Árið 2002 kom út kverið Hvað rís úr djúpinu? í tilefni af sjötíu ára afmæli Guðbergs. Útgáfan byggði á erindum sem haldin voru í Hafnarborg af sama tilefni og fyrir utan afmælisbarnið voru höfundar greina meðal annars þau Matthías Viðars Sæmundsson (1954–2004), Álfrún Gunnlaugsdóttir (1938–2021) og Eiríkur Guðmundsson (1969–2022). Yfirskrift málþingsins sneri að fagurfræðilegum möguleikum okkar tíma og í inngangi bókarinnar má finna eftirfarandi textabrot úr grein Guðbergs „Andinn sem ríkti í Súm“ sem birtist árið 1989 í bókinni Súm 1965–1972:
En fagurfræði, fegurð, það að njóta lífsins, er meðal annars það að sjá hvern hlut, mennina og heiminn og geta síðan breytt því í tilfinningu sem sést og er áþreifanleg, hvort sem tilfinningin kann að vera þægileg eða óþægileg fyrir listamanninn eða aðra. Þetta dirfist sá einn að viðurkenna sem er einn, ekki aðeins við gerð listaverka sinna, heldur líka á …
Athugasemdir