Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Sófa­kartafl­an rýn­ir í nýj­ustu þáttar­öð­ina af Glow-Up ...

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Áhugafólk um förðun og fagurt handbragð athugið: Nýjasta þáttaröðin af Glow-Up er dottin í hús. Ótrúlegt hæfileikafólk úr öllum borgum, sveitum og skírum Stóra-Bretlands og Írlands er samankomið í fullbúnu sminkherbergi. Öll eru þau til í slaginn og spennt að keppa um titilinn „Best í sminki“. Einn helsti kostur þáttanna er sá að í Glow-up fá introvertar jafnt sem extrovertar og extraextrovertar, stelpur, strákar og stálp, að láta ljós sitt skína í umhverfi þar sem þeirra kyn, kynvitund og kyntjáning eru jafn sjálfsögð og fótbolti og átthagakórar í öðru umhverfi.

Dómarar þáttanna eru sem endranær; sminkdrottningin Val Garland, yfirskeggjaði förðunarfræðingurinn Dominic Skinner ásamt langri strollu af gestadómurum. Dokum þó aðeins við, getur verið að þetta sé fjórða sería og þriðji þáttastjórnandinn tekinn við? Hvað varð um hina geðþekku ungfrú Jama? Einhver er nú starfsmannaveltan hjá breska RÚV.

Fleiri mikilvægar spurningar brenna á vörum áhorfenda: Munu nýju keppendurnir standast álagið eða bugast? Ætlar Val að brjóta odd af oflæti sínu, píra augun bak við gleraugun og mæla töfraorðin: „Ding, dong, darling“ (DDD á Glow-up-ísku útleggst sem: „Vá, framúrskarandi vinnubrögð!“)? Þessi upphrópun er af sama meiði og Hollywood handabandið úr þáttunum The Great British Bake Off. Ef Paul Hollywood tekur í spaðann á keppanda þýðir það að viðkomandi hafi farið fram úr öllum væntingum. Bretar virðast greinilega vera mjög hrifnir af því að aðla fólk með ýmsu móti.

Þættir af þessu tagi eru flokkaðir sem raunveruleikaþættir. Að mínu mati er raunveruleikasjónvarp í sinni tærustu mynd þegar við fáum að fylgjast með lífi og lífsins sorgum fólks og stjörnur þáttanna reyna að vera áhugavert sjónvarpsefni. Frægast er líklega mæðraveldið Kardashian. Sú keppni snýst bara um áhorfstölur og kapphlaup lífsgæðanna. Glow-Up eru að mínu mati ekki meiri raunveruleikaþættir en til dæmis Gettu betur. Keppendur eru raunverulegt fólk í báðum tilvikum.

Við fáum að heyra baksögur þeirra á milli þess sem þeir leysa þrautir eða keppa í hæfni. Munurinn er aðallega sá að Gettu betur fólkið deilir ekki erfiðum lífsreynslusögum með áhorfendum líkt og Glow-up keppendur gera. Kannski væri áhugavert að hlusta á áfallasögur á milli hraðaspurningahlutans og bjölluspurninganna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár