Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Sófa­kartafl­an rýn­ir í nýj­ustu þáttar­öð­ina af Glow-Up ...

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Áhugafólk um förðun og fagurt handbragð athugið: Nýjasta þáttaröðin af Glow-Up er dottin í hús. Ótrúlegt hæfileikafólk úr öllum borgum, sveitum og skírum Stóra-Bretlands og Írlands er samankomið í fullbúnu sminkherbergi. Öll eru þau til í slaginn og spennt að keppa um titilinn „Best í sminki“. Einn helsti kostur þáttanna er sá að í Glow-up fá introvertar jafnt sem extrovertar og extraextrovertar, stelpur, strákar og stálp, að láta ljós sitt skína í umhverfi þar sem þeirra kyn, kynvitund og kyntjáning eru jafn sjálfsögð og fótbolti og átthagakórar í öðru umhverfi.

Dómarar þáttanna eru sem endranær; sminkdrottningin Val Garland, yfirskeggjaði förðunarfræðingurinn Dominic Skinner ásamt langri strollu af gestadómurum. Dokum þó aðeins við, getur verið að þetta sé fjórða sería og þriðji þáttastjórnandinn tekinn við? Hvað varð um hina geðþekku ungfrú Jama? Einhver er nú starfsmannaveltan hjá breska RÚV.

Fleiri mikilvægar spurningar brenna á vörum áhorfenda: Munu nýju keppendurnir standast álagið eða bugast? Ætlar Val að brjóta odd af oflæti sínu, píra augun bak við gleraugun og mæla töfraorðin: „Ding, dong, darling“ (DDD á Glow-up-ísku útleggst sem: „Vá, framúrskarandi vinnubrögð!“)? Þessi upphrópun er af sama meiði og Hollywood handabandið úr þáttunum The Great British Bake Off. Ef Paul Hollywood tekur í spaðann á keppanda þýðir það að viðkomandi hafi farið fram úr öllum væntingum. Bretar virðast greinilega vera mjög hrifnir af því að aðla fólk með ýmsu móti.

Þættir af þessu tagi eru flokkaðir sem raunveruleikaþættir. Að mínu mati er raunveruleikasjónvarp í sinni tærustu mynd þegar við fáum að fylgjast með lífi og lífsins sorgum fólks og stjörnur þáttanna reyna að vera áhugavert sjónvarpsefni. Frægast er líklega mæðraveldið Kardashian. Sú keppni snýst bara um áhorfstölur og kapphlaup lífsgæðanna. Glow-Up eru að mínu mati ekki meiri raunveruleikaþættir en til dæmis Gettu betur. Keppendur eru raunverulegt fólk í báðum tilvikum.

Við fáum að heyra baksögur þeirra á milli þess sem þeir leysa þrautir eða keppa í hæfni. Munurinn er aðallega sá að Gettu betur fólkið deilir ekki erfiðum lífsreynslusögum með áhorfendum líkt og Glow-up keppendur gera. Kannski væri áhugavert að hlusta á áfallasögur á milli hraðaspurningahlutans og bjölluspurninganna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár