Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá ákæru héraðssaksóknara á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Þetta er í annað sinn sem ákæru vegna málsins er vísað frá héraðsdómi. Ákæruvaldið hefur nú þrjá sólarhringa til að ákveða hvort þeir kæra þennan úrskurð til Landsréttar. 

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að miðað við forsöguna þá gefi hann sér að það verði niðurstaðan. „Því miður. Langbest væri auðvitað að héraðssaksóknari myndi ákveða að láta þetta gott heita,“ segir hann. Vissulega sé sérstök staða komin upp. „Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi,“ segir Sveinn Andri.

Nýr veruleiki blasti við Íslendingum þegar lögreglan hélt blaðamannafund þann 22. september í fyrra og greindi frá því að tveir menn hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Aldrei áður hafði neinn verið í varðhaldi hér á landi grunaður um að undirbúa hryðjuverk og sagði BBC til að mynda frá þessum tíðindum í sjónvarpsfréttum.

„Helvítis“ blaðamannafundurinn

Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt þennan blaðamannafund og gerir það aftur nú. „Ef menn hefðu ekki verið að  halda þennan helvítis blaðamannafund í september í fyrra og verið með þessar stóryrtu yfirlýsingar þá væru menn í allt annarri stöðu. Þar var því haldið fram að íslenskri þjóð hefði verið bjargað frá voðaverki og öll rannsóknin sem kom í kjölfarið miðaði að því að styðja við þessar stóryrtu kenningar,“ segir hann. 

Bæði héraðsdómur og Landsréttur vísuðu frá upphaflegri ákæru á þeim forsendum að slíkir ágallar væru á henni að torvelt væri að halda uppi vörnum í málinu. Héraðssaksóknari gaf síðar út nýja ákæru sem var töluvert ítarlegri en henni hefur nú einnig verið vísað frá. 

Sú niðurstaða að vísa ákærunni aftur frá dómi kom Sveini Andra ekki á óvart. „Þetta er eitthvað sem ég bjóst við, bæði út frá fyrri yfirferð í málinu og fyrri úrskurði, og eftir þessar nýju ákærur þá finnst mér þessi niðurstaða rökrétt,“ segir hann.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár