Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Seðlar, gull og gjafir

Þau svifu á vængj­um ástar­inn­ar heims­horna á milli. Hann bað henn­ar með söng við Taj Mahal. En nú eru þau kom­in á hálan ís ef ekki kald­an klaka, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn og kon­an sem hann gift­ist. Ef gullstang­irn­ar, lúx­us­bíl­inn og allt reiðu­féð er fannst á heim­ili þeirra voru ekki mút­ur líkt og sak­sókn­ari held­ur fram – hvað­an í ósköp­un­um komu þessi miklu verð­mæti?

Seðlar, gull og gjafir
Ævintýraleg Hjónin Robert og Nadine Menendez mæta til veislu. Þau þekkja vel til lífsins lystisemda, ef marka má ákæru þá sem gefin hefur verið út á hendur þeim. Mynd: AFP

Sprengju var varpað inn í bandarísk stjórnmál fyrir nokkrum dögum er saksóknari í New Jersey-ríki gaf út ákæru á hendur öldungadeildarþingmanni og sakaði hann um að þiggja mútur gegn því að þrýsta á fjárhagslegan stuðning, m.a. í formi vopna, við egypsk yfirvöld. Hann er einnig sakaður um að hafa liðkað fyrir viðskiptum þriggja viðskiptamanna í New Jersey. Eiginkona hans er einnig ákærð fyrir að hafa verið milligöngumaður í ráðabrugginu. Á heimili hjónanna fundust þrettán gullstangir, um hálf milljón Bandaríkjadala í reiðufé í umslögum sem falin voru inni í skápum, Mercedez Benz og alls konar önnur verðmæti sem talin eru vera illa fengin.

Um er að ræða eitt stærsta spillingarmál hjá bandarískum þingmanni sem upp hefur komist í seinni tíð. En svo vill til að þetta er ekki það fyrsta sem einmitt þessi þingmaður hefur verið flæktur í.

Ræturnar á Kúbu

Robert Menendez er 69 ára gamall og situr nú sitt þriðja kjörtímabil í öldungadeildinni fyrir hönd Demókrataflokksins. Foreldrar hans voru flóttamenn frá Kúbu sem hann nýtir nú til að verjast að minnsta kosti hluta ákærunnar.

Árið 2015 var hann sakaður um að hafa þegið mútur frá lækni í New Jersey. Málið fór fyrir dómstóla, réttarhöldin stóðu vikum saman en þar sem kviðdómurinn gat ekki komist að einróma niðurstöðu gekk Menendez út úr réttarsalnum frjáls maður. Dómsmálaráðuneytið ákvað í kjölfarið, eða í byrjun árs 2018, að hætta frekari rannsókn málsins.

ÞingmaðurinnRobert Menendez situr nú sitt þriðja kjörtímabil í öldungadeildinni fyrir Demókrataflokkinn.

Nokkrum vikum síðar tók Menendez upp ástarsamband við Nadine Arslanian, fráskilda tveggja barna móður sem átti fullt í fangi með að ná endum saman. Með Menendez var hún að því er virtist komin á græna grein og upphófst ástarævintýri með ferðalögum vítt og breitt um veröldina. Í október árið 2019 voru þau stödd á Indlandi er Menendez bað hennar með söng framan við Taj Mahal. Ári síðar, er kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst, gengu þau að eiga hvort annað.

Nadine, sem var einnig frá New Jersey, átti þar hóp vina sem hittist reglulega til að gera sér glaðan dag. Einn vinur hennar var egypskur viðskiptamaður, Wael Hana að nafni, sem verslaði fyrst og fremst með kjöt í Bandaríkjunum sem hann flutti til heimalandsins. Samkvæmt ákærunni sem gefin var út á föstudag virðist ráðabrugg sem miðaði að því að bæta fjárhag Nadine og efla viðskiptatengsl Hana hafa hafist aðeins örfáum vikum eftir að Menendez var laus allra mála varðandi hinar meintu mútur frá lækninum.

Hergögn og fjárhagsaðstoð

Samkvæmt ákærunni áttu hjónin fund með Hana og hann samþykkti að setja Nadine á launaskrá hjá fyrirtæki sínu. Í staðinn er Menendez sagður hafa samþykkt að hvetja til aukins samstarfs bandarískra og egypskra stjórnvalda, m.a. með því að útvega þeim síðarnefndu búnað til hernaðar og aðra fjárhagsaðstoð. Þetta var á tíma sem egypsk stjórnvöld áttu allt eins von á því að þau bandarísku myndu skera niður fjárhagsaðstoð vegna uppljóstrana á mannréttindabrotum gagnvart egypskum borgurum.

VerðmætiBíll á nafni viðskiptajöfurs fannst í bílskúr á heimili hjónanna. Þar fundust líka gullstangir og mikið af reiðufé.

Fyrirkomulagið var með þeim hætti, að því er rakið er í ákærunni, að Nadine gerðist milliliður milli eiginmannsins og Hana sem svo aftur kom skilaboðum áfram til egypskra stjórnvalda. Ekki hefur enn verið upplýst hversu hátt í egypska valdastiganum málið nær en Hana var mjög tengdur hermálayfirvöldum í heimalandi sínu.

Fyrirtæki Hana var lítið og stóð illa áður en samkomulagið við hjónin var gert. Fljótlega eftir að því var komið á virðast egypsk yfirvöld hafa fært Hana á silfurfati nánast einokun á útflutningi kjöts frá Bandaríkjunum til Egyptalands. Þessi viðskipti urðu gríðarlega arðbær, bæði fyrir Hana og Nadine, en vöktu spurningar hjá bandarískum yfirvöldum.  

Í kjölfar rannsóknar létu lögregluyfirvöld til skarar skríða síðasta sumar og gerðu húsleit á heimili Menendez og Nadine. Við þá húsleit fundust mikil verðmæti líkt og á undan er rakið – reiðufé, gull og lúxusbíll.

Krafist afsagnar

Demókratinn Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, brást skjótt við eftir að ákæran var gefin út og krafðist afsagnar Menendez. Sambærilegum yfirlýsingum annarra leiðtoga Demókrata fór í kjölfarið að rigna. Engar slíkar yfirlýsingar hafa hins vegar borist frá Hvíta húsinu.

Menendez svaraði fyrir sig á blaðamannafundi og bað fólk „af auðmýkt“ að bíða eftir að „allar staðreyndir málsins“ verði lagðar á borðið. „Ég trúi því staðfastlega að þegar allar staðreyndir verða kunnar verði ég hreinsaður af þessum ásökunum. Hafið í huga að stundum skjátlast saksóknurum.“

Hann útskýrði reiðuféð sem fannst á heimili hans með því að hann hefði í þrjá áratugi tekið út peninga af sparnaðarreikningum sínum og geymt þá heima hjá sér. Peningarnir hafi verið fyrir neyðartilvik því hann sagðist þekkja það vel hvernig það væri að missa allt líkt og fjölskylda hans lenti í á Kúbu á sínum tíma. Hann minntist hvorki á gullstangirnar né lúxusbílinn og neitaði að svara spurningum blaðamanna. Hins vegar vill hann meina að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.

Lögmaður Hana segir ekkert hæft í ákærunni. Nadine heldur því sama fram í yfirlýsingu.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár