Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
Grindavíkurhöfn Veiðigjöld þurfa að standa undir þjónustu sem ríkið veitir sjávarútveginum en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, segir stjórn Landverndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umhverfið og almenningur er ekki sett í öndvegi í niðurstöðum starfshópa Auðlindarinnar okkar sem áformað er að nýta við smíði nýrra heildarlaga á sviði fiskveiðistjórnunar. Þess í stað eru hagsmunir stórra útgerða „heilt yfir“ í fyrirrúmi, segir í ítarlegri umsögn stjórnar Landverndar um niðurstöðurnar sem matvælaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar í Samráðsgátt.

Landvernd segir „sterkar réttlætingar“ að finna í tillögunum um óbreytt aflamarkskerfi og að veiðigjöld séu sanngjörn óbreytt. Jafnframt skorti á umfjöllun um skattaskjól, arðrán í Namibíu og mútumál sem upp hafi komið á síðustu árum sem hafa orðið til þess að almenningur er tortrygginn í garð sjávarútvegsfyrirtækja. Þá eru að mati samtakanna aðgerðir og umfjöllun um raunverulega sjálfbærni og verndun hafsins í miklum minnihluta. Gagnrýnt er að starfshóparnir ræddu ekki við umhverfisverndarfólk í vinnu sinni „í ljósi þess að stóru áskoranir mannkyns á næstu árum og áratugum eru á sviði umhverfismála og að vistspor sjávarútvegsins er vissulega stórt“. Setur Landvernd að auki stórt spurningarmerki við að tillögur um umhverfismál séu hlutfallslega fáar en að fjölmargar þeirra fjalli hins vegar um markaðssetningu fiskafurða.

„Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“
Stjórn Landverndar

Landvernd kallar í umsögn sinni m.a. eftir hærri mengunargjöldum á sjávarútveginn, að botnvörpuveiðar verði að mestu bannaðar innan fiskveiðilögsögunnar og sjávarútvegurinn hætti að hafa eftirlit með sjálfum sér í úrgangsmálum.

Hefur eftirlit með sjálfum sér

Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar kemur m.a. fram að ekki sé talin ástæða til átaks stjórnvalda varðandi úrgang sem fellur til í sjávarútvegi þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sjái um skráningu og söfnun á úrgangi. Þetta er ekki ásættanlegt að mati Landverndar sem gagnrýnir þá ráðstöfun að útvegurinn sjái um eftirlit með sjálfum sér að þessu leyti. Það stuðli ekki að betri umgengni við hafið. „Stór hluti þess úrgangs sem finnst í hafinu og rekur á strandir kemur frá skipum þannig að mörg sjávarútvegsfyrirtæki virðast ekki sýna þá ábyrgð sem er forsenda fyrir því að fela þeim umsjón með þessum málum.“

Landvernd styður að öll botnvörpuveiði verði bönnuð innan 12 mílna landhelgi líkt og lagt er til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Slík veiðarfæri valdi mikilli eyðileggingu á einstöku lífríki á hafsbotni sem bindi mikið kolefni og sé auk þess mikilvæg uppeldisstöð fiskistofna. Landvernd vill þó ganga mun lengra og að nú þegar verði sett fram tímaáætlun um að botnvörpuveiðar verði bannaðar með öllu í íslenskri lögsögu, a.m.k. fyrir veiðar á þeim tegundum sem hægt er að veiða á annan hátt.

Fyrirtæki þurfa hvata og gjöld

OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa gefið út að kolefnisgjald verði að hækka til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Í umsögninni rifjar Landvernd upp að hækkun kolefnisgjalds, t.d. í Svíþjóð, hafi haft mjög jákvæð áhrif á samdrátt í losun án þess að hafa neikvæð áhrif á efnahaginn.

Þá telur stjórn Landverndar nauðsynlegt að koma á skýrri áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi – burtséð frá áformum um orkuskipti. „Reynsla er ólygnust um það að fyrirtæki draga ekki sjálfviljug úr losun“, benda samtökin á og að hvatar, gjöld og reglur séu forsendur þess að árangur náist.

Landvernd styður að stofnaður verði sjóður í þessum tilgangi en telur tillögur um samfjármögnun ekki nógu lýsandi. „Þótt  slíkur sjóður ætti að vera í umsjón ríkisins telur Landvernd óeðlilegt að ríkið leggi fjármagn inn í svo stóra og umdeilda atvinnugrein.“

Sérstæður samningurSamkvæmt samningi við Úrvinnslusjóð sér sjávarútvegurinn sjálfur, í gegnum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, um gagnasöfnun og eftirlit með úrgangi, m.a. töpuðum veiðarfærum. Þetta segir Landvernd óásættanlegt. Eftirlitið verði að vera í höndum annarra.

Fjármagna ætti sjóðinn í gegnum mengunargjöld á sjávarútveginn sjálfan „þannig að þeir sem losa mest borgi mest“. Ef gjaldinu yrði dreift aftur til greinarinnar í loftslagsvænar aðgerðir sé líklegt að atvinnuvegurinn sjálfur tæki það í sátt.

Það skýtur að mati Landverndar skökku við að þrátt fyrir að almenningur telji að veruleg spilling og skortur á heiðarleika sé viðvarandi í sjávarútvegi sé ekki að finna tillögur í lokaniðurstöðum starfshópa sem taki á slíku. „Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“, segir í umsögninni. Þá rýri það lokaniðurstöðurnar að ekki sé fjallað um meintar mútugreiðslur, möguleg lögbrot og arðrán íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum. Í raun séu siðferðiskröfur til sjávarútvegsins ekki að finna í lokaniðurstöðum starfshópanna.

Tilraunir til að réttlæta óbreytt veiðigjald

„Þær deilur sem staðið hafa um sjávarútveginn kjarnast í því að kvótahafar greiði ekki nægjanlega til samfélagsins heldur hagnist sjálfir ævintýralega“, segir stjórn Landverndar. Veiðigjöld þurfi að standa undir þjónustu sem ríkið veitir greininni en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar.

 Alls 83% aðspurðra í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar telja að veiðigjaldið eigi að vera hærra. „Þrátt fyrir þetta eru gerðar tilraunir í lokaniðurstöðu hópanna til að réttlæta óbreytt veiðigjald og óbreytt kvótakerfi. Þá er því haldið fram að vegna sölu á kvóta hafi auðlindarentu þegar verið komið í verð og hún greidd til einkaaðila og ekki hægt að sækja hana til núverandi kvótahafa.“ Þessi fullyrðing veikir að mati Landverndar mjög trúverðugleika vinnu við Auðlindina okkar „og benda því miður til þess að stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu um lokaniðurstöður starfshópa“.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Mikið er gott að Landvernd tjái sig, því togveiðar SPILLA LÍFRIKI HAFSINS, togveiðar hraða SÚRNUN SJÁVAR og hafa HÁTT KOLEFNISSPOR. Einnig hefði Landvernd mátt minnast á dragnótaveiðar. Það verkfæri er notað langt inn á firði og verkfærið skefur niður “sjávarhlíðar” með sínum botndrægu verkfærum.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Úbs !
    2
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    ALLT KOSTAR PENINGA NÚ TIL DAGA AMMA GAMLA
    1
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Gleymum ekki að kvótakerfið var sett á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Í starfshópnum ,, Auðlindin okkar" er áréttað að virðiskeðjakeðja á einni hendi, öðru nafni einokun, gefur vel af sér. Svo er talað um sátt.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    DJÓK-DJÓK og meira DJÓK
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár