Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára

DNA-rann­sókn­ir danskra vís­inda­manna í kaldri eyði­mörk nyrst á Græn­landi skila óvænt­um nið­ur­stöð­um

Risavaxnir frændur fíla bjuggu nyrst á Grænlandi fyrir aðeins tveim milljónum ára
Svona var umhorfs á Grænlandi fyrir tveim milljónum ára þar sem nú er nær gróðurvana eyðimörk.

Þriggja metra hár skögultanni eða mastódon óð út í mýrina til að reyna að svala sér í kæfandi hitanum. Hjarðir af stórvöxnum hjartardýrum sem voru að slökkva þorstann hrukku frá og geðvondur svanur gargaði illskulega að öslandi ranadýrinu. Loks hóf hann sig til flugs og leitaði skjóls undir háum laufríkum trjám í skóginum sem náði niður að mýrarflákunum hinum megin.

Þetta gerðist á Kaupmannahafnarhöfða — ekki alveg nýlega.

Kaupmannahafnarhöfði er vel að merkja hvergi nærri Kaupmannahöfn. Frá dönsku höfuðborginni eru 3.200 kílómetrar að höfðanum og næstum því beint í norður. Kaupmannahafnarhöfði er sem sé nyrst á Grænlandi.

Þar er stórt svæði sem yfirleitt er kallað einu nafni Peary-land og hefur þá sérstöðu — miðað við stærstan hluta Grænlands — að vera ekki hulið ís.

Landslagið þar sem mastódónar réðu áður ríkjum lítur nú svona út.Þetta er litmynd, ekki svarthvít.

Þar ríkir þó yfirleitt kuldi eins og annars staðar á Grænlandi. Veturinn er tíu mánaða langur og frostið getur orðið 30-40 gráður. Úrkoma er hins vegar svo lítil og raki svo lítill í lofti að þar myndast ekki snjór. Svæðið er svo til alveg gróðurvana, jafnt firðir, fjöll og dalir. Landið er nær allt gráleitt og dautt.

Vetrarblóm, Saxifraga oppositifolialifir í þurrum kulda norðausturodda Grænlands. Ekkert blóm vex norðar og ekkert blóm hefur fundist hærra uppi, en það var í Ölpunum.

Þó er þarna líf. Um það bil fimm prósent svæðisins er vaxið gróðri þótt ekki sé hann gróskumikill. Gróðurinn er mestur upp af Jørgen Brønlunds firði sem gengur inn úr stórum firði sem kallast upp á ensku Independence-fjörður.

Og á þessum litla gróðri lifa furðu mörg dýr: læmingjar, heimskautahérar og jafnvel hin stóru sauðnaut.

Melasól, eða Papaver radicatumfinnst líka á fáeinum stöðum á Peary-landi.

Og svo rándýr — þar býr heimskautarefurinn, Grænlandsúlfurinn sést þarna enn (einhverjir af þessum 200 sem taldir eru skrimta á Grænlandi) og ísbirnir eiga stundum leið um.

En skögultanninn? Svanirnir? Hjartardýrin? Hvar er mýrin? Hvar eru trén?

Jú, þetta er þarna allt saman á Kaupmannahafnarhöfða.

Eða réttara sagt leifarnar af þessu.

Þær eru oní þurri jörðinni.

Því sú sena sem ég dró upp í byrjun, hún gerðist nefnilega fyrir tveimur milljónum ára.

Það var fyrir misseri síðan að Kurt Kjær og margir fleiri vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla kynntu þá niðurstöðu að þarna hefðu búið skögultannar eða mastódonar. Þeir eru ranadýr og býsna fjarskyldir ættingjar fíla (25 milljónir síðan tegundirnar skildust að) þótt útlit þeirra sé næsta svipað.

Svona stórir voru sköltannarnir sem bjuggu á Grænlandi.

Menn vissu fyrr að skögultannar hefðu búið í Norður-Ameríku og ráfað um svæðin sem nú eru miðbik Bandaríkjanna og Kanada. En að þeir hefðu þarna, svo norðarlega, á nyrstu oddum Grænlands, það hafði engum dottið í hug.

Frá Peary-landi að norðurheimskautinu eru ekki nema 700 kílómetrar.

Hið þurra loft og enn þurrari jörð á svæðinu hafa valdið því að DNA úr lífverum varðveitist mun lengur þarna en eiginlega alls staðar annars staðar. Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða Kjærs sem sé þessi:

Fyrir tveim milljónum ára var meðalhiti á svæðinu nærri 20 gráðum hærri en nú er.

Peary-land er alveg nyrst á Grænlandi.

Og þar var gróðursælt mjög og þar uxu há birkitré og mikið af víði og þarna óx þinur og meira að segja sedrusviður. Og dýralíf var fjölbreytt, samanber skögultannana stóru sem ösluðu um mýrar og skóga.

En ekki löngu eftir þetta fór að kólna á Grænlandi.

Og víðast hvar um heiminn, einkum á pólsvæðum.

Ísöldin boðaði komu sína.

Og jöklarnir lögðust af ofurþunga yfir leifar af því fjölbreytta jurta- og dýralífi sem hafði í milljónir ára ráðið ríkjum á Grænlandi.

En á Peary-landi og nánasta nágrenni þar sem skraufþurr en köld eyðimörk kom í stað mýra og skóga og gróðurfláka, þar var og er enn hægt að nálgast þessar merkilegu leifar og merki um horfinn heim. 

Eske Willersleg og Kurt Kjær grafa í eyðimörkinaí leit að lífssýnum tveggja milljón ára gömlum.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár