Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.

Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Aðgerðir bíta Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Mynd: Seðlabanki Íslands

Tölfræðipróf sem Seðlabanki Íslands framkvæmir til að bera kennsl á bólumyndun á eignamörkuðum sýnir að ekki er lengur merki um að bóla sé á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýbirtu fjármálastöðugleikariti bankans. 

Raunar er staðan þannig, eftir tugprósenta hækkanir á íbúðaverði frá byrjun árs 2021 og fram á mitt ár í fyrra, að íbúðaverð hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarið ár, eða um 5,3 prósent að raunvirði. Veltan á íbúðamarkaði hefur dregist mikið saman og kaupsamningar á fyrstu sjö mánuðum ársins 2023 voru 22 prósent færri en á sama tímabili í fyrra. Samhliða hefur íbúðum sem eru til sölu fjölgað mikið, en alls voru rúmlega 4.200 íbúðir á öllu landinu auglýstar til sölu um miðjan septembermánuð. Meðalsölutími íbúða nú er um sex mánuðir en var rúmlega þrír mánuðir í lok árs 2022. 

Þessi þróun hefur verið á meðal leiðandi markmiða Seðlabanka Íslands með þeim aðgerðum sem hann hefur gripið til í baráttu sinni við verðbólguna. Þær aðgerðir hafa meðal annars falið í sér verulega hert lánþegaskilyrði með hámarki á veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfall þeirra íbúðalána sem veitt eru. Sýnilegasta aðgerðin, og sú sem bitið hefur fastast, eru þó þær fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð sem bankinn hefur framkvæmt, og hafa skilað stýrivöxtum í 9,25 prósent. Afleiðing þeirra er meðal annars sú að óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir viðskiptabankanna eru nú í kringum ellefu prósent. Þeir voru 3,3 til 3,4 prósent snemma árs 2021.

Verðið lækkað víða annars staðar

Ísland er ekki eyland í þessum efnum, þótt stýrivextir hafi hækkað meira hérlendis en víða annars staðar og verðbólgan ætli að verða þrálátari hér. Stýrivextir Englandsbanka hafa til að mynda verið hækkaðir jafn oft í yfirstandandi hækkunarferli og vextir á Íslandi, en samt sem áður brot af íslensku vöxtunum, eða 5,25 prósent. Vextir Seðlabanka Evrópu eru fjögur prósent og í Bandaríkjunum eru þeir 5,5 prósent. 

Í fjármálastöðugleikaritinu segir að hvað íbúðaverð í öðrum löndum varði þá hafi verð íbúða lækkað töluvert að raunvirði í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ári en hefur tekið að hækka aftur á síðustu mánuðum. „Í Svíþjóð hefur íbúðaverð lækkað nokkuð stöðugt að raunvirði frá febrúar í fyrra eftir miklar hækkanir þar á undan. Nýleg spá Seðlabankans í Svíþjóð gerir ráð fyrir áframhaldandi lækkun íbúðaverðs inn í haustið. Í Bretlandi og Noregi hefur dregið úr raunverðslækkun íbúðarhúsnæðis á síðustu mánuðum.“

Laun kunna að hækka umfram íbúðaverð

Íbúðaverð á Íslandi hefur líka haldið áfram að lækka í samanburði við ákvarðandi þætti sem alla jafna ráða þróun þess til lengri tíma litið. Seðlabankinn bendir á að launavísitala hafi hækkað umfram íbúðaverð að undanförnu enda hafi verið töluverðar nafnlaunahækkanir í síðustu kjarasamningum. „Árshækkun launavísitölunnar mældist nærri 11 prósent í lok júlí og hafði á sama tíma hækkað um 10 prósent umfram vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð spenna hefur einkennt vinnumarkaðinn undanfarið og því kunna laun að hækka umfram íbúðaverð á komandi vetri.“

Talsvert misvægi myndaðist milli íbúða- og leiguverðs á tímum kórónuveirufaraldursins, bæði vegna lækkunar leiguverðs og vegna hratt hækkandi íbúðaverðs. Nokkuð hefur dregið úr misvæginu og hafði hlutfall íbúðaverðs og leiguverðs lækkað um rúmlega átta prósent í júlí frá sama tíma í fyrra. Leiguverð hækkaði um nærri tíu prósent að nafnvirði milli ára í júlí, eða tæplega tvö prósent að raunvirði. Seðlabankinn segir að leiguverð hafi því haldist nokkuð vel í hendur við almennt verðlag undanfarið ár.

Eins hefur áfram dregið úr fráviki íbúðaverðs frá langtímaleitni sem mældist 6,8 prósent í júlí 2023, en var 17,4 prósent ári fyrr. Þá lækkaði hlutfall vísitölu íbúðaverðs og byggingakostnaðar um 5,2 prósent á sama tímabili.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Er þetta ekki algjör smjörklípa? Aðalatriðið hlýtur að vera að aldrei hefur verið byggt minna af íbúðum, byggingariðnaður íbúða nánast botnfrosinn, á sama tíma og fólksfjölgun er sú mesta hlutfallslega síðan sautján hundruð og súrkál. Er Seðlabankinn ekki að slá ryki í augu ungs fólks sem aldrei mun geta keypt íbúð meðan stýrivextir eru þetta háir? Vekja óljósar væntingar um að nú sé allt orðið betra, þó byggingamarkaðurinn sé í raun lamaður frá sjónarhóli ungs fólks?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár