1. Hvaða íslenski rithöfundur hefur meðal annars skrifað skáldsögurnar Yosoy, Skegg Raspútíns, Allt með kossi vekur og Ástin Texas?
2. Hve margir Bandaríkjaforsetar hafa fallið fyrir morðingjahendi í embætti?
3. Tveir af þeim varaforsetum sem þá tóku við báru sama eftirnafnið þótt þeir væru alveg óskyldir. Hvaða nafn var það?
4. Hvað er „epli frá Kína“?
5. Við hvað fæst Jenni Hermoso í lífinu?
6. Við hvað starfaði Múhameð áður en guð kallaði hann til spámanns?
7. Ríkarður 3. Englandskóngur lauk ævinni með að bjóða hverjum sem hafa vildi „konungsríki mitt fyrir ...“ hvað?
8. Hvað heitir þinghúsið í London?
9. Hvaða fjall má sjá frá Reykjavík milli Akrafjalls og Esju?
10. Í frægri skáldsögu segir frá skipinu Pequod sem fór í leiðangur til að ... gera hvað?
11. Fagott, klarinett, óbó og trompet. Hvað af þessum hljóðfærum sker sig í grundvallaratriðum frá hinum þrem?
12. Hve margir eru hæstaréttardómarar á Íslandi eftir nýlegar breytingar?
13. Hvað heitir höfuðborgin í Grikklandi?
14. Í hvaða ríki er áfengistegundin sake framleidd?
15. Stúlka með ættarnafnið Roberts er aðalpersóna í kvikmynd sem vinsæl er um þessar mundir. Hvað heitir hún fullu nafni?
***
Athugasemdir (1)