Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Gervigreindin ChatGPT 4 Samdi óperutexta á einni og hálfri mínútu. Mynd: Karolina Fund

Hrólfur Sæmundsson, óperusöngvari og tónskáld, semur um þessar mundir tónlist við óperutexta skrifaðan af gervigreind. „Hugmyndin kviknaði eiginlega í búningsherbergi þegar við vorum nokkrir strákar saman í Madama Butterfly núna í vetur í Íslensku óperunni.“ Í gríni báðu þeir gervigreindina að semja alls konar óperutexta. Það kom þeim á óvart að textinn var alls ekki svo slæmur. 

Hrólfur hefur fyrst og fremst verið söngvari hingað til, en langaði nú að helga sig tónsmíðum og varð að láta sér detta spennandi verkefni í hug. „Eftir þetta, þegar við vorum að leika okkur þarna í búningsherberginu með þessa gervigreind, þá datt mér í hug hvort þetta væri ekki svolítið aktúal og spennandi að sjá að hvaða leyti gervigreind gæti gert þetta.“

Hrólfur SæmundssonSemur tónlist við leiktexta gervigreindar fyrir óperusýningu.

Hrólfur hafði samband við vin sinn og heimspeking, Sævar Finnbogason. „Sævar hefur stúderað áhrif gervigreindar og kennir kúrs um þetta í háskólanum.“ Þeir félagar höfðu einnig samband við Ramonu Bartsch óperuleikstjóra. Saman ákváðu þau að hrinda hugmyndinni í framkvæmd með styrk frá Tónskáldasjóði og frjálsum framlögum á Karolina fund

Fjallar um áhrifavalda

Tilgangurinn er að sjá hversu langt gervigreindin, ChatGPT 4, getur gengið í að skapa list. „Í þessu tilfelli er það leiktexti fyrir nútímaóperu,“ segir Hrólfur. Þríeykið setti strangar reglur um það hve miklum upplýsingum Hrólfur mætti mata gervigreindina með þegar hún væri að semja textann. Hann fékk hálftíma til þess að mata hana með upplýsingum.

Fyrst bað Hrólfur gervigreindina um fimm ólíka söguþræði sem gætu virkað fyrir nútímaóperu. „Svo valdi ég einn og bað hana að gera leiktexta út frá honum og ég hafði hálftíma til að hafa áhrif á textann með því að biðja hana að gera hann ljóðrænni, setja meira drama eða bæta við kvartetti.“ 

Hrólfur reyndi þó að hafa sem minnst áhrif á sköpunarferlið sjálft til þess að öll hugmyndavinnan kæmi frá gervigreindinni, sem var aðeins eina og hálfa mínútu að skrifa heila óperu. 

Verkið fjallar um hóp áhrifavalda og lýsir Hrólfur því þannig að aðalpersónan sé milli steins og sleggju með að skilja á milli veruleikans og þess sem er gervi. Þessi hugsmíð gervigreindarinnar er því nokkuð viðeigandi þar sem hún er sjálf gervi, þrátt fyrir að geta búið til eitthvað raunverulegt með hjálp Hrólfs. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Hrólfur vinnur með vélmenni og segir hann samstarfið hafa gengið vel. „Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis.“

„Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis“
Hrólfur Sæmundsson

Nú veltur óperan hins vegar alfarið á honum sjálfum en Hrólfur vinnur hörðum höndum að því að semja tónlist við texta gervigreindarinnar. „Ég var einmitt að klára fyrsta atriði í fyrsta þætti núna áðan,“ segir unga tónskáldið glaður í símann. 

Ekki er búið að negla niður sýningarstaði fyrir óperuna sem stendur en spenntir lesendur geta hlustað á og séð hana einhvern tímann á næsta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu