Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa

Yrði Sunda­brú en ekki Sunda­göng fyr­ir val­inu yf­ir Klepps­vík sem hluti af Sunda­braut eru all­ar lík­ur á að skipa­kom­ur legð­ust af inn­an brú­ar. Brú­in hefði að öðr­um kosti þurft að vera 55 metra há.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa
Brú eða göng? Sundagöng eru sögð kosta um 14 milljörðum meira en Sundabrú. En ef brú yrði fyrir valinu þyrfti að endurhanna Sundahöfn.

Í nýrri matsáætlun Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um Sundabraut eru settir fram tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur; Sundabrú og Sundagöng. Brúin myndi liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldi brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða.

En innan þessarar staðsetningar er athafnasvæði Samskipa og segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að við undirbúning Sundabrautar og í samskiptum við hagsmunaaðila hafi komið fram að yrði Sundabrú fyrir valinu væru allar líkur á því að skipakomur legðust af innan brúar. „Að jafnaði vilja skipafélög ekki vera takmörkunum háð jafnvel þótt í undantekningartilvikum sé,“ segir hann í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um hvernig þetta yrði útfært. „Samfara uppbyggingu Sundabrúar þyrfti þá að ráðast í nauðsynlegar breytingar á innviðum Sundahafnar til þess að bregðast við þessari tilfærslu í skipakomum.“

Vegagerðin lagði í vinnu við að skoða möguleika á svokallaðri hábrú yfir Kleppsvík enda var slík hugmynd þegar komin fram fyrir tæpum tveimur áratugum og var sá valkostur m.a. tekinn til mats á umhverfisáhrifum árið 2004.

Með hábrú er átt við brú sem liggur það hátt að hún hindrar ekki skipaumferð um Sundahöfn. Og hvað þyrfti hún að vera há svo að flutningaskip Samskipa kæmust undir hana?

HábrúEf skip ættu að komast undir Sundabrú þyrfti hún að vera 55 metrar á hæð í siglingarennunni. Það er ansi mikið. Hallgrímskirkja er um 74 metrar á hæð.

Upphaflega var reiknað með að siglingarrennan fyrir skipin þyrfti að vera 100 metra breið og frí hæð 48 metrar. Faxaflóahafnir, sem eru stór og mikilvægur hagsmunaaðili í Sundabrautarverkefninu, gerðu hins vegar kröfu um 55 metra siglingarhæð, segir í upprifjun á þessum valkosti í nýju matsáætluninni. Þrátt fyrir þá hæð þykir ljóst að brúin myndi snerta hafnaraðstöðuna vegna stöpla brúarinnar sem þrengdu athafnasvæði skipa. Einnig þyrfti að verja stöplana fyrir árekstri skipa.

Alltof mikill halli

Vegna þess hversu stutt er yfir Kleppsvík, myndi þessi mikla brúarhæð að auki leiða til mikils langhalla vegarins og yrði að gera ráð fyrir aukaakreinum fyrir stóra bíla, segir ennfremur í nýju matsáætluninni. Einnig er mikill langhalli óæskilegur vegna umferðaröryggis. Þá takmarkar hallinn og hæðin áhuga hjólandi og gangandi vegfarenda á að nota brúna. Brúin yrði vegna hæðarinnar mjög áberandi í landslaginu og þyrfti „að vanda mjög til verka“ til að hún færi vel. „Ef vel tekst til gæti hún hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá,“ segir í matsáætluninni. Ekki sé þó líklegt að hagkvæmasta brúin myndi uppfylla „útlitsóskir“ til mannvirkisins.

Af þessum sökum var ekki talin ástæða til að taka hábrú til frekari skoðunar.

En  hvað með opnanlega brú?

Annar kostur var einnig til skoðunar og þykir hann ekki heldur fýsilegur en það er opnanleg brú. Slík brú „leysir úr flestum annmörkum hábrúar“ að því er fram kemur í upprifjun á þessum valkosti í matsáætluninni. Þar segir að tvær gerðir séu algengastar af opnanlegum brúm; þ.e. lyftubrú (e. bascule bridge) þar sem brúargólfið lyftist frá láréttri stöðu upp í lóðrétta og snúningsbrú (e. swing bridge) þar sem brúargólfið snýst 90 gráður í plani og opnar brúarhöfin báðum megin við snúningsásinn.

MannvirkiSnúningsbrú (Duwamish River) í Seattle.

„Vegna breiddar siglingarrennunnar kemur einungis til greina að gera snúningsbrú yfir Sundahöfn,“ segir í matsáætluninni. Brúin yrði lágbrú og því lítt áberandi en þar með myndi hún takmarka aðkomu skipa að viðlegukanti meira en hábrú. Ókostir opnanlegrar brúar tengjast flestir miklum truflunum á umferð bæði bíla og skipa. „Miðað við spár um umferð um Sundabraut verða biðraðir mjög langar á annatímum þegar opna þarf brú,“ segir í matsáætluninni. „Því þarf að banna skipaumferð undir brúna á álagstímum bílaumferðar.“

Ef vel tekst til gæti hábrú hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá.“
Úr matsáætlun

Það sem helst varð til þess að opnanleg brú var ekki tekin til greina er að hún er dýr miðað við lengd, hún getur valdið miklum töfum á bílaumferð og sömuleiðis skipaumferð og skapað árekstrarhættu.

Sundagöng yrðu dýrari en brú, segir í matsáætluninni, en miðað við svör upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er þar með ekki öll sagan sögð því flytja þyrfti athafnasvæði Samskipa, að minnsta kosti að hluta, yrði brúargerð ofan á.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Auðvitað væri mjög skynsamlegt að flytja flutningastarfsemi Eimskipa og Samskipa til Þorlákshafnar. Þar er nægt svæði og land, möguleikar til hafnargerðar margvíslegir. Siglingaleiðin myndi styttast töluvert og þar með verða hagkvæmari. Líklega myndu þessir flutningar og framkvæmdir borga sig á um áratug og yrðu uppfrá því aðeins hagnaðarauki.
    Þá er landið við Sundahöfn margfalt verðmætara og þar yrði unnt að nýta það betur og hagkvæmar við breytingar á landnýtingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár