Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.

Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Aðgerðir bíta Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Mynd: Seðlabanki Íslands

Tölfræðipróf sem Seðlabanki Íslands framkvæmir til að bera kennsl á bólumyndun á eignamörkuðum sýnir að ekki er lengur merki um að bóla sé á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýbirtu fjármálastöðugleikariti bankans. 

Raunar er staðan þannig, eftir tugprósenta hækkanir á íbúðaverði frá byrjun árs 2021 og fram á mitt ár í fyrra, að íbúðaverð hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarið ár, eða um 5,3 prósent að raunvirði. Veltan á íbúðamarkaði hefur dregist mikið saman og kaupsamningar á fyrstu sjö mánuðum ársins 2023 voru 22 prósent færri en á sama tímabili í fyrra. Samhliða hefur íbúðum sem eru til sölu fjölgað mikið, en alls voru rúmlega 4.200 íbúðir á öllu landinu auglýstar til sölu um miðjan septembermánuð. Meðalsölutími íbúða nú er um sex mánuðir en var rúmlega þrír mánuðir í lok árs 2022. 

Þessi þróun hefur verið á meðal leiðandi markmiða Seðlabanka Íslands með þeim aðgerðum sem hann hefur gripið til í baráttu sinni við verðbólguna. Þær aðgerðir hafa meðal annars falið í sér verulega hert lánþegaskilyrði með hámarki á veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfall þeirra íbúðalána sem veitt eru. Sýnilegasta aðgerðin, og sú sem bitið hefur fastast, eru þó þær fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð sem bankinn hefur framkvæmt, og hafa skilað stýrivöxtum í 9,25 prósent. Afleiðing þeirra er meðal annars sú að óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir viðskiptabankanna eru nú í kringum ellefu prósent. Þeir voru 3,3 til 3,4 prósent snemma árs 2021.

Verðið lækkað víða annars staðar

Ísland er ekki eyland í þessum efnum, þótt stýrivextir hafi hækkað meira hérlendis en víða annars staðar og verðbólgan ætli að verða þrálátari hér. Stýrivextir Englandsbanka hafa til að mynda verið hækkaðir jafn oft í yfirstandandi hækkunarferli og vextir á Íslandi, en samt sem áður brot af íslensku vöxtunum, eða 5,25 prósent. Vextir Seðlabanka Evrópu eru fjögur prósent og í Bandaríkjunum eru þeir 5,5 prósent. 

Í fjármálastöðugleikaritinu segir að hvað íbúðaverð í öðrum löndum varði þá hafi verð íbúða lækkað töluvert að raunvirði í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ári en hefur tekið að hækka aftur á síðustu mánuðum. „Í Svíþjóð hefur íbúðaverð lækkað nokkuð stöðugt að raunvirði frá febrúar í fyrra eftir miklar hækkanir þar á undan. Nýleg spá Seðlabankans í Svíþjóð gerir ráð fyrir áframhaldandi lækkun íbúðaverðs inn í haustið. Í Bretlandi og Noregi hefur dregið úr raunverðslækkun íbúðarhúsnæðis á síðustu mánuðum.“

Laun kunna að hækka umfram íbúðaverð

Íbúðaverð á Íslandi hefur líka haldið áfram að lækka í samanburði við ákvarðandi þætti sem alla jafna ráða þróun þess til lengri tíma litið. Seðlabankinn bendir á að launavísitala hafi hækkað umfram íbúðaverð að undanförnu enda hafi verið töluverðar nafnlaunahækkanir í síðustu kjarasamningum. „Árshækkun launavísitölunnar mældist nærri 11 prósent í lok júlí og hafði á sama tíma hækkað um 10 prósent umfram vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð spenna hefur einkennt vinnumarkaðinn undanfarið og því kunna laun að hækka umfram íbúðaverð á komandi vetri.“

Talsvert misvægi myndaðist milli íbúða- og leiguverðs á tímum kórónuveirufaraldursins, bæði vegna lækkunar leiguverðs og vegna hratt hækkandi íbúðaverðs. Nokkuð hefur dregið úr misvæginu og hafði hlutfall íbúðaverðs og leiguverðs lækkað um rúmlega átta prósent í júlí frá sama tíma í fyrra. Leiguverð hækkaði um nærri tíu prósent að nafnvirði milli ára í júlí, eða tæplega tvö prósent að raunvirði. Seðlabankinn segir að leiguverð hafi því haldist nokkuð vel í hendur við almennt verðlag undanfarið ár.

Eins hefur áfram dregið úr fráviki íbúðaverðs frá langtímaleitni sem mældist 6,8 prósent í júlí 2023, en var 17,4 prósent ári fyrr. Þá lækkaði hlutfall vísitölu íbúðaverðs og byggingakostnaðar um 5,2 prósent á sama tímabili.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Er þetta ekki algjör smjörklípa? Aðalatriðið hlýtur að vera að aldrei hefur verið byggt minna af íbúðum, byggingariðnaður íbúða nánast botnfrosinn, á sama tíma og fólksfjölgun er sú mesta hlutfallslega síðan sautján hundruð og súrkál. Er Seðlabankinn ekki að slá ryki í augu ungs fólks sem aldrei mun geta keypt íbúð meðan stýrivextir eru þetta háir? Vekja óljósar væntingar um að nú sé allt orðið betra, þó byggingamarkaðurinn sé í raun lamaður frá sjónarhóli ungs fólks?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár