Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Sófa­kartafl­an rýn­ir í nýj­ustu þáttar­öð­ina af Glow-Up ...

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Áhugafólk um förðun og fagurt handbragð athugið: Nýjasta þáttaröðin af Glow-Up er dottin í hús. Ótrúlegt hæfileikafólk úr öllum borgum, sveitum og skírum Stóra-Bretlands og Írlands er samankomið í fullbúnu sminkherbergi. Öll eru þau til í slaginn og spennt að keppa um titilinn „Best í sminki“. Einn helsti kostur þáttanna er sá að í Glow-up fá introvertar jafnt sem extrovertar og extraextrovertar, stelpur, strákar og stálp, að láta ljós sitt skína í umhverfi þar sem þeirra kyn, kynvitund og kyntjáning eru jafn sjálfsögð og fótbolti og átthagakórar í öðru umhverfi.

Dómarar þáttanna eru sem endranær; sminkdrottningin Val Garland, yfirskeggjaði förðunarfræðingurinn Dominic Skinner ásamt langri strollu af gestadómurum. Dokum þó aðeins við, getur verið að þetta sé fjórða sería og þriðji þáttastjórnandinn tekinn við? Hvað varð um hina geðþekku ungfrú Jama? Einhver er nú starfsmannaveltan hjá breska RÚV.

Fleiri mikilvægar spurningar brenna á vörum áhorfenda: Munu nýju keppendurnir standast álagið eða bugast? Ætlar Val að brjóta odd af oflæti sínu, píra augun bak við gleraugun og mæla töfraorðin: „Ding, dong, darling“ (DDD á Glow-up-ísku útleggst sem: „Vá, framúrskarandi vinnubrögð!“)? Þessi upphrópun er af sama meiði og Hollywood handabandið úr þáttunum The Great British Bake Off. Ef Paul Hollywood tekur í spaðann á keppanda þýðir það að viðkomandi hafi farið fram úr öllum væntingum. Bretar virðast greinilega vera mjög hrifnir af því að aðla fólk með ýmsu móti.

Þættir af þessu tagi eru flokkaðir sem raunveruleikaþættir. Að mínu mati er raunveruleikasjónvarp í sinni tærustu mynd þegar við fáum að fylgjast með lífi og lífsins sorgum fólks og stjörnur þáttanna reyna að vera áhugavert sjónvarpsefni. Frægast er líklega mæðraveldið Kardashian. Sú keppni snýst bara um áhorfstölur og kapphlaup lífsgæðanna. Glow-Up eru að mínu mati ekki meiri raunveruleikaþættir en til dæmis Gettu betur. Keppendur eru raunverulegt fólk í báðum tilvikum.

Við fáum að heyra baksögur þeirra á milli þess sem þeir leysa þrautir eða keppa í hæfni. Munurinn er aðallega sá að Gettu betur fólkið deilir ekki erfiðum lífsreynslusögum með áhorfendum líkt og Glow-up keppendur gera. Kannski væri áhugavert að hlusta á áfallasögur á milli hraðaspurningahlutans og bjölluspurninganna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár