„Skólastjóri Langholtsskóla hefur gert skóla- og frístundasviði viðvart vegna þriggja einstaklinga frá samtökunum 22 sem komu inn í skólann í gær. Myndbönd voru tekin af starfsfólki skólans án þeirra samþykkis og upptaka höfð í gangi þegar það vísaði fólkinu frá skólanum. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.“
Þannig hljóðar svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur við fyrirspurn Heimildarinnar sem fékk ábendingu um að skólinn hefði tilkynnt sviðinu 8. september að Eldur Deville forsvarsmaður Samtakanna 22 hafi ásamt tveimur öðrum komið í Langholtsskóla daginn áður. Samtökin hafa meðal annars gagnrýnt hinsegin fræðslu í grunnskólum og þá aðallega fræðslu fyrir nemendur um trans börn. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var starfsfólki skólans mjög brugðið þegar fólkið kom inn í skólann.
Í svari skóla- og frístundasviðs til Heimildarinnar segir einnig að það sé afar mikilvægt að starfsfólk skóla geti helgað sig því verkefni að sinna menntun og farsæld barna „og þurfi ekki að vera í …
Vissulega er það ógeðfellt að fræða börn um BDSM (hafi það verið gert, sem ég leyfi mér að efa).
Vissulega er það hræðilegt barnaníð að styrkja þá rangtrú barns að það sé í raun gagnstæða kynið, og styðja við þær aðgerðir sem grundvallast á þeirri rangtrú og þær skelfilegu og varanlegu langtímaafleiðingarnar sem þeim aðgerðum fylgir.
En Guð minn almáttugur maður, þú gengur ekki inn í grunnskóla þegar þú ert hvorki starfsmaður, foreldri barns, eða í atvinnutengdu erendi, og hvað þá með myndavél á lofti.
Kynin eru hins vegar fleiri en tvö og trans fólk er til.
s22 er ekki á móti transgender samfélaginu heldur er málið að bælingameðferð barna undir lögaldri eigi ekki að vera veruleiki né á bdsm fræðsla eitthvað að eiga inni barnaskóla landsins,,
ekki langt síðan að klámáhorf ungra drengja var til umræðu og að það brenglaði sýn þeirra á hvað eðlilegt kynlíf er,, gúgglið BDSM og hugsið ykkur um hvað ungt par í tilraunastarfsemi myndi gera miðað við þær myndir sem þar poppa upp.
Ég er ekki á móti transsamfélagsinu en hvað nákvæmlega er barátta þeirra? Transgender einstaklingar hefur öll sömu lagalegu réttindi og ég þannig að hvað vill þessi hópur í raun og veru ? og af hverju er hann með fræðslu fyrir börn í skólum landsins þegar við höfum fullkomnlega hægt fagfilkutil að sinna slíkri fræðslu