Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umhverfismat Sundabrautar hafið – Framkvæmdir hefjist 2026

Hún hef­ur ver­ið á teikni­borð­inu í hálfa öld og nú, reynd­ar í ann­að sinn, er mat á um­hverf­isáhrif­um Sunda­braut­ar milli Sæ­braut­ar og Kjal­ar­ness haf­ið. Brýr, göng, mis­læg gatna­mót, laxa­ganga, út­sýni og gaml­ir, gas­los­andi sorp­haug­ar eru með­al þess sem skoða á of­an í kjöl­inn.

Umhverfismat Sundabrautar hafið – Framkvæmdir hefjist 2026
Framkvæmdasvæðið Framkvæmdasvæðið sem Sundabraut myndi fara um er allt í eigu Reykjavíkurborgar. Sundabraut myndi liggja frá Sæbraut og upp á Kjalarnes. Mynd: Vegagerðin

Segja má að hugmyndin að Sundabraut hafi fyrst verið sett fram árið 1975 og núna, tæplega hálfri öld síðar, hefur rykið verið dustað rækilega af áformum sem hafa í alla þessa áratugi oftsinnis komið til umræðu. Ef áætlanir ganga eftir munu framkvæmdir við þessa margumtöluðu braut, sem yrði ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, hefjast þegar árið 2026 og vera lokið fimm árum síðar, árið 2031. Þá gæti fólk og farartæki farið að streyma yfir (eða undir) sundin blá, ýmist í stokkum, mögulega göngum eða á brúm og þá um eða yfir eyjar, voga og firði. Og í þessari atrennu að Sundabraut er stefnt að því að byggja hana í einum áfanga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í matsáætlun Sundabrautar frá Sæbraut upp á Kjalarnes sem Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hefur lagt fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Matsáætlun er upphafsskref umhverfismats framkvæmda sem stofnanir, almenningur og aðrir hagsmunaaðilar geta tekið þátt í með athugasemdum og umsögnum.

Brú eða göng?Tillögur að legu Sundabrúar annars vegar og Sundaganga hins vegar.

Tilgangur framkvæmdanna er rakinn ítarlega í matsáætluninni og m.a. sagður sá að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, auka skilvirkni umferðar á svæðinu, dreifing umferðar á fleiri leiðir og fjölgun flóttaleiða út úr borginni. Í umhverfismatsferlinu á að meta áhrif á loftslag, hafstrauma, náttúruminjar og verndarsvæði, dýralíf og á ásýnd og landslag, svo dæmi séu tekin.

Kolefnisspor Sundabrautar hefur þegar verið reiknað, segir í matsáætluninni, en verður ekki útgefið fyrr en á síðari stigum ferlisins.

Smá sagnfræði

Árið 1975 var Klettsvíkurbrú svokölluð sett fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Sú tillaga átti eftir að taka töluverðum breytingum og hin svonefnda Sundabraut var ekki sett á aðalskipulag fyrr en 1981. Áratug síðar var hún tekin í tölu þjóðvega og hófst undirbúningur hennar fyrir alvöru árið 1995.

Árið 2004 féll úrskurður Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslu fyrsta áfanga brautarinnar og féllst stofnunin á alla kosti sem lagðir voru fram. Hins vegar voru þá komnar fram athugasemdir við að jarðgöng hefðu ekki verið tekin til mats. Vinna við slíkt mat hófst en skýrsla þar um var aldrei lögð fram til Skipulagsstofnunar og ekki heldur umhverfismatsskýrsla 2. áfanga framkvæmdarinnar. Vegna ástands í efnahagsmálum eftir hrun og óeiningar um leiðarval sem þá var orðin augljós lá frekari vinna við Sundabraut niðri um nokkurt skeið.

Þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 2018 með vinnu starfshóps á vegum samgönguráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn skilaði skýrslu sinni árið 2021 þar sem lega Sundabrautar var rýnd og þeir tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur sem taldir eru koma til greina teknir til umfjöllunar; annars vegar Sundabrú, sem myndi tengjast Sæbraut til móts við Holtaveg, og hins vegar Sundagöng. Jafnframt var það niðurstaða hópsins að Sundabrú væri um 14 milljörðum króna ódýrari kostur en Sundagöng. Göng hefðu hins vegar minni sjónræn áhrif og brúarframkvæmdir aukin áhrif á hafnarstarfsemi á framkvæmdatíma.

Göng eða brú um Kleppsvík?

Nú er vinna við frumdrög Sundabrautar hafin að nýju sem og undirbúningur framkvæmda, sem meðal annars felst í umhverfismati. Í skýrslu um matsáætlun, sem nú liggur frammi til kynningar, eru settir fram tveir valkostir fyrir þverun Kleppsvíkur: Sundagöng (jarðgöng undir höfnina og Kleppsvík) og Sundabrú (yfir höfnina og Kleppsvík). Þá eru settir fram þrír valkostir fyrir legu í Gufunesi og tveir fyrir legu brúar um Kollafjörð.

Leiðin langaSundabraut myndi liggja frá Sæbraut til Kjalarness.

 Ólíkt því sem áður var er nú fyrirhugað að Sundabraut verði framkvæmd í einum áfanga í stað tveggja en við mat á umhverfisáhrifum verður svæðinu skipt í fjóra hluta:

Hluti I: Sæbraut – Gufunes.

• Hluti II: Gufunes – Geldinganes.

• Hluti III: Geldinganes – Álfsnes.

• Hluti IV: Álfsnes – Kjalarnes.

Ef Sundabrú yrði fyrir valinu myndi hún liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldri brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða. Sundagöng myndu hins vegar tengjast við Sæbraut á tveimur stöðum; til vesturs vestan við Dalbraut og hins vegar til suðurs milli Holtavegar og Kleppsmýrarvegar.

Þrír valkostir koma til greina fyrir legu Sundabrautar í Gufunesi en þaðan færi hún svo austan við nýju byggðina í Gufunesi og að Eiðsvík. Gert er ráð fyrir að Geldinganesið verði þverað í beinni línu við austurhluta nessins.

 

Frá Geldinganesi lægi Sundabraut að mestu á fyllingum yfir Leiruvog, en gert er ráð fyrir tveimur um 80 metra löngum brúm í voginum. Leiruvogur er grunnur og þar eru stór leirusvæði, fjölbreyttur strandgróður og mikið fuglalíf. Í voginn renna Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá og Úlfarsá. Meta á mögulegar breytingar á seltu og straumum í Leiruvogi með tilkomu framkvæmdanna, og hugsanleg áhrif þess á lífríki. Auk þess verður metið hvort rask á framkvæmdatíma geti haft áhrif á sjógöngufiska.

Frá Leiruvogi færi brautin yfir Gunnunes og þaðan áfram yfir Álfsnes.

Tveir valkostir eru til skoðunar fyrir þverun Kollafjarðar. Á svokallaðri innri leið myndi Sundabraut þvera Kollafjörð vestan Helguskers og tengjast Vesturlandsvegi vestan Leiðhamra. Ytri leiðin myndi þvera fjörðinn um 200 metrum utar.

Innan áhrifasvæðis fyrirhugaðrar Sundabrautar eru svæði sem njóta verndar. Má þar nefna Gufuneshöfða, vesturhorn Laugarness og eyjar á Kollafirði. Þá myndi brautin liggja í nálægð við önnur friðlýst svæði s.s. Blikastaðakró og Elliðavog. Á svæðinu er einnig að finna fornminjar og eru margar þeirra friðlýstar m.a. á Gufunesi, Geldinganesi og Álfsnesi.

Í umhverfismatsskýrslu verða áhrif framkvæmdarinnar á ásýnd og landslag einnig metin. Vinna á líkanmyndir af Sundabraut til að bera saman sjónræn áhrif mismunandi valkosta. Leitast verður við, segir í matsáætluninni, að sýna einkennandi útsýni frá fjölförnum stöðum, íbúabyggð og stöðum sem þykja mikilvægir með tilliti til útivistar og útsýnis.

Á samgönguáætlun

Sundabraut er innan samþykktrar þingsályktunartillögu um samgönguáætlun til ársins 2034. Í tillögunni er ekki gerð grein fyrir kostnaði framkvæmdarinnar heldur er bent á að unnið sé að því að fjármagna Sundabraut í samstarfi við einkaaðila.

Almenningur og aðrir hagsmunaaðilar sem og stofnanir hafa nú um fjórar vikur til að skila athugasemdum við matsáætlunina til Skipulagsstofnunar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Það er líka svolítið skrýtið að aldrei skuli vera skoðað að taka Sundabrautina í land á Geirsnefinu; fara utan í Gufuneshöfðanum, þvera Grafarvog utarlega og tengja umferðina inn í slaufurnar við Elliðaárnar. Alltsvo hugsa þetta sem framhald af Reykjanesbrautinni og sleppa þessari rándýru þverun Elliðavogs.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Við þetta má bæta að við fyrstu hugmyndirnar um þessa Sundabraut var fullyrt að ekki síðar en um 2006 myndi þessi leið verða ekin. Nú hefur ekki verið lagður svo mikið sem einn metri af henni.
    Í millitíðinni var lagt ofurkapp á að breikka og tvöfalda Vesturlandsveginn. Það þótti hagkvæmara en hefur valdið því að Mosfellsbærinn er nánast skipt niður í tvo helminga fyrir vikið. Þetta var einnig afardýr framkvæmd sem enn hefur verið að föndra við.
    Nú má reikna með töluverðri andstöðu um Sundabrautina m.a. þeirra sem njóta sjávarútsýnis í Staðarhverfi og vestast í Mosfellsbæ. Einnig þarf að huga vel að lífríki Leirvogs sem er mjög viðkvæmt þar sem fuglalíf er mikið og þar halda selir við. Hvaða áhrif hefur þessi framkvæmd á fiska en þarna eiga bæði laxar og kolar leið um?
    Vonandi verður ekkert fúsk við undirbúning og framkvæmd þessa viðamikla verkefnis og ekki endurtekin mistök eins og gerð voru í Kolgrafarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi hérna um árið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár