Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
Skerðingar Líkt og í fyrravetur mun skortur á heitu vatni í Árborg, komi hann til í langvinnu kuldakasti, fyrst bitna á sundlaugunum. Mynd: Árborg

Rekstur Selfossveitna gæti orðið erfiður í vetur að sögn Sigurðar Þórs Haraldssonar veitustjóra. Væntanlega komi þó ekki til skömmtunar á heitu vatni til heimila ef langvarandi kuldakast verður en að við slíkar aðstæður sé sundlaugum og annarri starfsemi lokað. Í fyrravetur var staðan svipuð og í fordæmalausu kuldakasti sem gekk yfir landið var sundlaugum í Árborg lokað, „því okkar forgangur er að tryggja heimilum heitt vatn“.

Erfiður rekstur hitaveitu er ekki bundinn við veitusvæði Selfossveitna heldur standa mörg sveitarfélög frammi fyrir sambærilegum áskorunum. „Þessi öra uppbygging í samfélaginu er að valda hitaveitunum töluverðu álagi,“ segir Sigurður, „og oft gengið erfiðlega að halda í við hana.“

Í öðru lagi telur Sigurður stöðuna afleiðingu af efnahagshruninu en í kjölfar þess var dregið úr uppbyggingu og viðhaldi á ýmsum sviðum, m.a. í veitukerfum. „Það hefði hins vegar þurft að halda stöðugt áfram að byggja upp svo við værum betur undirbúin að takast á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Mikið rétt: Vatnið mun hækka í verði því sækja þarf það lengra og dýpra. Það eina rétta í stöðunni er því að hækka verðið sem fyrst, þá fer fólk að spara, annars ekki. Hætta sóun, einangra hús og heita potta betur. Gjörnýta jarðvarmann í virkjunum í stað þess að sóa orku í að hita ískalt vatn fyrir hitaveitu. Hita bakrásarvatn í staðinn. Heitvatnsframleiðsla á að vera í forgangi við nýtingu jarðvarmans í nágrenni þéttbýlis en ekki raforkuframleiðsla - auðlindin er ekki ótakmörkuð. Komandi kynslóðir eiga ekki að þurfa að kynda með kolum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár