Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september

Veðr­ið vinn­ur með hvöl­um í dag því skip Hvals hf. fara ekki til veiða á með­an hraust­leg haust­lægð geng­ur yf­ir land og mið. Frest­un gildis­töku hluta nýrr­ar reglu­gerð­ar mat­væla­ráð­herra til 18. sept­em­ber vinn­ur hins veg­ar með skytt­un­um.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september
Reglugerðin Ný reglugerð um veiðar á langreyðum tók gildi í gær. Undan eru þó skildar greinar um þjálfun og gæðamál sem taka ekki gildi fyrr en í lok vertíðar. Mynd: Heimildin

Nokkur af þrengstu skilyrðum nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um veiðar á langreyðum taka ekki gildi fyrr en 18. september. Hvalveiðivertíðin er háð veðri og vindum og hefst því ekki fyrr en lygnir eftir djúpa lægð sem gengur yfir í kvöld og nótt. Í fyrra var síðasta langreyðurin veidd af skyttunum um borð í Hval 9 þann 28. september. Sú var kvenkyns, rúmlega 18 metrar á lengd og var hún skotin tveimur skutlum áður en hún dó.

„Reglugerð þessi öðlast þegar gildi,“ segir neðst í nýju reglugerð Svandísar. En – því er svo bætt við að hluti 8. greinar hennar og öll 9. greinin öðlist „þó gildi 18. september 2023“.

8. greinin fjallar um þjálfun, fræðslu og hæfni skyttanna um borð í hvalveiðibátunum. Í fyrri hluta hennar segir að tryggja skuli að minnsta kosti þrír úr áhöfn hafi reynslu af hvalveiðum – hafi verið við slíkar veiðar í minnst sex mánuði á síðustu fimm árum. Þó sé heimilt að víkja frá þessu skilyrði „þegar sérstaklega stendur á“ og skipverji sýnt fram á hæfni og þekkingu samkvæmt mati Fiskistofu. Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi.

Þurfa ekki á námskeið strax

Það er hins vegar síðari hluti greinarinnar sem tekur ekki gildi fyrr en eftir rúmlega tvær vikur. Þar segir: „Skyttur sem annast veiðar og aflífun á dýrum skulu hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiði­byssu og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Skyttur skulu jafnframt hafa lokið nám­skeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum, sem að lágmarki skal innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn og streitu, og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hval­veiðar gildir.

Öll 9. greinin, sem fjallar um gæðahandbók og skýrslu um framkvæmd veiða, tekur heldur ekki gildi fyrr en 18. þessa mánaðar. Í henni segir að leyfishafi, þ.e. Hvalur hf., beri ábyrgð á að halda gæðahandbók sem skuli vera aðgengileg eftirlitsaðilum og ráðuneyti. Hún skuli m.a. innihalda verklag við skimun eftir kálfum, verklag við áætlun um lengd dýrs og undirbúning endurskota. „Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum,“ segir einnig í þessari grein. „Eftirlitsaðilar geta krafist úrbóta á verklagi sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði.“

Afsláttur gefinn strax

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti í gær að hvalveiðar gætu haldið áfram en með hertari skilyrðum og auknu eftirliti.

LögmaðurKatrín Oddsdóttir gerir ýmsar athugasemdir við nýja reglugerð matvælaráðherra.

„Ég skil ekki hvers vegna verið er að gefa gálgafrest á reglum sem ráðuneytið telur þurfa utan um þessa starfsemi til þess að tryggja að hún samræmist þeim ramma sem þarna er markaður,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina. „Ég vil segja það hreint út, mér finnst þessi frestur með ólíkindum. Það er mjög, mjög undarlegt að búa til einhvern ramma en gefa svo strax í byrjun afslátt af honum hvað tímann varðar. Annað hvort þarf þessar reglur til að veiðarnar séu í lagi eða ekki.“

Skima þarf eftir kálfum og veiða í dagsbirtu

Í reglugerðinni er að finna margvísleg skilyrði, sum ný, en önnur sem áður höfðu verið sett í reglugerð síðasta sumars sem nú hefur verið felld úr gildi. M.a. á Hvalur hf. að tilkynna eftirlitsaðilum atvik sem upp koma við veiðar „eins fljótt og unnt er“ og eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur. Eru frávikin skilgreind sérstaklega, m.a. ef framkvæma þarf endurskot, líkt og raunin varð ítrekað á síðustu vertíð. Þá skal tilkynna ef sprengiskutull springur ekki, ef hann hittir ekki skilgreint marksvæði, ef grunur leikur á að kálfur fylgi dýri og ef dýr sem skotið var „sleppur eða tapast“.

Tillögur Hvals hf. til úrbóta á veiðarfærum eru einnig komnar inn í reglugerðina, m.a. notkun á svokallaðri „skotlínukörfu“ og að mið á hvalveiðibyssu sé með upplýstum punkti.

Þá er tiltekið í hinni nýju reglugerð að veiðar skuli fara fram í dagsbirtu og að ganga þurfi úr skugga um að kálfur fylgi ekki dýri sem er í sigti skyttanna.

Veiðarnar geti ekki samræmst lögum um dýravelferð

Myndbandseftirliti því sem reglugerð síðasta árs kvað á um verður framhaldið og tekið fram að Matvælastofnun skuli hafa eftirlit með því að „farið sé að lögum um velferð dýra og reglugerð þessari við veiðar á langreyðum“.

Þetta er eitt þeirra ákvæða reglugerðarinnar sem Katrínu Oddsdóttur þykir skjóta skökku við. „Við vitum að samkvæmt bæði Eftirlitsskýrslu MAST um veiðarnar í fyrra og niðurstöðu fagráðs um velferð dýra þá er niðurstaðan sú að þessar veiðar geti ekki farið fram í samræmi við þessi lög,“ segir hún. Starfshópurinn sem Svandís skipaði til að kanna möguleika á því að draga úr frávikum við veiðarnar reyndi að sögn Katrínar „með engum hætti að ávarpa það mál“. Svandís vísaði m.a. í skýrslu starfshópsins er hún ákvað að veiðarnar mættu fara fram. „Mér finnst því eins og reglugerðin segi hreinlega: Veiðarnar mega fara fram en það er augljóst að þær geti ekki farið fram.“

Hún segist ekki sjá hvernig MAST eigi að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við dýravelferðarlögin þegar sama eftirlitsstofnun hefur sagt að þær geti ekki staðist þau, „burt séð frá einhverjum tegundum á skutlum og öðru“.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár