Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
Skerðingar Líkt og í fyrravetur mun skortur á heitu vatni í Árborg, komi hann til í langvinnu kuldakasti, fyrst bitna á sundlaugunum. Mynd: Árborg

Rekstur Selfossveitna gæti orðið erfiður í vetur að sögn Sigurðar Þórs Haraldssonar veitustjóra. Væntanlega komi þó ekki til skömmtunar á heitu vatni til heimila ef langvarandi kuldakast verður en að við slíkar aðstæður sé sundlaugum og annarri starfsemi lokað. Í fyrravetur var staðan svipuð og í fordæmalausu kuldakasti sem gekk yfir landið var sundlaugum í Árborg lokað, „því okkar forgangur er að tryggja heimilum heitt vatn“.

Erfiður rekstur hitaveitu er ekki bundinn við veitusvæði Selfossveitna heldur standa mörg sveitarfélög frammi fyrir sambærilegum áskorunum. „Þessi öra uppbygging í samfélaginu er að valda hitaveitunum töluverðu álagi,“ segir Sigurður, „og oft gengið erfiðlega að halda í við hana.“

Í öðru lagi telur Sigurður stöðuna afleiðingu af efnahagshruninu en í kjölfar þess var dregið úr uppbyggingu og viðhaldi á ýmsum sviðum, m.a. í veitukerfum. „Það hefði hins vegar þurft að halda stöðugt áfram að byggja upp svo við værum betur undirbúin að takast á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Mikið rétt: Vatnið mun hækka í verði því sækja þarf það lengra og dýpra. Það eina rétta í stöðunni er því að hækka verðið sem fyrst, þá fer fólk að spara, annars ekki. Hætta sóun, einangra hús og heita potta betur. Gjörnýta jarðvarmann í virkjunum í stað þess að sóa orku í að hita ískalt vatn fyrir hitaveitu. Hita bakrásarvatn í staðinn. Heitvatnsframleiðsla á að vera í forgangi við nýtingu jarðvarmans í nágrenni þéttbýlis en ekki raforkuframleiðsla - auðlindin er ekki ótakmörkuð. Komandi kynslóðir eiga ekki að þurfa að kynda með kolum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár