Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
Skerðingar Líkt og í fyrravetur mun skortur á heitu vatni í Árborg, komi hann til í langvinnu kuldakasti, fyrst bitna á sundlaugunum. Mynd: Árborg

Rekstur Selfossveitna gæti orðið erfiður í vetur að sögn Sigurðar Þórs Haraldssonar veitustjóra. Væntanlega komi þó ekki til skömmtunar á heitu vatni til heimila ef langvarandi kuldakast verður en að við slíkar aðstæður sé sundlaugum og annarri starfsemi lokað. Í fyrravetur var staðan svipuð og í fordæmalausu kuldakasti sem gekk yfir landið var sundlaugum í Árborg lokað, „því okkar forgangur er að tryggja heimilum heitt vatn“.

Erfiður rekstur hitaveitu er ekki bundinn við veitusvæði Selfossveitna heldur standa mörg sveitarfélög frammi fyrir sambærilegum áskorunum. „Þessi öra uppbygging í samfélaginu er að valda hitaveitunum töluverðu álagi,“ segir Sigurður, „og oft gengið erfiðlega að halda í við hana.“

Í öðru lagi telur Sigurður stöðuna afleiðingu af efnahagshruninu en í kjölfar þess var dregið úr uppbyggingu og viðhaldi á ýmsum sviðum, m.a. í veitukerfum. „Það hefði hins vegar þurft að halda stöðugt áfram að byggja upp svo við værum betur undirbúin að takast á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Mikið rétt: Vatnið mun hækka í verði því sækja þarf það lengra og dýpra. Það eina rétta í stöðunni er því að hækka verðið sem fyrst, þá fer fólk að spara, annars ekki. Hætta sóun, einangra hús og heita potta betur. Gjörnýta jarðvarmann í virkjunum í stað þess að sóa orku í að hita ískalt vatn fyrir hitaveitu. Hita bakrásarvatn í staðinn. Heitvatnsframleiðsla á að vera í forgangi við nýtingu jarðvarmans í nágrenni þéttbýlis en ekki raforkuframleiðsla - auðlindin er ekki ótakmörkuð. Komandi kynslóðir eiga ekki að þurfa að kynda með kolum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár