Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.

Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Ástæðan Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur hækkað stýrivexti 14 sinnum í röð, úr 0,75 í 9,25 prósent í baráttu sinni gegn verðbólgu, sem þó er enn 7,7 prósent. Þær hækkanir hafa gert greiðslubyrði óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum óyfirstíganlega fyrir mörg heimili og því eru þau að færa sig í unnvörpum yfir í verðtryggð íbúðalán. Mynd: Seðlabanki Íslands

Heimili landsins hafa greitt niður óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum fyrir 41,3 milljörðum króna meira en þau hafa tekið af slíkum lánum frá síðustu áramótum og út ágústmánuð. Þar munar mestu um uppgreiðslu á lánum sem bera breytilega vexti en á þriggja mánaða tímabili, frá byrjun júní og til loka ágúst, námu uppgreiðslur umfram lántökur á slíkum lánum 35,7 milljörðum króna. 

Uppgreiðslur á íbúðalánum sem bera breytilega óverðtryggða vexti hafa raunar aldrei verið meiri en þær voru í síðasta mánuði, þegar þær voru alls 14 milljarða króna umfram nýjar lántökur. 

Frá byrjun árs hefur taka verðtryggðra lána hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka á hinn bóginn tekið stökk upp á við. Alls er umfang verðtryggðra útlána umfram uppgreiðslur 74,5 milljarðar króna frá áramótum og fram að síðustu mánaðamótum. Það er tvisvar sinnum hærri upphæð en lánuð var til heimila verðtryggt á árinu 2022.

Umfang verðtryggðra íbúðalána í ágúst, þegar alls 17,7 milljarðar króna voru lánaðir út af slíkum lánum, er það mesta sem hefur nokkru sinni verið lánað út verðtryggt til heimila í einum mánuði. 

Þetta má lesa úr nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið.

Ráða ekki lengur við greiðslubyrði

Ástæða þess að fólk flýr unnvörpum úr óverðtryggðum lánum og yfir í verðtryggð lán liggur í miklum hækkunum á stýrivöxtum. Þeir voru 0,75 prósent í apríl 2021 en eru nú 9,25 prósent. Fyrir vikið hafa breytilegir óverðtryggðir vextir farið úr því að vera í kringum 3,4 prósent og í um ellefu prósent á tveimur árum. Þessi kúvending hefur allt að tvöfaldað mánaðarlega greiðslubyrði sumra heimila. 

Við slíkar aðstæður eiga heimilin nokkra kosti. Þau geta sett vaxtaþak á lánin sín, en þá leggst hluti af greiðslubyrðinni á höfuðstól lánanna. Þau geta sent lánin í tímabundin frí, og þá leggst öll mánaðarlega greiðslubyrðin á höfuðstólin. Þau geta lengt í lánunum eða breytt úr jafngreiðsluláni í jafnar afborganir. En sá kostur sem flest heimili sem lenda í greiðsluvandræðum velja er að færa sig úr óverðtryggðu láni, sem tryggir að eign í húsnæði myndast hraðar, yfir í verðtryggt lán, sem tryggir mun lægri greiðslubyrði á mánuði en hefur þær afleiðingar í 7,7 prósent verðbólgu líkt og nú er að eigið fé tekur að étast upp þegar verðbætur leggjast á höfuðstólinn.

Flóttinn mun halda áfram

Búast má við að tilfærslan yfir í verðtryggð lán muni halda áfram næstu ár að óbreyttu. Í nýjasta Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands er greint frá því að fjárhæð þeirra óverðtryggðu íbúðalána sem ljúka fastvaxtatímabilinu sínu á síðustu fimm mánuðum ársins 2023 sé um 53 milljarðar króna. Á næsta ári nemur sú upphæð 128 milljörðum króna og 2025 281 milljarði króna. 

Fastir vextir þeirra sem eru með óverðtryggð lán í banka sem losna á seinni hluta næsta árs eru 4,47 prósent. Því fólki mun standa til boða að færa sig yfir í óverðtryggða vexti sem eru í dag, lík og áður sagði, í besta falli um ellefu prósent.

Haldi yfirstandandi þróun áfram, og fleiri heimili færa sig í sífellu yfir í verðtryggð lán, mun mánaðarleg greiðslubyrði þeirra lækka. Það þýðir að svigrúm til einkaneyslu mun aukast en Seðlabankinn hefur markvisst verið að reyna að draga úr henni í baráttu sinni við verðbólguna. 

Bólan sprungin og húsnæðisverð að lækka

Heildarumfang verðtryggðra útlána hefur farið úr því að 622 milljarðar króna um síðustu áramót í að vera 729 milljarðar króna í lok ágúst. Það er aukning 17 prósent á átta mánuðum. 

Í krónum talið hefur umfang verðtryggðra íbúðalána aldrei verið meira. Ástæðan þess að hækkun á útistandandi verðtryggðum íbúðalánum er umfram þau lán sem voru tekin er sú að í mikilli verðbólgu, líkt og hefur geisað undanfarna mánuði, leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna og hækka hann. 

Umfang óverðtryggðra íbúðalána hefur hins vegar dregist umtalsvert saman síðustu mánuði. Í lok síðasta árs var umfang þess lánastabba um 1.130 milljarðar króna. Í lok júní síðastliðins var hann kominn niður í 1.077 milljarða króna og hafði þar með lækkað um 53 milljarða króna á átta mánuðum, eða um tæp fimm prósent. 

Í Fjármálastöðugleikaritinu var greint frá því að tölfræðipróf sem bankinn framkvæmir til að bera kennsl á bólumyndun á eignamörkuðum sýni að það sé ekki lengur merki um að bóla sé á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðaverð þar hafi þvert á móti lækkað um 5,3 prósent að raunvirði undanfarið ár. Það eru mikil tíðindi enda hækkaði íbúðaverð á svæðinu um þriðjung frá byrjun árs 2021 og fram til síðustu áramót og tvöfaldast á áratug.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Haldi yfirstandandi þróun áfram, og fleiri heimili færa sig í sífellu yfir í verðtryggð lán, mun mánaðarleg greiðslubyrði þeirra lækka. Það þýðir að svigrúm til einkaneyslu mun aukast en Seðlabankinn hefur markvisst verið að reyna að draga úr henni í baráttu sinni við verðbólguna. "

    Með öðrum orðum: Aðgerðir seðlabankans sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast gegn verðbólgu eru byrjaðar að vinna beinlínis gegn því markmiði.
    0
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Krónukollsteypurnar hérlendis setja eina kynslóð í gjaldþrot með reglulegu millibili.

    1980 - 1984, 2 núll sniðin af krónunni eftir röð gengisfellinga og verðtrygging tekin upp eftir að verðbólga mældist yfir 120%.

    2008 - 2010, bankahrunið, þ.m.t. seðlabankinn gjaldþrota, krónan féll um 50 - 65%.

    Og nú, 2023 - ? blasir enn eitt gjaldþrotið við kynslóðinni sem er nýbúin að taka stóra skrefið í húsnæðismálum í góðri trú. Stýrivextir hafa hækkað 14 × í röð og eru hærri en verðbólgan! Breytilegir vextir á húsnæðislánum 11%, yfirdráttarvextir 17%! Verðtrygging, sú vítisvél, dugar ekki ein og sér því við hana bætast 5 eða 7% vextir, alla vega tvöfalt hærri en vextir á hinum norðurlöndunum þar sem verðtrygging er ekki til á neytendalánum.

    Gullöld fjármagnseigenda á Íslandi er gulltryggð!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár