Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlög til stjórnmálaflokka standa í stað milli ára og verða 692 milljónir

Fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækk­uð um­tals­vert með ákvörð­un sem tek­in var síðla árs 2017. Sú ákvörð­un hef­ur gjör­breytt fjár­hags­stöðu flokk­anna. Fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni hef­ur sett Sjálf­stæð­is­flokk­inn í allt aðra fjár­hags­stöðu en aðra flokka. Eig­ið fé hans er tíu sinn­um meira en fram­lag­ið sem hann fær úr rík­is­sjóði.

Framlög til stjórnmálaflokka standa í stað milli ára og verða 692 milljónir
Þingsetning Alþingi var sett í síðustu viku og þingstörfin eru nú hafin af alvöru eftir langt sumarfrí. Mynd: Heiða Helgadóttir

Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru hækkuð umtalsvert með ákvörðun sem tekin var síðla árs 2017. Sú ákvörðun hefur gjörbreytt fjárhagsstöðu flokkanna. Fasteignaþróunarverkefni hefur sett Sjálfstæðisflokkinn í allt aðra fjárhagsstöðu en aðra flokka. Eigið fé hans er tíu sinnum meira en framlagið sem hann fær úr ríkissjóði.

Þeir stjórnmálaflokkar sem fá fé úr ríkissjóði á næsta ári til að standa undir starfsemi sinni munu skipta á milli sín 692,2 milljónum króna, sem er sama krónutala og flokkarnir fengu í sinn hlut í ár. Því lækkar framlagið að raunvirði milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem lagt var fram í síðustu viku. 

Allir flokkar sem fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða í þingkosningum eiga rétt á framlaginu í samræmi við það atkvæðamagn sem þeir fengu. Því fær Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk flest atkvæði, hæsta framlagið en Sósíalistaflokkur Íslands, sem fékk fæst atkvæði, það lægsta. 

Staða flokka gjörbreyttist með ríkisfé

Fram­lög til stjórn­­­­­mála­­­flokka úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð veru­­­lega í byrjun síð­­­asta kjör­­­tíma­bils. Til­­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­­sent var sam­­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­­ónir króna. Fram­lögin hækk­­uðu síðan jafnt og þétt og voru 728,2 millj­­ónir króna á árunum 2020 til 2022. 

Framlagið var lækkað lítillega, um 36 milljónir króna, í fjárlögum yfirstandandi árs. Með því var verið að sýna lit þess efnis að stjórnmálaflokkarnir væru að leggja sín lóð á vogarskálar þess að draga úr þensluhvetjandi útgjöldum ríkissjóðs. 

Fjárhagur stjórnmálaflokkanna hefur kúvenst eftir að þeir voru settir á fjárlög. Eigið fé þeirra jókst sam­tals um 748,5 millj­­arða króna frá árs­lokum 2017 og til loka árs 2020, fyrst og síðast vegna þessara framlaga. 

Þessu til staðfestingar má benda á að þorri allra tekna þeirra flokka sem áttu sæti á Alþingi árið 2020 kom úr sameiginlegum sjóðum. Í til­­­­­felli Flokks fólks­ins og Pírata komu 98 pró­­­sent tekna úr rík­­­is­­­sjóði eða frá Alþingi eða sveit­­ar­­fé­lög­um, í til­­­­­felli Mið­­­flokks­ins var hlut­­­fall tekna úr opin­berum sjóðum tæp­­­lega 94 pró­­­sent, hjá Vinstri grænum 92 pró­­­sent og rúm­­­lega 91 pró­­­sent tekna Við­reisnar komu úr opin­berum sjóð­­­um.

Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn sótti 87 pró­­­sent tekna sinna á árinu 2020 í opin­bera sjóði, Sam­­­fylk­ingin 75 pró­­­sent og Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn 66 pró­­­sent. 

Töpuðu allir á kosningaári nema Sjálfstæðisflokkur

Þessi staða breyttist aðeins á árinu 2021, sem er síðasta árið sem ársreikningar stjórnmálaflokkanna liggja fyrir vegna, en þá aðallega vegna breytinga á fjármálum Sjálfstæðisflokksins. Hann hagnaðist um 227 milljónir króna á því ári þrátt fyrir að fram færu þingkosningar, sem eru flokkunum afar kostnaðarsamar. Ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 340 milljónir króna greiddar fyrir sölu byggingaréttar á lóðinni í kringum Valhöll, þar sem unnið er að því að reisa fimm hæða skrifstofubyggingu og fjölbýlishús með 47 íbúðum. Vegna þessa rúmlega tvöfölduðust tekjur flokksins milli ára og voru 708 milljónir króna. Auk þess jókst virði fasteigna í hans eigu úr 647 milljónum króna í rúmlega 1,2 milljarða króna. Þessi tekjuaukning og virðismatsbreyting gerði það að verkum að eigið fé Sjálfstæðisflokksins, sem fær um 160 milljónir króna úr ríkissjóði árlega, var komið upp í rúmlega 1,2 milljarða króna í lok árs 2021 og hafði aukist um 770 milljónir króna á einu ári. 

Allir aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi skiluðu tapi á árinu 2021, enda stórjukust útgjöld þeirra vegna kosninganna sem fram fóru það ár. Þeim hafði þó tekist að safna í ansi digra kosningasjóði með ríkisframlögum áranna á undan.

Tveir flokkar voru með neikvætt eigið fé í lok árs 2021, Framsóknarflokkurinn, sem skuldaði 26,2 milljónum krónum meira en hann átti, og Viðreisn, sem var með neikvætt eigið fé upp á 35 milljónir króna. Báðir hafa þó getað rétt við stöðuna í fyrra, en þá fékk Framsókn, eftir mikla fylgisaukningu í kosningunum 2021, tæplega 122 milljónir króna í ríkisstyrk og Viðreisn um 65 milljónir króna.  

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það er nú frekar grátbroslegt að það sé talað um eigið fé stjórnmálaflokkana.
    Því ekki voru eigendur (þjóðin), þess fé spurðir um hvort það væri í samræmi við vilja eigendan að gefa þetta fé til stjórnmálaflokkana.
    Eigum við ekki heldur að tala um stolið fé í höndum stjórnmálaflokkana ?
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    "Eigið fé þeirra jókst sam­tals um 748,5 millj­­arða króna frá árs­lokum 2017 og til loka árs 2020..." Vona að hér sé talað um miljónir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
3
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
5
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
6
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
7
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár