Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Svona var umhorfs á Grænlandi fyrir tveim milljónum ára þar sem nú er nær gróðurvana eyðimörk.

Þriggja metra hár skögultanni eða mastódon óð út í mýrina til að reyna að svala sér í kæfandi hitanum. Hjarðir af stórvöxnum hjartardýrum sem voru að slökkva þorstann hrukku frá og geðvondur svanur gargaði illskulega að öslandi ranadýrinu. Loks hóf hann sig til flugs og leitaði skjóls undir háum laufríkum trjám í skóginum sem náði niður að mýrarflákunum hinum megin.

Þetta gerðist á Kaupmannahafnarhöfða — ekki alveg nýlega.

Kaupmannahafnarhöfði er vel að merkja hvergi nærri Kaupmannahöfn. Frá dönsku höfuðborginni eru 3.200 kílómetrar að höfðanum og næstum því beint í norður. Kaupmannahafnarhöfði er sem sé nyrst á Grænlandi.

Þar er stórt svæði sem yfirleitt er kallað einu nafni Peary-land og hefur þá sérstöðu — miðað við stærstan hluta Grænlands — að vera ekki hulið ís.

Landslagið þar sem mastódónar réðu áður ríkjum lítur nú svona út.Þetta er litmynd, ekki svarthvít.

Þar ríkir þó yfirleitt kuldi eins og annars staðar á Grænlandi. Veturinn er tíu mánaða langur og frostið getur orðið 30-40 gráður. Úrkoma er hins vegar svo lítil og raki svo lítill í lofti að þar myndast ekki snjór. Svæðið er svo til alveg gróðurvana, jafnt firðir, fjöll og dalir. Landið er nær allt gráleitt og dautt.

Vetrarblóm, Saxifraga oppositifolialifir í þurrum kulda norðausturodda Grænlands. Ekkert blóm vex norðar og ekkert blóm hefur fundist hærra uppi, en það var í Ölpunum.

Þó er þarna líf. Um það bil fimm prósent svæðisins er vaxið gróðri þótt ekki sé hann gróskumikill. Gróðurinn er mestur upp af Jørgen Brønlunds firði sem gengur inn úr stórum firði sem kallast upp á ensku Independence-fjörður.

Og á þessum litla gróðri lifa furðu mörg dýr: læmingjar, heimskautahérar og jafnvel hin stóru sauðnaut.

Melasól, eða Papaver radicatumfinnst líka á fáeinum stöðum á Peary-landi.

Og svo rándýr — þar býr heimskautarefurinn, Grænlandsúlfurinn sést þarna enn (einhverjir af þessum 200 sem taldir eru skrimta á Grænlandi) og ísbirnir eiga stundum leið um.

En skögultanninn? Svanirnir? Hjartardýrin? Hvar er mýrin? Hvar eru trén?

Jú, þetta er þarna allt saman á Kaupmannahafnarhöfða.

Eða réttara sagt leifarnar af þessu.

Þær eru oní þurri jörðinni.

Því sú sena sem ég dró upp í byrjun, hún gerðist nefnilega fyrir tveimur milljónum ára.

Það var fyrir misseri síðan að Kurt Kjær og margir fleiri vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla kynntu þá niðurstöðu að þarna hefðu búið skögultannar eða mastódonar. Þeir eru ranadýr og býsna fjarskyldir ættingjar fíla (25 milljónir síðan tegundirnar skildust að) þótt útlit þeirra sé næsta svipað.

Svona stórir voru sköltannarnir sem bjuggu á Grænlandi.

Menn vissu fyrr að skögultannar hefðu búið í Norður-Ameríku og ráfað um svæðin sem nú eru miðbik Bandaríkjanna og Kanada. En að þeir hefðu þarna, svo norðarlega, á nyrstu oddum Grænlands, það hafði engum dottið í hug.

Frá Peary-landi að norðurheimskautinu eru ekki nema 700 kílómetrar.

Hið þurra loft og enn þurrari jörð á svæðinu hafa valdið því að DNA úr lífverum varðveitist mun lengur þarna en eiginlega alls staðar annars staðar. Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða Kjærs sem sé þessi:

Fyrir tveim milljónum ára var meðalhiti á svæðinu nærri 20 gráðum hærri en nú er.

Peary-land er alveg nyrst á Grænlandi.

Og þar var gróðursælt mjög og þar uxu há birkitré og mikið af víði og þarna óx þinur og meira að segja sedrusviður. Og dýralíf var fjölbreytt, samanber skögultannana stóru sem ösluðu um mýrar og skóga.

En ekki löngu eftir þetta fór að kólna á Grænlandi.

Og víðast hvar um heiminn, einkum á pólsvæðum.

Ísöldin boðaði komu sína.

Og jöklarnir lögðust af ofurþunga yfir leifar af því fjölbreytta jurta- og dýralífi sem hafði í milljónir ára ráðið ríkjum á Grænlandi.

En á Peary-landi og nánasta nágrenni þar sem skraufþurr en köld eyðimörk kom í stað mýra og skóga og gróðurfláka, þar var og er enn hægt að nálgast þessar merkilegu leifar og merki um horfinn heim. 

Eske Willersleg og Kurt Kjær grafa í eyðimörkinaí leit að lífssýnum tveggja milljón ára gömlum.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Pressa: Fyrsti þáttur
5
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár