Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.

Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Kasólétt Kálfurinn var líklega í kringum fjórir metrar á lengd. Hann rann út úr kviði móður sinnar en var í skyndi dreginn á brott af starfsmönnum Hvals hf. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Um 4 metra langur kálfur var skorinn úr kviði langreyðar sem dregin var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í morgun að sögn sjónarvotts. Hvalur 9 kom með tvö dýr að landi sem veidd höfðu verið í gær. Fyrra dýrið sem gert var að var karldýr en það seinna stórt kvendýr. Er farið var að gera að því og skera í kvið þess kom í ljós að kýrin var kelfd. Fóstrið var stórt, líklega um 4 metrar að lengd. Langreyðarkálfar eru oft á bilinu 5-6 metrar er þeir fæðast.

Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port, ræddi við blaðamann Heimildarinnar eftir að hafa orðið vitni að því sem fyrir augu bar í Hvalfirði í morgun.

Rann út úr kviði móður sinnar

Er kýrin hafði verið dregin upp úr sjónum og inn á plan hvalstöðvarinnar hófu starfsmenn Hvals hf. þegar í stað að skera hana í sundur. Þeir voru búnir að skera stór stykki úr skrokki hennar þegar komið var að því að opna kviðinn. Það var gert með stórum flenshnífi og í kjölfarið gerðist allt mjög hratt, segir Arne. „Í rauninni þá bara rann kálfurinn út úr kviði móður sinnar.“

Starfsmenn brugðust við í skyndi, kræktu í kálfinn með krókum og drógu hann burt, „svo við gátum ekki tekið fleiri myndir,“ segir Arne. Hann myndaði einnig vertíðina í fyrra. „Nú hef ég orðið vitni að sambærilegu oftsinnis en þetta var öðruvísi,“ heldur hann áfram. „Það var næstum eins og ... þegar kálfurinn var skorinn úr kviði hennar ... að hann væri enn á lífi. Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.“

Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem kelfd kýr er veidd. Það gerðist til dæmis ítrekað á vertíð síðasta sumars eða ellefu sinnum. Það gerðist einnig að minnsta kosti jafnoft á vertíðinni sumarið 2018.

Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.
Arne Feuerhahn,
framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port.

Í eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar Hvals hf. síðasta sumar kom fram að kvendýr hefðu verið í meirihluta þeirra dýra sem veidd voru. Ástæðan er ekki þekkt og gæti verið tilviljun, sagði í skýrslunni. Samkvæmt gögnum Hvals hf. fyrir var heildar hlutfall kvendýra 62%. „Ætla má að meiri líkur séu á að það veiðist kýr með fóstri eða kýr með kálfi, ef hlutfall kvendýra er hærra en karldýra meðal veiddra langreyða.“

Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur, sagði í samtali við Kjarnann í fyrra að miklar líkur væru á því að veiða kelfdar kýr á þessum árstíma. „Þær eru líklega um hálfgengnar eða meira þegar þær eru veiddar.“

FósturLítið fóstur sem skorið var úr kviði langreyðar í fyrrasumar.

Það skýrist af því að þær bera á 2-3 ára fresti að jafnaði. Fengitími þeirra er í desember og burður í nóvember eftir ellefu mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á spena í 6-8 mánuði áður en hann er vaninn undan. Í fyrra var ein kýrin sem Hvalur hf. veiddi mjólkandi sem þýðir að kálfur hefur fylgt henni. Hans hefur að öllum líkindum aðeins beðið dauðinn.

Samkvæmt lögum og reglum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr samkvæmt núgildandi lögum.

Edda Elísabet sagði „ekki möguleika“ að velja á milli kynja eða aldurs fullvaxinna dýra þegar veitt er.

Dreginn burtStarfsmenn Hvals hf. höfðu snör handtök í morgun og kræktu í kálfinn og drógu hann burt.

„Eftir því sem við vitum hafa sautján langreyðar verið drepnar á þessari vertíð,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Eitt dýrið sökk því lína slitnaði og var dauði þess því algerlega tilgangslaus.“

Þá var ein hvalkýrin kelfd og „virðist fóstrið hafa verið mjög stórt og þar með ljóst að það fellur undir lög um velferð dýra,“ segir hún við Heimildina. „Slíkt er siðferðilega óréttlætanlegt.“

Katrín segir að einnig hafi eitt dýrið kvaldist sært í um hálftíma áður en það var drepið. Önnur hafi verið skotin með fleiri en einum skutli og skotin utan marksvæðisins sem tilgreint er í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. „Nú þarf stjórnsýslan að girða sig í brók. Það er að mínu mati kominn tími á að MAST nýti valdheimildir sínar og stöðvi þessa starfsemi sem fer svo augljóslega í bága við dýravelferðarlög og reglugerðir.

Eitt stærsta dýr jarðar

Langreyður er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði. Langreyður er almennt talin farhvalur sem ferðast í átt að heimskautum á vorin og til baka á hlýrri svæða á haustin. Hafið umhverfis Ísland eru einar helstu fæðuslóðir langreyðar í Norður-Atlantshafi.

Hvalveiðar Hvals hf. hófust í byrjun september eftir að matvælaráðherra aflétti banni sem hún setti á með reglugerð í júní. Hvalveiðiskipin héldu fljótlega til veiða en ekki leið á löngu þar til MAST stöðvaði tímabundið veiðar annars þeirra, Hvals 8, vegna gruns um alvarleg frávik. Frávikið fólst í því að tafir urðu á endurskoti á langreyði sem þýddi að dauðastríð hennar varði í um hálfa klukkustund.

 Því veiðibanni var hins vegar aflétt nú í vikunni.

Í fyrra stóð vertíð Hvals til loka september.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Kindur eru heldur ekki eltar uppi og kastað í þær spjótum, á villimannslegan hátt svo séu þær jafnvel hátt í 4.tíma að kveljast til dauða. Eða sleppa helsærðar og verulega skaddaður fyrir lífstíð. Þetta er engin samlíking. Kindur eru ekki kvaldar á eins hræðilegan
    Og Ómannúðlegan hátt. Halló!! Engin önnur skepna er drepin á jafn sadískan hátt. Að finnast þetta í lagi, er ekki í lagi.
    2
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þessi villimenska í boði Bjarna Ben???
    Lögð fram af VG til þess að auka lýkur á að stjórnin tóri út tímabilið?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð viðgengst við stendur Íslands er sú
    að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.
    7
  • Ýrr Baldursdótttir skrifaði
    Ef þetta er ekki dýraníð.. then what is?
    7
  • Axel Axelsson skrifaði
    hvað með fréttir af hvölum sem drepa og éta aðra hvali ? . .
    -17
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Úff, þetta er viðbjóður og bara sorglegt sama hvernig einhverjir óvitar réttlæta þessi dráp.
    13
    • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
      En þúsundir kinda sem voru ca.daga eða viku frá burði bara allt í lagi...meiri hræsnin!
      -11
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Sammála, þetta er skelfilegt að sjá. Og hér réttlætir fólk þetta með “hvað með laxinn og hvað með kindurnar og beljurnar”
      7
    • Elsa Þorbjörg þarf að drífa sig í fyrsta bekk. Kindur eru ekki og hafa aldrei verið í útrýmingarhættu. Hvurs lags kjánaháttur er að láta svona út úr sér
      6
    • Asta Gudmundsdottir skrifaði
      Elsa Þorbjörg, það tekur þessa undraveru næstum því hemingi lengri meðgöngutíma en okkur mannskepnuna eða sirka 15 mánuði hún eignast ekki nema einn kálf þannig að það er ekki alveg sambærilegt kindum. Mun stærra kraftaverk en þegar kona eignast barn, enda er fólk ekki í útrýmingarhættu !!!
      7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár