Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minni orkuvinnsla í Kröfluvirkjun grynnkar kolefnisspor Landsvirkjunar

Sam­drátt­ur í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá starf­semi Lands­virkj­un­ar fyrri helm­ingi árs­ins má að mestu rekja til mik­ils sam­drátt­ar í los­un frá jarð­varma­virkj­un­um. Kröflu­virkj­un var keyrð á aukn­um af­köst­um í fyrra vegna slæms vatns­árs og kom­ið var að skulda­dög­um vegna þess í ár.

Minni orkuvinnsla í Kröfluvirkjun grynnkar kolefnisspor Landsvirkjunar
Íslenska ríkið reisti Kröfluvirkjun og hófust framkvæmdir árið 1974 með tilraunaborunum. Borun á vinnsluholum og bygging stöðvarhúss hófust sumarið 1975. Sama ár hófust miklar jarðhræringar á svæðinu og enduðu þær með eldgosi í desembermánuði, en það var upphaf eldgosahrinu sem stóð allt til ársins 1984. Saga Kröflustöðvar er því samofin sögu Kröfluelda sem höfðu mikil áhrif á upphafsárum stöðvarinnar. Fyrri vélasamstæða stöðvarinnar var gangsett í ágúst 1977, en vegna gufuskorts hófst vinnsla rafmagns ekki fyrr en í febrúar 1978. Mynd: Landsvirkjun

Í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér í gær kom fram að kolefnisspor fyrirtækisins, þ.e. kolefnislosun að frádreginni bindingu, hafi dregist saman um helming á fyrri hluta ársins samanborið við síðasta ár. Fram kom að losun á orkueiningu hefði aldrei verið minni síðan byrjað var að færa loftslagsbókhald. Dróst hún saman um 15 prósent á milli ára. „Þessi árangur er í samræmi við loftslagsáætlun okkar og markmið um að starfsemi fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2025.“

Skýringuna á þessum tíðindum má þó að miklu leyti rekja til þess að orkuvinnsla í Kröfluvirkjun, einni af jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar, dróst mikið saman sem aftur skýrist af því að hún var keyrð á auknum afköstum í fyrra vegna slæmrar vatnsstöðu í lónum vatnsaflsvirkjana. Þá var, að því er segir í svörum Ívars Páls Jónssonar, sérfræðings á samskipta- og upplýsingasviði Landsvirkjunar, viðhaldsstopp í Kröfluvirkjun í sex vikur í maí og júní síðastliðnum.

Orkuvinnsla í Kröflu var 200 GWst fyrstu sex mánuði 2023, samanborið við 241 GWst á sama tímabili í fyrra og minnkaði því um 17%. Orkuvinnsla í öðrum jarðvarmavirkjunum, á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi, stóð nánast í stað á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Ívari.

Krafla keyrð á miklu stími

Í fyrra var ástand í vatnsbúskapnum slæmt sem hafði þær afleiðingar að uppistöðulón fylltust ekki. Það leiddi til þess að Landsvirkjun skerti afhendingu á raforku til kaupenda sem gert höfðu skerðanlega orkusamninga. Það varð m.a. til þess að loðnubræðslur þurftu að brenna olíu til að knýja verksmiðjur sínar og Orkubú Vestfjarða að nota slíkt eldsneyti á fjarvarmaveitur til húshitunar. Flestir stórnotendur, s.s. álver, semja bæði um forgangs- og skerðanlega orku og tryggja sér þannig að ákveðin orka sé alltaf fyrir hendi.

En vegna þessa ástands á fyrstu vikum síðasta árs var Kröfluvirkjun tímabundið keyrð á auknum afköstum. „Jú, mikið rétt,“ svarar Ívar Páll spurður hvort þessi aukna framleiðsla virkjunarinnar í fyrra hafi þá ekki aukið losun á því tímabili. Losun frá Kröflu – og allri jarðvarmavinnslu – hafi minnkað um 23% á milli ára. „Á móti kemur að losun frá lónum jókst um 25% á milli ára, en sú losun er háð veðri og ræðst af fjölda þeirra daga sem lónin eru ísilögð.“

Losun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hjá Landsvirkjun minnkaði um 18% á milli ára. Landsvirkjun vinnur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreinorku á bifreiðum og tækjum í eigu fyrirtækisins og stefnir á að hætta að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár