Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal

Lúð­vík Th. Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Gull­hamra, stend­ur í stór­ræð­um. Veislu­sal­ur­inn í Gull­hömr­um hef­ur ver­ið not­að­ur sem dómsal­ur í að­al­með­ferð Banka­stræti Club-máls­ins. Um helg­ina verð­ur hald­in árs­há­tíð í saln­um og hon­um svo breytt aft­ur í dómsal.

Minnsta mál í heimi að breyta veislusal í dómsal
Feðgin Lúðvík Th. Halldórsson og Hulda Nanna Lúðvíksdóttir víla ekki fyrir sér að breyta veislusal í dómsal. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef ekkert við neitt að athuga, þetta gengur bara vel, mjög vel,“ segir Lúðvík Th. Halldórsson, framkvæmda- og veitingastjóri Gullhamra. Veislusalnum var í vikunni breytt í dómsal þar sem aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fer fram. 

Upptökur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um inn­an úr Banka­stræti Club frá 17. nóvember sýna árás sautján grímu­klæddra manna á þrjá sem voru þar stadd­ir. Rannsókn lögreglu var mjög umfangsmikil og handtók lögregla tæp­lega þrjá­tíu manns vegna máls­ins. Í febrúar gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur 25 mönnum, þar af eina fyrir tilraun til manndráps. Fljótt varð ljóst að Héraðsdómur Reykjavíkur gæti ekki rúmað þennan fjölda sakborninga auk lögmanna. 

Í júní var tilkynnt að aðalmeðferðin færi fram í Gullhömrum, 2.500 fermetra fjölskyldureknu veitingahúsi með tveimur veislusölum. „Við erum fjölbreyttur veitingastaður,“ segir Lúðvík og hlær, en hann sér um daglegan rekstur ásamt dóttur sinni, Huldu Nönnu Lúðvíksdóttur. 

Fulltrúar héraðsdóms gerðu þarfagreiningu og uppfylltu Gullhamrar allar kröfur. „Þetta var alltaf mögulegt frá minni hálfu. Ég byggði þetta hús sem veitingahús og þetta hús er sérstaklega byggt fyrir það að halda árshátíðir og mannfagnaði.“ Og nú dómsal. „Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt.“

Undirbúningurinn var hefðbundinn og vel gekk að breyta stóra veislusalnum í dómsal. „Við erum alla daga að breyta sölum fyrir stærri og minni veislur, það þurfti bara að raða borðunum aðeins öðruvísi upp, það var nú ekki flóknara en það. Þetta var mjög einfalt.“ 

Skemmtilegra að halda árshátíð

Aðspurður hvernig honum finnst veislusalurinn taka sig út sem dómsalur vill Lúðvík hins vegar sem minnst segja. „Ég hef eiginlega enga skoðun á því en mér finnst nú skemmtilegra að vera með 500 manna árshátíð heldur en að stilla upp fyrir dóm. En þetta er bara allt í lagi, ekkert að þessu, þetta er bara minnsta mál í heimi.“

Fjölmiðlabann ríkti á meðan skýrslutökur fóru fram en fréttir af þessum sögulegu réttarhöldum hafa engu að síður verið sagðar í vikunni og snerust meðal annars um óánægju verjenda um kaffiskort í Gullhömrum. „Það er enginn skortur á neinu frá minni hálfu, héraðsdómur ákvað að það yrðu engar veitingar í boði. Svo breytti fólk þessu og nú er boðið upp á kaffi,“ segir Lúðvík. Héraðsdómur greiðir fyrir kaffið. 

„Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi“

Lögregla hefur sinnt gæslu við Gullhamra síðustu daga en Lúðvík segir það ekki breyta miklu. „Ég er nú alvanur að hafa lögreglu í húsinu, ég hef haldið fyrir þá árshátíð í mörg ár.“ 

Taka dómsalinn niður um helgina fyrir árshátíð

Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag en það aftrar Lúðvík ekki í að halda stærðarinnar árshátíð í veislusalnum um helgina. „Við þurfum að taka dómsalinn niður til að stilla upp fyrir árshátíð og setjum hann svo aftur upp á sunnudaginn. Þetta er bara vinna og búið, við fáum borgað fyrir hana, svo þetta er í lagi.“

Lúðvík getur vel hugsað sér að halda því áfram að útbúa dómsali eftir þörfum. „Þetta er allt voða fínt og yndislegt fólk og engin vandræði. Ég er alveg tilbúinn að taka að mér hvaða verkefni sem er sem hentar í húsið og hentar okkur, já, já.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár