Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Umhverfismat Sundabrautar hafið – Framkvæmdir hefjist 2026

Hún hef­ur ver­ið á teikni­borð­inu í hálfa öld og nú, reynd­ar í ann­að sinn, er mat á um­hverf­isáhrif­um Sunda­braut­ar milli Sæ­braut­ar og Kjal­ar­ness haf­ið. Brýr, göng, mis­læg gatna­mót, laxa­ganga, út­sýni og gaml­ir, gas­los­andi sorp­haug­ar eru með­al þess sem skoða á of­an í kjöl­inn.

Umhverfismat Sundabrautar hafið – Framkvæmdir hefjist 2026
Framkvæmdasvæðið Framkvæmdasvæðið sem Sundabraut myndi fara um er allt í eigu Reykjavíkurborgar. Sundabraut myndi liggja frá Sæbraut og upp á Kjalarnes. Mynd: Vegagerðin

Segja má að hugmyndin að Sundabraut hafi fyrst verið sett fram árið 1975 og núna, tæplega hálfri öld síðar, hefur rykið verið dustað rækilega af áformum sem hafa í alla þessa áratugi oftsinnis komið til umræðu. Ef áætlanir ganga eftir munu framkvæmdir við þessa margumtöluðu braut, sem yrði ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, hefjast þegar árið 2026 og vera lokið fimm árum síðar, árið 2031. Þá gæti fólk og farartæki farið að streyma yfir (eða undir) sundin blá, ýmist í stokkum, mögulega göngum eða á brúm og þá um eða yfir eyjar, voga og firði. Og í þessari atrennu að Sundabraut er stefnt að því að byggja hana í einum áfanga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í matsáætlun Sundabrautar frá Sæbraut upp á Kjalarnes sem Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hefur lagt fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Matsáætlun er upphafsskref umhverfismats framkvæmda sem stofnanir, almenningur og aðrir hagsmunaaðilar geta tekið þátt í með athugasemdum og umsögnum.

Brú eða göng?Tillögur að legu Sundabrúar annars vegar og Sundaganga hins vegar.

Tilgangur framkvæmdanna er rakinn ítarlega í matsáætluninni og m.a. sagður sá að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, auka skilvirkni umferðar á svæðinu, dreifing umferðar á fleiri leiðir og fjölgun flóttaleiða út úr borginni. Í umhverfismatsferlinu á að meta áhrif á loftslag, hafstrauma, náttúruminjar og verndarsvæði, dýralíf og á ásýnd og landslag, svo dæmi séu tekin.

Kolefnisspor Sundabrautar hefur þegar verið reiknað, segir í matsáætluninni, en verður ekki útgefið fyrr en á síðari stigum ferlisins.

Smá sagnfræði

Árið 1975 var Klettsvíkurbrú svokölluð sett fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Sú tillaga átti eftir að taka töluverðum breytingum og hin svonefnda Sundabraut var ekki sett á aðalskipulag fyrr en 1981. Áratug síðar var hún tekin í tölu þjóðvega og hófst undirbúningur hennar fyrir alvöru árið 1995.

Árið 2004 féll úrskurður Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslu fyrsta áfanga brautarinnar og féllst stofnunin á alla kosti sem lagðir voru fram. Hins vegar voru þá komnar fram athugasemdir við að jarðgöng hefðu ekki verið tekin til mats. Vinna við slíkt mat hófst en skýrsla þar um var aldrei lögð fram til Skipulagsstofnunar og ekki heldur umhverfismatsskýrsla 2. áfanga framkvæmdarinnar. Vegna ástands í efnahagsmálum eftir hrun og óeiningar um leiðarval sem þá var orðin augljós lá frekari vinna við Sundabraut niðri um nokkurt skeið.

Þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 2018 með vinnu starfshóps á vegum samgönguráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn skilaði skýrslu sinni árið 2021 þar sem lega Sundabrautar var rýnd og þeir tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur sem taldir eru koma til greina teknir til umfjöllunar; annars vegar Sundabrú, sem myndi tengjast Sæbraut til móts við Holtaveg, og hins vegar Sundagöng. Jafnframt var það niðurstaða hópsins að Sundabrú væri um 14 milljörðum króna ódýrari kostur en Sundagöng. Göng hefðu hins vegar minni sjónræn áhrif og brúarframkvæmdir aukin áhrif á hafnarstarfsemi á framkvæmdatíma.

Göng eða brú um Kleppsvík?

Nú er vinna við frumdrög Sundabrautar hafin að nýju sem og undirbúningur framkvæmda, sem meðal annars felst í umhverfismati. Í skýrslu um matsáætlun, sem nú liggur frammi til kynningar, eru settir fram tveir valkostir fyrir þverun Kleppsvíkur: Sundagöng (jarðgöng undir höfnina og Kleppsvík) og Sundabrú (yfir höfnina og Kleppsvík). Þá eru settir fram þrír valkostir fyrir legu í Gufunesi og tveir fyrir legu brúar um Kollafjörð.

Leiðin langaSundabraut myndi liggja frá Sæbraut til Kjalarness.

 Ólíkt því sem áður var er nú fyrirhugað að Sundabraut verði framkvæmd í einum áfanga í stað tveggja en við mat á umhverfisáhrifum verður svæðinu skipt í fjóra hluta:

Hluti I: Sæbraut – Gufunes.

• Hluti II: Gufunes – Geldinganes.

• Hluti III: Geldinganes – Álfsnes.

• Hluti IV: Álfsnes – Kjalarnes.

Ef Sundabrú yrði fyrir valinu myndi hún liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldri brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða. Sundagöng myndu hins vegar tengjast við Sæbraut á tveimur stöðum; til vesturs vestan við Dalbraut og hins vegar til suðurs milli Holtavegar og Kleppsmýrarvegar.

Þrír valkostir koma til greina fyrir legu Sundabrautar í Gufunesi en þaðan færi hún svo austan við nýju byggðina í Gufunesi og að Eiðsvík. Gert er ráð fyrir að Geldinganesið verði þverað í beinni línu við austurhluta nessins.

 

Frá Geldinganesi lægi Sundabraut að mestu á fyllingum yfir Leiruvog, en gert er ráð fyrir tveimur um 80 metra löngum brúm í voginum. Leiruvogur er grunnur og þar eru stór leirusvæði, fjölbreyttur strandgróður og mikið fuglalíf. Í voginn renna Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá og Úlfarsá. Meta á mögulegar breytingar á seltu og straumum í Leiruvogi með tilkomu framkvæmdanna, og hugsanleg áhrif þess á lífríki. Auk þess verður metið hvort rask á framkvæmdatíma geti haft áhrif á sjógöngufiska.

Frá Leiruvogi færi brautin yfir Gunnunes og þaðan áfram yfir Álfsnes.

Tveir valkostir eru til skoðunar fyrir þverun Kollafjarðar. Á svokallaðri innri leið myndi Sundabraut þvera Kollafjörð vestan Helguskers og tengjast Vesturlandsvegi vestan Leiðhamra. Ytri leiðin myndi þvera fjörðinn um 200 metrum utar.

Innan áhrifasvæðis fyrirhugaðrar Sundabrautar eru svæði sem njóta verndar. Má þar nefna Gufuneshöfða, vesturhorn Laugarness og eyjar á Kollafirði. Þá myndi brautin liggja í nálægð við önnur friðlýst svæði s.s. Blikastaðakró og Elliðavog. Á svæðinu er einnig að finna fornminjar og eru margar þeirra friðlýstar m.a. á Gufunesi, Geldinganesi og Álfsnesi.

Í umhverfismatsskýrslu verða áhrif framkvæmdarinnar á ásýnd og landslag einnig metin. Vinna á líkanmyndir af Sundabraut til að bera saman sjónræn áhrif mismunandi valkosta. Leitast verður við, segir í matsáætluninni, að sýna einkennandi útsýni frá fjölförnum stöðum, íbúabyggð og stöðum sem þykja mikilvægir með tilliti til útivistar og útsýnis.

Á samgönguáætlun

Sundabraut er innan samþykktrar þingsályktunartillögu um samgönguáætlun til ársins 2034. Í tillögunni er ekki gerð grein fyrir kostnaði framkvæmdarinnar heldur er bent á að unnið sé að því að fjármagna Sundabraut í samstarfi við einkaaðila.

Almenningur og aðrir hagsmunaaðilar sem og stofnanir hafa nú um fjórar vikur til að skila athugasemdum við matsáætlunina til Skipulagsstofnunar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Það er líka svolítið skrýtið að aldrei skuli vera skoðað að taka Sundabrautina í land á Geirsnefinu; fara utan í Gufuneshöfðanum, þvera Grafarvog utarlega og tengja umferðina inn í slaufurnar við Elliðaárnar. Alltsvo hugsa þetta sem framhald af Reykjanesbrautinni og sleppa þessari rándýru þverun Elliðavogs.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Við þetta má bæta að við fyrstu hugmyndirnar um þessa Sundabraut var fullyrt að ekki síðar en um 2006 myndi þessi leið verða ekin. Nú hefur ekki verið lagður svo mikið sem einn metri af henni.
    Í millitíðinni var lagt ofurkapp á að breikka og tvöfalda Vesturlandsveginn. Það þótti hagkvæmara en hefur valdið því að Mosfellsbærinn er nánast skipt niður í tvo helminga fyrir vikið. Þetta var einnig afardýr framkvæmd sem enn hefur verið að föndra við.
    Nú má reikna með töluverðri andstöðu um Sundabrautina m.a. þeirra sem njóta sjávarútsýnis í Staðarhverfi og vestast í Mosfellsbæ. Einnig þarf að huga vel að lífríki Leirvogs sem er mjög viðkvæmt þar sem fuglalíf er mikið og þar halda selir við. Hvaða áhrif hefur þessi framkvæmd á fiska en þarna eiga bæði laxar og kolar leið um?
    Vonandi verður ekkert fúsk við undirbúning og framkvæmd þessa viðamikla verkefnis og ekki endurtekin mistök eins og gerð voru í Kolgrafarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi hérna um árið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár