærunni aftur frá dómi kom Sveini Andra ekki á óvart. „Þetta er eitthvað sem ég bjóst við, bæði út frá fyrri yfirferð í málinu og fyrri úrskurði, og eftir þessar nýju ákærur þá finnst mér þessi niðurstaða rökrétt,“ segir hann.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár