Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa

Yrði Sunda­brú en ekki Sunda­göng fyr­ir val­inu yf­ir Klepps­vík sem hluti af Sunda­braut eru all­ar lík­ur á að skipa­kom­ur legð­ust af inn­an brú­ar. Brú­in hefði að öðr­um kosti þurft að vera 55 metra há.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa
Brú eða göng? Sundagöng eru sögð kosta um 14 milljörðum meira en Sundabrú. En ef brú yrði fyrir valinu þyrfti að endurhanna Sundahöfn.

Í nýrri matsáætlun Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um Sundabraut eru settir fram tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur; Sundabrú og Sundagöng. Brúin myndi liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldi brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða.

En innan þessarar staðsetningar er athafnasvæði Samskipa og segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að við undirbúning Sundabrautar og í samskiptum við hagsmunaaðila hafi komið fram að yrði Sundabrú fyrir valinu væru allar líkur á því að skipakomur legðust af innan brúar. „Að jafnaði vilja skipafélög ekki vera takmörkunum háð jafnvel þótt í undantekningartilvikum sé,“ segir hann í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um hvernig þetta yrði útfært. „Samfara uppbyggingu Sundabrúar þyrfti þá að ráðast í nauðsynlegar breytingar á innviðum Sundahafnar til þess að bregðast við þessari tilfærslu í skipakomum.“

Vegagerðin lagði í vinnu við að skoða möguleika á svokallaðri hábrú yfir Kleppsvík enda var slík hugmynd þegar komin fram fyrir tæpum tveimur áratugum og var sá valkostur m.a. tekinn til mats á umhverfisáhrifum árið 2004.

Með hábrú er átt við brú sem liggur það hátt að hún hindrar ekki skipaumferð um Sundahöfn. Og hvað þyrfti hún að vera há svo að flutningaskip Samskipa kæmust undir hana?

HábrúEf skip ættu að komast undir Sundabrú þyrfti hún að vera 55 metrar á hæð í siglingarennunni. Það er ansi mikið. Hallgrímskirkja er um 74 metrar á hæð.

Upphaflega var reiknað með að siglingarrennan fyrir skipin þyrfti að vera 100 metra breið og frí hæð 48 metrar. Faxaflóahafnir, sem eru stór og mikilvægur hagsmunaaðili í Sundabrautarverkefninu, gerðu hins vegar kröfu um 55 metra siglingarhæð, segir í upprifjun á þessum valkosti í nýju matsáætluninni. Þrátt fyrir þá hæð þykir ljóst að brúin myndi snerta hafnaraðstöðuna vegna stöpla brúarinnar sem þrengdu athafnasvæði skipa. Einnig þyrfti að verja stöplana fyrir árekstri skipa.

Alltof mikill halli

Vegna þess hversu stutt er yfir Kleppsvík, myndi þessi mikla brúarhæð að auki leiða til mikils langhalla vegarins og yrði að gera ráð fyrir aukaakreinum fyrir stóra bíla, segir ennfremur í nýju matsáætluninni. Einnig er mikill langhalli óæskilegur vegna umferðaröryggis. Þá takmarkar hallinn og hæðin áhuga hjólandi og gangandi vegfarenda á að nota brúna. Brúin yrði vegna hæðarinnar mjög áberandi í landslaginu og þyrfti „að vanda mjög til verka“ til að hún færi vel. „Ef vel tekst til gæti hún hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá,“ segir í matsáætluninni. Ekki sé þó líklegt að hagkvæmasta brúin myndi uppfylla „útlitsóskir“ til mannvirkisins.

Af þessum sökum var ekki talin ástæða til að taka hábrú til frekari skoðunar.

En  hvað með opnanlega brú?

Annar kostur var einnig til skoðunar og þykir hann ekki heldur fýsilegur en það er opnanleg brú. Slík brú „leysir úr flestum annmörkum hábrúar“ að því er fram kemur í upprifjun á þessum valkosti í matsáætluninni. Þar segir að tvær gerðir séu algengastar af opnanlegum brúm; þ.e. lyftubrú (e. bascule bridge) þar sem brúargólfið lyftist frá láréttri stöðu upp í lóðrétta og snúningsbrú (e. swing bridge) þar sem brúargólfið snýst 90 gráður í plani og opnar brúarhöfin báðum megin við snúningsásinn.

MannvirkiSnúningsbrú (Duwamish River) í Seattle.

„Vegna breiddar siglingarrennunnar kemur einungis til greina að gera snúningsbrú yfir Sundahöfn,“ segir í matsáætluninni. Brúin yrði lágbrú og því lítt áberandi en þar með myndi hún takmarka aðkomu skipa að viðlegukanti meira en hábrú. Ókostir opnanlegrar brúar tengjast flestir miklum truflunum á umferð bæði bíla og skipa. „Miðað við spár um umferð um Sundabraut verða biðraðir mjög langar á annatímum þegar opna þarf brú,“ segir í matsáætluninni. „Því þarf að banna skipaumferð undir brúna á álagstímum bílaumferðar.“

Ef vel tekst til gæti hábrú hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá.“
Úr matsáætlun

Það sem helst varð til þess að opnanleg brú var ekki tekin til greina er að hún er dýr miðað við lengd, hún getur valdið miklum töfum á bílaumferð og sömuleiðis skipaumferð og skapað árekstrarhættu.

Sundagöng yrðu dýrari en brú, segir í matsáætluninni, en miðað við svör upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er þar með ekki öll sagan sögð því flytja þyrfti athafnasvæði Samskipa, að minnsta kosti að hluta, yrði brúargerð ofan á.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Auðvitað væri mjög skynsamlegt að flytja flutningastarfsemi Eimskipa og Samskipa til Þorlákshafnar. Þar er nægt svæði og land, möguleikar til hafnargerðar margvíslegir. Siglingaleiðin myndi styttast töluvert og þar með verða hagkvæmari. Líklega myndu þessir flutningar og framkvæmdir borga sig á um áratug og yrðu uppfrá því aðeins hagnaðarauki.
    Þá er landið við Sundahöfn margfalt verðmætara og þar yrði unnt að nýta það betur og hagkvæmar við breytingar á landnýtingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár