Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa

Yrði Sunda­brú en ekki Sunda­göng fyr­ir val­inu yf­ir Klepps­vík sem hluti af Sunda­braut eru all­ar lík­ur á að skipa­kom­ur legð­ust af inn­an brú­ar. Brú­in hefði að öðr­um kosti þurft að vera 55 metra há.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa
Brú eða göng? Sundagöng eru sögð kosta um 14 milljörðum meira en Sundabrú. En ef brú yrði fyrir valinu þyrfti að endurhanna Sundahöfn.

Í nýrri matsáætlun Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um Sundabraut eru settir fram tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur; Sundabrú og Sundagöng. Brúin myndi liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldi brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða.

En innan þessarar staðsetningar er athafnasvæði Samskipa og segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að við undirbúning Sundabrautar og í samskiptum við hagsmunaaðila hafi komið fram að yrði Sundabrú fyrir valinu væru allar líkur á því að skipakomur legðust af innan brúar. „Að jafnaði vilja skipafélög ekki vera takmörkunum háð jafnvel þótt í undantekningartilvikum sé,“ segir hann í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um hvernig þetta yrði útfært. „Samfara uppbyggingu Sundabrúar þyrfti þá að ráðast í nauðsynlegar breytingar á innviðum Sundahafnar til þess að bregðast við þessari tilfærslu í skipakomum.“

Vegagerðin lagði í vinnu við að skoða möguleika á svokallaðri hábrú yfir Kleppsvík enda var slík hugmynd þegar komin fram fyrir tæpum tveimur áratugum og var sá valkostur m.a. tekinn til mats á umhverfisáhrifum árið 2004.

Með hábrú er átt við brú sem liggur það hátt að hún hindrar ekki skipaumferð um Sundahöfn. Og hvað þyrfti hún að vera há svo að flutningaskip Samskipa kæmust undir hana?

HábrúEf skip ættu að komast undir Sundabrú þyrfti hún að vera 55 metrar á hæð í siglingarennunni. Það er ansi mikið. Hallgrímskirkja er um 74 metrar á hæð.

Upphaflega var reiknað með að siglingarrennan fyrir skipin þyrfti að vera 100 metra breið og frí hæð 48 metrar. Faxaflóahafnir, sem eru stór og mikilvægur hagsmunaaðili í Sundabrautarverkefninu, gerðu hins vegar kröfu um 55 metra siglingarhæð, segir í upprifjun á þessum valkosti í nýju matsáætluninni. Þrátt fyrir þá hæð þykir ljóst að brúin myndi snerta hafnaraðstöðuna vegna stöpla brúarinnar sem þrengdu athafnasvæði skipa. Einnig þyrfti að verja stöplana fyrir árekstri skipa.

Alltof mikill halli

Vegna þess hversu stutt er yfir Kleppsvík, myndi þessi mikla brúarhæð að auki leiða til mikils langhalla vegarins og yrði að gera ráð fyrir aukaakreinum fyrir stóra bíla, segir ennfremur í nýju matsáætluninni. Einnig er mikill langhalli óæskilegur vegna umferðaröryggis. Þá takmarkar hallinn og hæðin áhuga hjólandi og gangandi vegfarenda á að nota brúna. Brúin yrði vegna hæðarinnar mjög áberandi í landslaginu og þyrfti „að vanda mjög til verka“ til að hún færi vel. „Ef vel tekst til gæti hún hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá,“ segir í matsáætluninni. Ekki sé þó líklegt að hagkvæmasta brúin myndi uppfylla „útlitsóskir“ til mannvirkisins.

Af þessum sökum var ekki talin ástæða til að taka hábrú til frekari skoðunar.

En  hvað með opnanlega brú?

Annar kostur var einnig til skoðunar og þykir hann ekki heldur fýsilegur en það er opnanleg brú. Slík brú „leysir úr flestum annmörkum hábrúar“ að því er fram kemur í upprifjun á þessum valkosti í matsáætluninni. Þar segir að tvær gerðir séu algengastar af opnanlegum brúm; þ.e. lyftubrú (e. bascule bridge) þar sem brúargólfið lyftist frá láréttri stöðu upp í lóðrétta og snúningsbrú (e. swing bridge) þar sem brúargólfið snýst 90 gráður í plani og opnar brúarhöfin báðum megin við snúningsásinn.

MannvirkiSnúningsbrú (Duwamish River) í Seattle.

„Vegna breiddar siglingarrennunnar kemur einungis til greina að gera snúningsbrú yfir Sundahöfn,“ segir í matsáætluninni. Brúin yrði lágbrú og því lítt áberandi en þar með myndi hún takmarka aðkomu skipa að viðlegukanti meira en hábrú. Ókostir opnanlegrar brúar tengjast flestir miklum truflunum á umferð bæði bíla og skipa. „Miðað við spár um umferð um Sundabraut verða biðraðir mjög langar á annatímum þegar opna þarf brú,“ segir í matsáætluninni. „Því þarf að banna skipaumferð undir brúna á álagstímum bílaumferðar.“

Ef vel tekst til gæti hábrú hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá.“
Úr matsáætlun

Það sem helst varð til þess að opnanleg brú var ekki tekin til greina er að hún er dýr miðað við lengd, hún getur valdið miklum töfum á bílaumferð og sömuleiðis skipaumferð og skapað árekstrarhættu.

Sundagöng yrðu dýrari en brú, segir í matsáætluninni, en miðað við svör upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er þar með ekki öll sagan sögð því flytja þyrfti athafnasvæði Samskipa, að minnsta kosti að hluta, yrði brúargerð ofan á.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Auðvitað væri mjög skynsamlegt að flytja flutningastarfsemi Eimskipa og Samskipa til Þorlákshafnar. Þar er nægt svæði og land, möguleikar til hafnargerðar margvíslegir. Siglingaleiðin myndi styttast töluvert og þar með verða hagkvæmari. Líklega myndu þessir flutningar og framkvæmdir borga sig á um áratug og yrðu uppfrá því aðeins hagnaðarauki.
    Þá er landið við Sundahöfn margfalt verðmætara og þar yrði unnt að nýta það betur og hagkvæmar við breytingar á landnýtingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár