Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Gervigreindin ChatGPT 4 Samdi óperutexta á einni og hálfri mínútu. Mynd: Karolina Fund

Hrólfur Sæmundsson, óperusöngvari og tónskáld, semur um þessar mundir tónlist við óperutexta skrifaðan af gervigreind. „Hugmyndin kviknaði eiginlega í búningsherbergi þegar við vorum nokkrir strákar saman í Madama Butterfly núna í vetur í Íslensku óperunni.“ Í gríni báðu þeir gervigreindina að semja alls konar óperutexta. Það kom þeim á óvart að textinn var alls ekki svo slæmur. 

Hrólfur hefur fyrst og fremst verið söngvari hingað til, en langaði nú að helga sig tónsmíðum og varð að láta sér detta spennandi verkefni í hug. „Eftir þetta, þegar við vorum að leika okkur þarna í búningsherberginu með þessa gervigreind, þá datt mér í hug hvort þetta væri ekki svolítið aktúal og spennandi að sjá að hvaða leyti gervigreind gæti gert þetta.“

Hrólfur SæmundssonSemur tónlist við leiktexta gervigreindar fyrir óperusýningu.

Hrólfur hafði samband við vin sinn og heimspeking, Sævar Finnbogason. „Sævar hefur stúderað áhrif gervigreindar og kennir kúrs um þetta í háskólanum.“ Þeir félagar höfðu einnig samband við Ramonu Bartsch óperuleikstjóra. Saman ákváðu þau að hrinda hugmyndinni í framkvæmd með styrk frá Tónskáldasjóði og frjálsum framlögum á Karolina fund

Fjallar um áhrifavalda

Tilgangurinn er að sjá hversu langt gervigreindin, ChatGPT 4, getur gengið í að skapa list. „Í þessu tilfelli er það leiktexti fyrir nútímaóperu,“ segir Hrólfur. Þríeykið setti strangar reglur um það hve miklum upplýsingum Hrólfur mætti mata gervigreindina með þegar hún væri að semja textann. Hann fékk hálftíma til þess að mata hana með upplýsingum.

Fyrst bað Hrólfur gervigreindina um fimm ólíka söguþræði sem gætu virkað fyrir nútímaóperu. „Svo valdi ég einn og bað hana að gera leiktexta út frá honum og ég hafði hálftíma til að hafa áhrif á textann með því að biðja hana að gera hann ljóðrænni, setja meira drama eða bæta við kvartetti.“ 

Hrólfur reyndi þó að hafa sem minnst áhrif á sköpunarferlið sjálft til þess að öll hugmyndavinnan kæmi frá gervigreindinni, sem var aðeins eina og hálfa mínútu að skrifa heila óperu. 

Verkið fjallar um hóp áhrifavalda og lýsir Hrólfur því þannig að aðalpersónan sé milli steins og sleggju með að skilja á milli veruleikans og þess sem er gervi. Þessi hugsmíð gervigreindarinnar er því nokkuð viðeigandi þar sem hún er sjálf gervi, þrátt fyrir að geta búið til eitthvað raunverulegt með hjálp Hrólfs. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Hrólfur vinnur með vélmenni og segir hann samstarfið hafa gengið vel. „Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis.“

„Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis“
Hrólfur Sæmundsson

Nú veltur óperan hins vegar alfarið á honum sjálfum en Hrólfur vinnur hörðum höndum að því að semja tónlist við texta gervigreindarinnar. „Ég var einmitt að klára fyrsta atriði í fyrsta þætti núna áðan,“ segir unga tónskáldið glaður í símann. 

Ekki er búið að negla niður sýningarstaði fyrir óperuna sem stendur en spenntir lesendur geta hlustað á og séð hana einhvern tímann á næsta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár